Fara í efni

Ósk um stofnun lóðar úr landi Hafurstaða og Bjarmalands

Málsnúmer 202409115

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 198. fundur - 01.10.2024

Eigendur íbúðarhússins að Hafurstöðum í Öxarfirði óska stofnunar lóðar úr óskiptu landi Hafurstaða og Bjarmalands undir íbúðarhúsið. Fyrir liggur hnitsett lóðarblað fyrir 3.373 m² lóð unnið af Hákoni Jenssyni hjá Búgarði. Fyrir liggur skriflegt samþykki landeigenda Hafurstaða og Bjarmalands. Ný lóð fái heitið Hafurstaðir 1.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt og að hún fái heitið Hafurstaðir 1.