Erindi vegna umferðaröryggi barna
Málsnúmer 202502048
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 210. fundur - 18.02.2025
Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Hagsmunasamtökum barna á Húsavík og foreldrafélagi Borgarhólsskóla um umferðaröryggi.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 212. fundur - 25.02.2025
Á 210. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi m.a. bókað:
Ábendingum er varða öryggi á gönguleiðum barna á Húsavík og uppbyggingu gönguleiða er vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Ábendingum er varða öryggi á gönguleiðum barna á Húsavík og uppbyggingu gönguleiða er vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Eysteinn Heiðar Kristjánsson leggur fram eftirfarandi tillögu:
Að sveitastjórn Norðurþings hefji vinnu við gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir sveitarfélagið en í leiðbeiningum um gerð slíkrar áætlunar kemur fram að þegar sveitarfélag tekur ákvörðun um að vinna markvisst að bættu umferðaröryggi með formlegri umferðaröryggisáætlun er mikilvægt að hafa í huga að fjárfestingar í umferðaröryggismálum eru til lengri tíma líklegar til að skila sér til baka auk þess bæta þær þætti sem ekki er hægt að meta til fjár með því að lágmarka líkur á slysum. Það eru því miklir hagsmunir í húfi og mikilvægt er fyrir sveitarfélagið að forgangsraða aðgerðum og vinna skipulega að bættu umferðaröryggi með gerð umferðaröryggisáætlunar.
Tillaga Eysteins borin undir atkvæði og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Ráðið telur mikilvægt að gönguleið barna frá grunnskóla að sundlaug á Húsavík sé aðgengileg og vel merkt. Sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdaráðs falið að ræða við viðkomandi aðila.
Að sveitastjórn Norðurþings hefji vinnu við gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir sveitarfélagið en í leiðbeiningum um gerð slíkrar áætlunar kemur fram að þegar sveitarfélag tekur ákvörðun um að vinna markvisst að bættu umferðaröryggi með formlegri umferðaröryggisáætlun er mikilvægt að hafa í huga að fjárfestingar í umferðaröryggismálum eru til lengri tíma líklegar til að skila sér til baka auk þess bæta þær þætti sem ekki er hægt að meta til fjár með því að lágmarka líkur á slysum. Það eru því miklir hagsmunir í húfi og mikilvægt er fyrir sveitarfélagið að forgangsraða aðgerðum og vinna skipulega að bættu umferðaröryggi með gerð umferðaröryggisáætlunar.
Tillaga Eysteins borin undir atkvæði og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Ráðið telur mikilvægt að gönguleið barna frá grunnskóla að sundlaug á Húsavík sé aðgengileg og vel merkt. Sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdaráðs falið að ræða við viðkomandi aðila.
Héðan í frá verður sú umferð einungis heimiluð skv. tímatöflu sem stangast ekki á við frímínútur skólabarna:
07.00-07.45 - opið fyrir umferð mötuneytisbíls að inngöngu 1 og 2
08.30-09.30 - opið fyrir vöruflutninga við inngang 1
10.15-10.45 - opið fyrir mötuneytisbíl við inngang 2
12.30-13.00 - opið fyrir mötuneytisbíl við inngang 2
13.30-16.00 - opið fyrir umferð vöruflutninga/mötuneytisbíls að inngangi 1
Að öðru leyti er öll umferð bönnuð nema með sérstöku leyfi skólastjóra.
Fjölskylduráð felur sviðsstjóra velferðarsviðs að eiga samtal við framkvæmdasvið um fyrirkomulag snjómoksturs í tengslum við öryggi skólabarna.
Ábendingum er varða öryggi á gönguleiðum barna á Húsavík og uppbyggingu gönguleiða er vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs.