Borgarhólsskóli - Morgunverður nemenda.
Málsnúmer 202411073
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 203. fundur - 26.11.2024
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar fyrirkomulag morgunverðar nemenda í Borgahólsskóla.
Fjölskylduráð - 206. fundur - 14.01.2025
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar tillögur yfirmatráðs og skólastjóra Borgarhólsskóla um breyttar áherslur og útfærslur á morgunverði fyrir nemendur í Borgarhólsskóla.
Fjölskylduráð heldur umfjöllun sinni áfram á næsta fundi.
Fjölskylduráð - 207. fundur - 21.01.2025
Skólastjóri Borgarhólsskóla fer yfir mögulegar útfærslur tímasetninga morgunverðar í Borgarhólsskóla.
Fjölskylduráð ákveður að frá og með skólaárinu 2025 - 2026 verði morgunmatur í Borgarhólsskóla sem hluti af stundaskrá nemenda. Ráðið beinir því til skipulags- og framkvæmdaráðs að fyrirhuguðum úrbótum er varðar hljóðvist og ábendingum er varða hitastig í sal skólans verði lokið fyrir upphaf skólaárs 2025.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 209. fundur - 04.02.2025
Á 208. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð ákveður að frá og með skólaárinu 2025 - 2026 verði morgunmatur í Borgarhólsskóla sem hluti af stundaskrá nemenda. Ráðið beinir því til skipulags- og framkvæmdaráðs að fyrirhuguðum úrbótum er varðar hljóðvist og ábendingum er varða hitastig í sal skólans verði lokið fyrir upphaf skólaárs 2025.
Fjölskylduráð ákveður að frá og með skólaárinu 2025 - 2026 verði morgunmatur í Borgarhólsskóla sem hluti af stundaskrá nemenda. Ráðið beinir því til skipulags- og framkvæmdaráðs að fyrirhuguðum úrbótum er varðar hljóðvist og ábendingum er varða hitastig í sal skólans verði lokið fyrir upphaf skólaárs 2025.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra að kostnaðarmeta framkvæmdir við bætta hljóðvist og kyndingu í matsal skólans og mögulega áfangaskiptingu framkvæmda.
Fjölskylduráð felur sviðsstjóra, í samráði við stjórnendur, að gera tillögur að útfærslum á morgunverði nemenda í Borgarhólsskóla fyrir næsta skólaár.