Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

479. fundur 24. október 2024 kl. 08:30 - 10:25 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Soffía Gísladóttir varamaður
    Aðalmaður: Hjálmar Bogi Hafliðason
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Áki Hauksson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Áki Hauksson og Benóný Valur sátu fundinn í fjarfundi.

1.Áætlanir vegna ársins 2025- 2028

Málsnúmer 202406093Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að vísa fjárhagsáætlun vegna ársins 2025 og næstu þriggja ára þar á eftir til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun vegna ársins 2025 og þriggja ára þar á eftir til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

2.Framkvæmdaáætlun 2025- 2028

Málsnúmer 202410010Vakta málsnúmer

Á 200. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 15.10.2024, var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir framkvæmdaáætlun 2025-2028 og vísar henni til umfjöllunar í byggðarráði.
Byggðarráð vísar framkvæmdaáætlun 2025-2028 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

3.Gjaldskrár Norðurþings 2025

Málsnúmer 202410079Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að vísa gjaldskrám vegna ársins 2025 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Byggðarráð vísar gjaldskrám vegna ársins 2025 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

4.Frá Framsýn vegna gjaldskrármála

Málsnúmer 202410075Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Framsýn stéttarfélagi þar minnt er á að sveitarfélögin virði samkomulagið sem gert var samhliða síðustu kjarasamningum um aðhald hvað varðar gjaldskrárbreytingar til hækkunar hjá sveitarfélögunum og fyrirtækjum í þeirra eigu.
Byggðarráð þakkar erindið og telur þær tillögur að gjaldskrám sem nú eru til umræðu vera til samræmis við samkomulag sem gert var samhliða síðustu kjarasamningum.

5.Áskorun til Norðurþings

Málsnúmer 202410067Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur áskorun frá Hrönn G. Guðmundsdóttur þar sem athygli er vakin á því að hópur fólks í sveitarfélögum víðs vegar um haldið hefur nú birt ákall til sinna sveitarfélaga um að slíta viðskiptum við Rapyd, en Norðurþing er þar á lista. Einnig hvetur hún sveitarfélagið eindregið til að íhuga alvarlega stöðu sína hvað þetta varðar og skipta um færsluhirði.


Byggðarráð þakkar áskorunina. Ráðið felur sveitarstjóra að afla gagna um núverandi samning um færsluhirðingu, þar á meðal kostnað við að endurskoða hann og leggja fyrir ráðið að nýju.

Aldey Unnar Traustadóttir fyrir hönd V lista óskar bókað:

Eins og fram kemur í erindinu þá er landrán Ísraels í Palestínu skýlaust brot á alþjóðalögum líkt og úrskurður Alþjóðadómstólsins frá því í júlí staðfestir. Í kjölfar úrskurðarins ber ríkjum heims að endurskoða pólitísk, diplómatísk og efnahagsleg tengsl sín við Ísrael og tryggja að þau viðhaldi ekki eða styðji ólöglegt landrán og hernám Ísraels í Palestínu.

Rapyd Europe er ísraelskt fyrirtæki og hefur bæði opinberlega og með beinum hætti stutt við stríðsrekstur Ísraels og dráp á óbreyttum borgurum í Palestínu.

Við höfum fylgst með her Ísraels drepa almenna borgara, gjöreyða heimilum og innviðum á Gaza og gera líf Palestínufólks óbærilegt með öllum tiltækum ráðum. Viðskipti við fyrirtæki sem tekur beinan þátt í hernaði Ísraelsríkis samræmast engan veginn þeim lagalegu og siðferðislegu skyldum sem hvíla á ríkjum heims um að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva þjóðarmorð. Sveitarfélögin eru opinberir aðilar og geta ekki verið undanskilin þeirri ábyrgð.

Undirrituð hvetur því sveitarfélagið eindregið til að hætta viðskiptum við greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd og skipta um færsluhirði.

Benóný Valur tekur undir bókun Aldeyjar.

6.Verklagsreglur fyrir nefndasetu kjörinna fulltrúa

Málsnúmer 202410085Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að verklagsreglum vegna fundasetu kjörinna fulltrúa í nefndum og ráðum sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar og verður tekið fyrir á næsta fundi ráðsins.

7.Erindi til sveitarstjórnar varðandi stuðning við Flugklasann Air66N

Málsnúmer 202309140Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Markaðsstofu Norðurlands þar sem óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins við Flugklasann Air 66N fyrir starfsárið 2025. Óskað er eftir stuðningi sem nemur 500 kr. per íbúa sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir að vera áfram þátttakandi í verkefninu á árinu 2025 og greiði sama framlag og verið hefur eða 300 kr á hvern íbúa í Norðurþingi. Ráðið leggur áherslu á að árið 2025 verði nýtt til að fá ríkisvaldið frekar að verkefninu.

Áki óskar bókað:
Fulltrúi M-listans er alfarið á móti þessu framlagi, framlag til Flugklasans nýtist best markaðsetningu á Eyjafjarðarsvæðinu. Norðurþing greiðir framlag í markaðssetningu í gegnum Húsavíkurstofu. Þau framlög ættu að nýtast makaðsetningu Norðurþings mun betur.
Flugklasinn sem og önnur markaðsfyrirtæki ættu að beita sér gegn gjaldtöku á flugvöllum í landinu. Bílastæðagjald er hreinn og beinn landsbyggðarskattur á þau byggðarlög sem ekki hafa flugþjónustu eins og t.d. Norðurþing.

8.Ósk um endurnýjun samstarfssamnings milli Norðurhjara og Norðurþings árið 2025

Málsnúmer 202410076Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ósk frá Norðurhjara um endurnýjun á samningi vegna ársins 2025. Framlag Norðurþings var 1.500.000 kr árið 2024.
Byggðarráð samþykkir óbreytt framlag 1.500.000 kr til Norðurhjara á árinu 2025.

9.Þátttaka og framlög sveitarfélaga til stafræns samstarfs 2025

Málsnúmer 202410069Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að taka ákvörðun um samstarf vegna framlaga til stafræns samstarfs sveitarfélaga á árinu 2025.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi kostnaðaráætlun samstarfsins og áframhaldandi þátttöku í verkefninu.

10.Umsögn um fjárlög 2025

Málsnúmer 202410077Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar umsögn SSNE um fjárlagafrumvarp 2025, 1. mál.
Byggðarráð tekur undir umsögn SSNE.

11.Alþingiskosningar 2024

Málsnúmer 202410063Vakta málsnúmer

Alþingiskosningar fara fram þann 30. nóvember nk. og hefst atkvæða greiðsla utan kjörfundar þann 7. nóvember nk. Síðastliðin ár hefur kjósendum verið gert mögulegt að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá sérstökum kjörstjórum, skipuðum af sýslumanni á skrifstofum Norðurþings á Kópaskeri og Raufarhöfn. Til svo verði þarf sveitarstjórn að óska eftir því við sýslumann til samræmis 69. gr. kosningalaga nr. 113/2021. Fyrir byggðarráði liggur því að óska eftir við sýslumann að skipa kjörstjóra á skrifstofum sveitarfélagsins á Kópaskeri og Raufarhöfn til þess að sinna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir við sýslumann að skipa kjörstjóra á skrifstofum sveitarfélagsins á Kópaskeri og Raufarhöfn. Jafnframt er óskinni vísað til staðfestingar í sveitarstjórn til samræmis við 69. gr. kosningalaga nr. 112/2021.

12.Endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns LSH - 2024

Málsnúmer 202410083Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja upplýsingar varðandi endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns LSH.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:25.