Öldungaráð 2018
Málsnúmer 201806213
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 2. fundur - 02.07.2018
Ný og breytt lög um félagsþjónustu sveitarfélaga taka gildi þann 1. oktober nk. Meðal nýmæla er að öldungaráð taka við því hlutverki sem þjónustuhópum aldraðra hefur fram til þessa verið falið að sinna. Gert er ráð fyrir að öldungaráð starfi í hverju sveitarfélagi eða á grundvelli samvinnu milli sveitarfélaga.
Fjölskylduráð - 8. fundur - 15.10.2018
Fyrir fjölskylduráði liggja tilnefningar til öldungaráðs Norðurþings 2018 - 2022. Félag eldri borgara á Raufarhöfn tilnefnir Helga Ólafsson sem aðalmann og Jónas Friðrik sem varamann. Félag eldri borgara í Öxarfirði tilnefnir Jón Grímsson sem aðalmann og Erlu Óskarsdóttir sem varamann. Félag eldri borgara á Húsavík tilnefnir Lilju Skarphéðinsdóttir sem aðalmann og Kristbjörgu Sigurðardóttir sem varmann. Norðurþing tilnefnir Tryggva Jóhannsson, Rannveigu Benediktsdóttir og Fanneyju Hreinsdóttir.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi tilnefningar í öldungaráð Norðurþings 2018-2022. Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að boða ráðið til fyrsta fundar.
Fjölskylduráð - 24. fundur - 26.02.2019
Lagt er fram 1. fundargerð Öldungaráðs Norðurþings
Fundargerð lögð fram.
Fjölskylduráð - 34. fundur - 27.05.2019
Sveitarfélögin Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppur, Langanesbyggð, Svalbarðshreppur og Tjörneshreppur óska eftir því að fá að tilnefna sinn fulltrúa inn í öldungaráð Norðurþings.
Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindi sveitarfélaganna á starfsvæði félagsþjónustu Norðurþings um að hvert þeirra eigi sinn fulltrúa í Öldungaráði Norðurþings. Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að undirbúa erindið til staðfestingar í sveitarstjórn Norðurþings.
Fjölskylduráð - 71. fundur - 31.08.2020
Fjölskylduráð hefur til kynningar fundargerð Öldungaráðs frá 24. júní 2020.
Lagt fram til kynningar.
Fjölskylduráð - 123. fundur - 09.08.2022
Í hverju sveitarfélagi, eða í sveitarfélögum sem eiga samstarf um öldrunarmál og þjónustu við aldraða, skal starfa formlegur samráðsvettvangur er nefnist Öldungaráð, þar sem fjallað er um þjónustu við aldraða og framkvæmd og þróun öldrunarmála. Í Öldungaráði skulu að lágmarki sitja þrír fulltrúar kosnir af sveitarstjórn að loknum sveitarstjórnarkosningum og þrír fulltrúar tilnefndir af félagi eldri borgara, auk eins fulltrúa frá heilsugæslunni.
Félagsmálastjóri óskar eftir tilnefningu fulltrúa frá sveitarstjórn inn í Öldungaráð svo hægt sé að stofna ráðið sem fyrst.
Félagsmálastjóri óskar eftir tilnefningu fulltrúa frá sveitarstjórn inn í Öldungaráð svo hægt sé að stofna ráðið sem fyrst.
Lagt fram til kynningar.
Fjölskylduráð - 128. fundur - 27.09.2022
Fanney Hreinsdóttir mun verða starfsmaður ráðsins fyrir hönd félagsþjónustunnar.
Tjörneshreppur hefur tilnefnt í ráðið en ekki hafa tilnefningar frá öðrum sveitarfélögum borist.
Félagsmálastjóri óskar eftir tilnefningu fulltrúa frá sveitarstjórn inn í Öldungaráð svo hægt sé að stofna ráðið sem fyrst.
Tjörneshreppur hefur tilnefnt í ráðið en ekki hafa tilnefningar frá öðrum sveitarfélögum borist.
Félagsmálastjóri óskar eftir tilnefningu fulltrúa frá sveitarstjórn inn í Öldungaráð svo hægt sé að stofna ráðið sem fyrst.
Fjölskylduráð tilnefnir eftirfarandi í öldungaráð: Lilja Skarphéðinsdóttir f.h. eldri borgara í Norðurþingi, Ingvar Vagnsson f.h. Þingeyjarsveitar, Jón Gíslason f.h. Langanesbyggðar, Smári Kárason f.h. Tjörneshrepps, Frímann Sveinsson f.h. Norðurþings og Helgi Ólafsson f.h. Norðurþings. Fanney Hreinsdóttir er starfsmaður ráðsins en eftir er að fá fulltrúa frá HSN.
Fjölskylduráð - 137. fundur - 10.01.2023
Fyrir fjölskylduráði liggur fundargerð frá fyrsta fundi Öldungaráðs þann 14. nóvember sl.
Fjölskylduráð býður öldungaráð velkomið til starfa og hlakkar til samstarfs við ráðið.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Félagsmálastjóra falið að leita eftir tilnefningu frá HSN.