Steinsteypir ehf óskar eftir stöðuleyfi fyrir starfsmannabúðum og breytingum á efnishólfi á lóðinni Haukamýri 3
Málsnúmer 202410058
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 201. fundur - 22.10.2024
Steinsteypir ehf óskar eftir stöðuleyfi til fjögurra ára fyrir starfsmannabúðum og breytingu á efnishólfi á lóðinni Haukamýri 3. Um er að ræða tvær svefnskálaeiningar og eldhús/matsal. Hvor svefnskálaeining er 60 m löng með 30 gistiherbergjum. Fyrir liggur tillaga að afstöðu húsanna ásamt teikningum af þeim. Ennfremur er óskað leyfis til að hólfa af fjögur efnishólf til geymslu hálkusands og steypuefna norðan við steypustöð.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar afgreiðslu erindis um stöðuleyfi fyrir vinnubúðum. Ráðið gerir ekki athugasemdir við að efnishólf verði útbúin til samræmis við framlögð gögn. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við deiliskipulag athafnasvæðis A6.