Áskorun til Norðurþings
Málsnúmer 202410067
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 479. fundur - 24.10.2024
Fyrir byggðarráði liggur áskorun frá Hrönn G. Guðmundsdóttur þar sem athygli er vakin á því að hópur fólks í sveitarfélögum víðs vegar um haldið hefur nú birt ákall til sinna sveitarfélaga um að slíta viðskiptum við Rapyd, en Norðurþing er þar á lista. Einnig hvetur hún sveitarfélagið eindregið til að íhuga alvarlega stöðu sína hvað þetta varðar og skipta um færsluhirði.
Aldey Unnar Traustadóttir fyrir hönd V lista óskar bókað:
Eins og fram kemur í erindinu þá er landrán Ísraels í Palestínu skýlaust brot á alþjóðalögum líkt og úrskurður Alþjóðadómstólsins frá því í júlí staðfestir. Í kjölfar úrskurðarins ber ríkjum heims að endurskoða pólitísk, diplómatísk og efnahagsleg tengsl sín við Ísrael og tryggja að þau viðhaldi ekki eða styðji ólöglegt landrán og hernám Ísraels í Palestínu.
Rapyd Europe er ísraelskt fyrirtæki og hefur bæði opinberlega og með beinum hætti stutt við stríðsrekstur Ísraels og dráp á óbreyttum borgurum í Palestínu.
Við höfum fylgst með her Ísraels drepa almenna borgara, gjöreyða heimilum og innviðum á Gaza og gera líf Palestínufólks óbærilegt með öllum tiltækum ráðum. Viðskipti við fyrirtæki sem tekur beinan þátt í hernaði Ísraelsríkis samræmast engan veginn þeim lagalegu og siðferðislegu skyldum sem hvíla á ríkjum heims um að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva þjóðarmorð. Sveitarfélögin eru opinberir aðilar og geta ekki verið undanskilin þeirri ábyrgð.
Undirrituð hvetur því sveitarfélagið eindregið til að hætta viðskiptum við greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd og skipta um færsluhirði.
Benóný Valur tekur undir bókun Aldeyjar.