Farsæld - fyrirspurn frá skólastjórnendum í Norðurþingi
Málsnúmer 202309025
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 163. fundur - 03.10.2023
Skólastjórar Borgarhólsskóla og Öxarfjarðarskóla ásamt leikskólastjóra Grænuvalla óska eftir upplýsingum um hversu mikið Norðurþing hefur fengið úthlutað frá Jöfnunarsjóði vegna samþættingar á þjónustu í þágu farsældar barna og hvernig þeim fjármunum hefur verið varið í Norðurþingi.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að svara fyrirspurninni.