Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun sviða Norðurþings 2022
Málsnúmer 202209008Vakta málsnúmer
Bergþór Bjarnason fjármálastjóri kom á fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.
2.Ársreikningur Völsungs 2021
Málsnúmer 202209081Vakta málsnúmer
Til kynningar er ársreikningur og ársskýrsla íþróttafélagsins Völsungs.
Jónas H. Friðriksson framkvæmdastjóri Völsungs kom á fundinn undir þessum lið.
Fjölskylduráð þakkar Jónasi fyrir komuna. Ársreikningurinn er lagður fram til kynningar.
Fjölskylduráð þakkar Jónasi fyrir komuna. Ársreikningurinn er lagður fram til kynningar.
3.Grænuvellir - Starfsemi
Málsnúmer 202208023Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð bókaði m.a. eftirfarandi á fundi sínum 23. ágúst sl.
"Fjölskylduráð leggur til að stofnaður verði fimm manna starfshópur til að fjalla um og móta tillögur varðandi leikskólastarf með yngri börnum og aðlögun þeirra inn í leikskólann á komandi vetri.
Í hópnum verðir fræðslufulltrúi, kennsluráðgjafi, leikskólastjóri, aðstoðarleikskólastjóri, deildarstjóri og verkefnastjóri af Grænuvöllum.
Hópurinn skili niðurstöðum að fjórum viknum liðnum."
Starfshópurinn leggur nú fram tillögur sínar.
"Fjölskylduráð leggur til að stofnaður verði fimm manna starfshópur til að fjalla um og móta tillögur varðandi leikskólastarf með yngri börnum og aðlögun þeirra inn í leikskólann á komandi vetri.
Í hópnum verðir fræðslufulltrúi, kennsluráðgjafi, leikskólastjóri, aðstoðarleikskólastjóri, deildarstjóri og verkefnastjóri af Grænuvöllum.
Hópurinn skili niðurstöðum að fjórum viknum liðnum."
Starfshópurinn leggur nú fram tillögur sínar.
Helga Jónsdóttir, Ágústa Pálsdóttir og Unnur Guðmundsdóttir starfsmenn leikskólans Grænuvalla mættu á fundinn undir þessum lið. Fjölskylduráð þakkar þeim fyrir komuna.
Fjölskylduráð leggur til að farin verði leið eitt, sem felur í sér aukningu stöðugilda um tvö og fjölgun inn á deildum svo unnt verði að mæta þörfum barna og foreldra um vistun. Fræðslufulltrúa er falið að kostnaðarmeta aðrar tillögur í skjalinu og leggja fyrir ráðið að nýju.
Fjölskylduráð leggur til að farin verði leið eitt, sem felur í sér aukningu stöðugilda um tvö og fjölgun inn á deildum svo unnt verði að mæta þörfum barna og foreldra um vistun. Fræðslufulltrúa er falið að kostnaðarmeta aðrar tillögur í skjalinu og leggja fyrir ráðið að nýju.
4.Borgarhólsskóli - Skýrsla um innra mat 2021-2022
Málsnúmer 202208091Vakta málsnúmer
Skólastjóri Borgarhólsskóla leggur fram til kynningar skýrslu um innra mat skólans 2021-2022.
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla kom á fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
5.Öxarfjarðarskóli - Skóladagatal 2022-2023
Málsnúmer 202204124Vakta málsnúmer
Skólastjóri Öxarfjarðarskóla óskar eftir breytingu á skóladagatali. Óskað er eftir því að starfsdagur verði færður frá 30. september til 7. nóvember.
Hrund Ásgeirsdóttir skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðar sat fundinn í fjarfundi undir þessum lið.
Fjölskylduráð samþykkir ósk um breytingu á skóladagatali.
Fjölskylduráð samþykkir ósk um breytingu á skóladagatali.
6.Grunnskóli Raufarhafnar - Skóladagatal 2022-2023
Málsnúmer 202204123Vakta málsnúmer
Skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar óskar eftir breytingu á skóladagatali. Óskað er eftir því að starfsdagur verði færður frá 30. september til 7. nóvember.
Hrund Ásgeirsdóttir skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðar sat fundinn í fjarfundi undir þessum lið.
Fjölskylduráð samþykkir ósk um breytingu á skóladagatali.
Fjölskylduráð samþykkir ósk um breytingu á skóladagatali.
7.Fjárhagsáætlun 2023 - Fræðslusvið
Málsnúmer 202209080Vakta málsnúmer
Útkomuspá launa 2022 og launaáætlun 2023 á fræðslusviði eru lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
8.Skólaþjónusta Norðurþings - Stefnumörkun og framtíðarsýn
Málsnúmer 202209079Vakta málsnúmer
Lögð er fram til kynningar skýrsla yfirsálfræðings um núverandi stöðu starfseminnar og framtíðarhorfur.
Ingibjörg Sigurjónsdóttir sálfræðingur sat fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
9.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2022
Málsnúmer 202209063Vakta málsnúmer
Stefán John sækir um styrk að upphæð 499.000kr. í lista- og menningarsjóðs Norðurþings vegna hlaðvarpsins Draugasögur.
Fjölskylduráð hafnar umsókninni þar sem hún samæmist ekki 2. gr. reglna um úthlutun styrkja í lista- og menningarsjóð Norðurþings.
10.Aldarafmæli íþróttafélagsins Völsungs
Málsnúmer 202209071Vakta málsnúmer
Meirihluti sveitarstjórnar leggur til að skipuð verði afmælisnefnd fyrir aldarafmæli íþróttafélagsins Völsungs á Húsavík. Tilgangur nefndarinnar verði að safna saman hugmyndum, útfæra og gera tillögu að afmælisgjöf sveitarfélagsins til Völsungs. Málinu verði vísað til Fjölskylduráðs til frekari útfærslu.
Íþróttafélagið Völsungur á Húsavík fagnar aldarafmæli árið 2027. Þann 12. apríl árið 1927 tóku 23 drengir sig saman og stofnuðu íþróttafélag. Stofnfélagar voru 27 en í upphafi var félagið kallað Víkingur. Í atkvæðagreiðslu skömmu eftir stofnun félagsins var kosið á milli nafnanna Hemingur og Völsungs með vísan í fornar norrænar sögur. Nafnið Völsungur hlaut fleiri atkvæði. Í fyrstu lögum félagsins mátti enginn meðlimur vera eldri en 16 ára. Það ber að fagna þessum tímamótum.
Til máls tóku: Hafrún, Soffía, Ingibjörg og Benóný.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
Íþróttafélagið Völsungur á Húsavík fagnar aldarafmæli árið 2027. Þann 12. apríl árið 1927 tóku 23 drengir sig saman og stofnuðu íþróttafélag. Stofnfélagar voru 27 en í upphafi var félagið kallað Víkingur. Í atkvæðagreiðslu skömmu eftir stofnun félagsins var kosið á milli nafnanna Hemingur og Völsungs með vísan í fornar norrænar sögur. Nafnið Völsungur hlaut fleiri atkvæði. Í fyrstu lögum félagsins mátti enginn meðlimur vera eldri en 16 ára. Það ber að fagna þessum tímamótum.
Til máls tóku: Hafrún, Soffía, Ingibjörg og Benóný.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að móta drög að starfshópi og leggja fyrir ráðið að nýju.
11.Bjartur lífstíll
Málsnúmer 202209050Vakta málsnúmer
Félag eldri borgara á Húsavík óskar eftir suðningi við útfærslu á verkefninu Bjartur lífstíll sem er unnið af ÍSÍ í samstarfi við landsamband eldri borgara.
Félagið óskar eftir
- styrk að upphæð 480 þúsund til að standa undir kostnaði við æfingar undir leiðsögn sjúkraþjálfara í aðstöðu þeirra.
- að félagið fái einn frítíma í viku í lauginni sérstaklega fyrir eldri borgara (9.30-11.00 á föstudögum)
- Afnot af tækjasal og æfingasal í íþróttahöll fyrir leikfimi og boccia.
Félagið óskar eftir
- styrk að upphæð 480 þúsund til að standa undir kostnaði við æfingar undir leiðsögn sjúkraþjálfara í aðstöðu þeirra.
- að félagið fái einn frítíma í viku í lauginni sérstaklega fyrir eldri borgara (9.30-11.00 á föstudögum)
- Afnot af tækjasal og æfingasal í íþróttahöll fyrir leikfimi og boccia.
Fjölskylduráð samþykkir að Félag eldri borgara á Húsavík fái einn tíma í tækjasal og æfingarsal í íþróttahöll fyrir æfingar og boccia og að félagið fái opinn tíma í sundlaug einu sinni í viku vegna verkefnisins. Ráðið telur sér ekki fært að styrkja félagið um 480.000 að svo stöddu en mun taka tillit til verkefnisins í næstu samningagerð við félagið þegar nýr samningur tekur gildi.
12.Öldungaráð 2022-2026
Málsnúmer 201806213Vakta málsnúmer
Fanney Hreinsdóttir mun verða starfsmaður ráðsins fyrir hönd félagsþjónustunnar.
Tjörneshreppur hefur tilnefnt í ráðið en ekki hafa tilnefningar frá öðrum sveitarfélögum borist.
Félagsmálastjóri óskar eftir tilnefningu fulltrúa frá sveitarstjórn inn í Öldungaráð svo hægt sé að stofna ráðið sem fyrst.
Tjörneshreppur hefur tilnefnt í ráðið en ekki hafa tilnefningar frá öðrum sveitarfélögum borist.
Félagsmálastjóri óskar eftir tilnefningu fulltrúa frá sveitarstjórn inn í Öldungaráð svo hægt sé að stofna ráðið sem fyrst.
Fjölskylduráð tilnefnir eftirfarandi í öldungaráð: Lilja Skarphéðinsdóttir f.h. eldri borgara í Norðurþingi, Ingvar Vagnsson f.h. Þingeyjarsveitar, Jón Gíslason f.h. Langanesbyggðar, Smári Kárason f.h. Tjörneshrepps, Frímann Sveinsson f.h. Norðurþings og Helgi Ólafsson f.h. Norðurþings. Fanney Hreinsdóttir er starfsmaður ráðsins en eftir er að fá fulltrúa frá HSN.
13.Umsókn um styrk, Félag eldri borgara í Öxarfjarðarhéraði
Málsnúmer 202209072Vakta málsnúmer
Félag eldri borgara í Öxarfjarðarhéraði óskar eftir styrk.
Fjölskylduráð samþykkir styrk að upphæð 150.000 krónur þar félagið hefur ekki fengið styrk síðan 2019. Ráðið stefnir að gerð samnings við félagið og felur félagsmálastjóra að undirbúa samninginn samhliða öðrum samningum við félög eldri borgara.
14.Gjaldskrá félagsleg heimaþjónusta 2023
Málsnúmer 202209075Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur gjaldskrá fyrir félagslegri heimaþjónustu 2023.
Fjölskylduráð samþykkir gjaldskránna og vísar henni til samþykktar í sveitarstjórn og kynningar í byggðarráði.
15.Gjaldskrá vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna 2021
Málsnúmer 202010161Vakta málsnúmer
Gjaldskrá greiðslna til stuðningsfjölskyldna. Um er að ræða verktaka greiðslur. Hækkun nemu 5,5 % hækkun sem miðast við spár um launavísitölu.
Fjölskylduráð samþykkir gjaldskránna og vísar henni til samþykktar í sveitarstjórn og kynningar í byggðarráði.
16.Notendaráð fatlaðs fólks í Norðurþings 2022-2026
Málsnúmer 202208006Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur 1. fundargerð Notendaráðs fatlaðs fólks í Norðurþingi, til kynningar.
Fjölskylduráð vísar lið 3 til skipulags- og framkvæmdaráðs. Þegar hefur verið brugðist við lið nr. 4.
17.Ósk um upplýsingar um stöðu mála varðandi húsnæði frístundaheimilisins Túns
Málsnúmer 202209089Vakta málsnúmer
Fyrir hönd V-listans óskar Ingibjörg Benediktsdóttir eftir upplýsingum um stöðu mála varðandi húsnæði frístundaheimilisins Túns.
Í ljósi þess að málið er einnig að dagskrá skipulags- og framkvæmdaráðs í dag, mun fjölskylduráð fjalla aftur um það að viku liðinni.
Fundi slitið - kl. 12:25.
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir liðum 1 og 3-8.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir liðum 1-2 og 9-11.
Sigrún Björg Aðalgeirdóttir fjölmenningarfulltúi sat fundinn undir lið 9.
Bylgja Steingrímsdóttir fór af fundi kl. 11:45.