Fara í efni

Alþingiskosningar 2024

Málsnúmer 202410063

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 479. fundur - 24.10.2024

Alþingiskosningar fara fram þann 30. nóvember nk. og hefst atkvæða greiðsla utan kjörfundar þann 7. nóvember nk. Síðastliðin ár hefur kjósendum verið gert mögulegt að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá sérstökum kjörstjórum, skipuðum af sýslumanni á skrifstofum Norðurþings á Kópaskeri og Raufarhöfn. Til svo verði þarf sveitarstjórn að óska eftir því við sýslumann til samræmis 69. gr. kosningalaga nr. 113/2021. Fyrir byggðarráði liggur því að óska eftir við sýslumann að skipa kjörstjóra á skrifstofum sveitarfélagsins á Kópaskeri og Raufarhöfn til þess að sinna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir við sýslumann að skipa kjörstjóra á skrifstofum sveitarfélagsins á Kópaskeri og Raufarhöfn. Jafnframt er óskinni vísað til staðfestingar í sveitarstjórn til samræmis við 69. gr. kosningalaga nr. 112/2021.