Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
1.Ósk um lóðarleigusamning um lóð við Lækjargil (L150827)
Málsnúmer 202410012Vakta málsnúmer
Kristinn Jóhann Lund óskar eftir að gerður verði lóðarleigusamningur um húseign hans við Lækjargil (F2153524/L150827) og að húsið verði skráð á byggingarleyfi.
2.Samþykkt um fiðurfé
Málsnúmer 202407049Vakta málsnúmer
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra hefur gert drög að samþykkt um fiðurfé að beiðni sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög með áorðnum breytingum og vísar til samþykktar í sveitarstjórn.
3.Vetrarveiðar á ref
Málsnúmer 202409121Vakta málsnúmer
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs fer fram á heimild til að ráðstafa allt að þremur milljónum króna til að greiða veiðimönnum fyrir veiðar á refum í vetur.
Soffía, Aldey, Rebekka og Stefán Haukur samþykkja tveggja milljón króna viðauka vegna vetrarveiði á ref með ákveðnum skilyrðum sem munu koma fram í samningum við veiðimenn og sviðsstjóri kynnir fyrir ráðinu.
Kristinn Jóhann Lund óskar bókað að hann telji að fjármunum sé betur varið í grenjavinnslu að vori. Sveitarfélagið eigi ekki að greiða fyrir vetrarveidd dýr og greiðir því atkvæði á móti viðaukanum.
Ráðið vísar viðaukanum til afgreiðslu í byggðarráði.
Kristinn Jóhann Lund óskar bókað að hann telji að fjármunum sé betur varið í grenjavinnslu að vori. Sveitarfélagið eigi ekki að greiða fyrir vetrarveidd dýr og greiðir því atkvæði á móti viðaukanum.
Ráðið vísar viðaukanum til afgreiðslu í byggðarráði.
4.Áætlanir vegna ársins 2025- 2028
Málsnúmer 202406093Vakta málsnúmer
Á 477. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð samþykkir framlagða fjárhagsramma vegna fjárhagsáætlunar 2025 og vísar þeim til umfjöllunar annars vegar í fjölskylduráði og hins vegar í skipulags og framkvæmdaráði. Markmið byggðarráðs er að stuðla að aukinni sjálfbærni í rekstri sveitarfélagsins og stuðla að góðri hagstjórn og ábyrgri fjármálastjórn.
Byggðarráð samþykkir framlagða fjárhagsramma vegna fjárhagsáætlunar 2025 og vísar þeim til umfjöllunar annars vegar í fjölskylduráði og hins vegar í skipulags og framkvæmdaráði. Markmið byggðarráðs er að stuðla að aukinni sjálfbærni í rekstri sveitarfélagsins og stuðla að góðri hagstjórn og ábyrgri fjármálastjórn.
Skipulags- og framkvæmdaráð mun halda áfram vinnu við fjárhagsáætlun á næstum fundum og felur sviðsstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja undirbúning sinna málaflokka á grundvelli fyrirliggjandi fjárhagsramma.
5.Framkvæmdaáætlun 2025- 2028
Málsnúmer 202410010Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja drög að framkvæmdaáætlun 2025.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 15:05.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að gerður verði lóðarleigusamningur til ársloka 2040 við Kristinn Lund á grundvelli deiliskipulags svæðisins. Ákvæði í lóðarleigusamningi muni kveða á um notkun lóðarinnar til húsdýrahalds.