Fara í efni

Fjölskylduráð

203. fundur 26. nóvember 2024 kl. 08:30 - 12:00 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir varaformaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jónas Þór Viðarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Nele Marie Beitelstein fjölmenningarfulltrúi
  • Hafrún Olgeirsdóttir Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Tinna Ósk Óskarsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Líney Gylfadóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Tinna Ósk Óskarsdóttir félagsmálastjóri sat fundinn undir liðum 1 - 4.
Nele Marie Beitelstein fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir lið 5.
Hafrún Olgeirsdóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 6 og 7.
Katrín Sigurjónsdóttir sat fundinn undir liðum 1 - 4 og 8 - 9.

Kristrún Birgisdóttir og Gunnþór E. Gunnþórsson frá Ásgarði sátu fundinn undir lið 8.
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla og Mikael Þorsteinsson yfirmatráður í mötuneyti Borgarhólsskóla sátu fundinn undir lið 9.

1.Öldungaráð 2022-2026

Málsnúmer 201806213Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur til kynningar 4. fundargerð öldungaráðs þann 29. október sl.
Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að skoða möguleika á framkvæmd frístundastyrks eldri borgara meðal annars m.t.t. upphæða og kostnaðar og leggja fyrir ráðið á nýju ári.
Önnur mál fundargerðarinnar lögð fram.

2.Áætlanir vegna ársins 2025- 2028

Málsnúmer 202406093Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur fjárhagsáætlun velferðarsviðs fyrir árið 2025.
Fjölskylduráð vísar áætlunum til byggðaráðs til staðfestingar.

3.Gjaldskrár Norðurþings 2025

Málsnúmer 202410079Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja til staðfestingar gjaldskrár velferðarsviðs fyrir árið 2025
Gjaldskrár velferðarsviðs 2025:
Gjaldskrá leikskóla - Lagt er til að gjaldskrá verði óbreytt frá árinu 2024 en ný gjaldskrá verði kynnt á árinu 2025 og muni taka gildi frá 1. ágúst.
Gjaldskrá frístundar - Lögð er til 2,5% hækkun.
Gjaldskrá Tónlistarskóla Húsavíkur - Lögð er til 2,5% hækkun.
Gjaldskrá skólamötuneyta í Norðurþingi - Lögð er til 2,5% hækkun. Áfram verði gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum sveitarfélagsins.
Gjaldskrá bókasafna - Lögð er til 5% hækkun.
Gjaldskrár íþrótta- og tómstundasviðs - Lögð er til 2,5% hækkun á þeim þáttum sem snúa að barnafjölskyldum og fólki í viðkvæmri stöðu. Aðrir liðir taka 5% hækkun.
Gjaldskrár félagsþjónustu - Lögð er til 2,5% hækkun fyrir utan gjaldskrá Þjónustan heim sem hækkar um 5,6% til samræmis við lög um málefni aldraðra nr. 125/1999, lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1999 og þá kjarasamninga sem við eiga.

Gjaldskrám velferðarsviðs er vísað til kynningar í byggðaráði og staðfestingar í sveitarstjórn.

4.Samningur um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra

Málsnúmer 202410105Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um málið.

Á fundinn bárust eftirfarandi skjöl:
a) Drög að samningi um sameiginlega barnaverndarþjónustu.
b) Samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustunni á Norðurlandi eystra, fylgiskjal með samningi.
Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni á næsta fundi.

5.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2024

Málsnúmer 202411051Vakta málsnúmer

Bigitta Bjarney Svavarsdóttir sækir um 100.000 kr styrk frá Lista- og menningarsjóði Norðurþings til að smíða lítið jólaland í kringum "jólaöspina" við Garðarshólma. Þar sem verður sæti og nafnið Húsavík verður áberandi þar sem hægt verður taka mynd og setja á samfélagsmiðla.
Fjölskylduráð samþykkir að veita styrk til verkefnisins að upphæð 75.000 kr.

6.Álaborgarleikarnir 2025

Málsnúmer 202209024Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur boð á Álaborgarleikana í Danmörku sem haldnir verða frá 29.júlí til 3. ágúst 2025.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að kanna áhuga á þáttöku í Álborgarleikunum hjá Golfklúbbi Húsavíkur og Íþróttafélaginu Völsungi.

7.Íslenska æskulýðsrannsóknin 2024

Málsnúmer 202312046Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja til kynningar niðurstöður úr íslensku æskulýðsrannsókninni 2024.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

8.Skólastefna Norðurþings - Endurskoðun 2025

Málsnúmer 202411065Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar endurskoðun skólastefnu Norðurþings og læsisstefnu Norðurþings.
Fjölskylduráð þakkar Kristrúnu Birgisdóttur og Gunnþóri E. Gunnþórssyni frá Ásgarði fyrir komuna á fundinn. Fjölskylduráð felur sviðsstjóra að hefja vinnu við undirbúning að endurskoðun skólastefnu og gerð læsisstefnu Norðurþings með það að markmiði að vinnan hefjist í janúar.

9.Borgarhólsskóli - Morgunverður nemenda.

Málsnúmer 202411073Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar fyrirkomulag morgunverðar nemenda í Borgahólsskóla.
Fjölskylduráð þakkar Þórgunni R. Vigfúsdóttur, skólastjóra Borgarhólsskóla, og Mikael Þorsteinssyni, yfirmatráði í mötuneyti Borgarhólsskóla, fyrir komuna.
Fjölskylduráð felur sviðsstjóra, í samráði við stjórnendur, að gera tillögur að útfærslum á morgunverði nemenda í Borgarhólsskóla fyrir næsta skólaár.

Fundi slitið - kl. 12:00.