Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

477. fundur 03. október 2024 kl. 08:30 - 10:08 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Rebekka Ásgeirsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Benóný Valur Jakobsson
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
    Aðalmaður: Áki Hauksson
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir sat fundinn í fjarfundi.

1.Áætlanir vegna ársins 2025- 2028

Málsnúmer 202406093Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fjárhagsrammar sviða og stofnana Norðurþings vegna ársins 2025.
Byggðarráð samþykkir framlagða fjárhagsramma vegna fjárhagsáætlunar 2025 og vísar þeim til umfjöllunar annars vegar í fjölskylduráði og hins vegar í skipulags og framkvæmdaráði. Markmið byggðarráðs er að stuðla að aukinni sjálfbærni í rekstri sveitarfélagsins og stuðla að góðri hagstjórn og ábyrgri fjármálastjórn.

2.Rekstur Norðurþings 2024

Málsnúmer 202312117Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja útsvarstekjur septembermánaðar og aðrar lykiltölur í rekstri.
Fjármálastjóri fór yfir lykiltölur í rekstri sveitarfélagsins.

3.Þjónusta sveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202409111Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi vegna þjónustukönnunar Gallup sem framkvæmd er árlega hjá stærri sveitarfélögum landsins.
Byggðarráð samþykkir þátttöku í árlegri þjónustukönnun Gallup. Áætlaður kostnaður er 344.900 kr.

4.Íslandsþari ehf.- staða verkefnisins

Málsnúmer 202101132Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja upplýsingar um núverandi stöðu mála hjá Íslandsþara og framþróun verkefnisins frá síðasta fundi með byggðarráði þann 13. júní sl.
Lagt fram til kynningar.

5.Öruggara Norðurland eystra, samstarfsverkefni

Málsnúmer 202409127Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, beiðni um þátttöku í formlegu samstarfi og svæðisbundnu samráði um varnir gegn ofbeldi og öðrum afbrotum undir merkjunum Öruggara Norðurland eystra.
Byggðarráð samþykkir fyrir hönd sveitarfélagsins þátttöku í formlegu samstarfi og svæðisbundnu samráði um varnir gegn ofbeldi og öðrum afbrotum undir merkjunum Öruggara Norðurland eystra.

6.Sala Eigna Grundargarður 11

Málsnúmer 202409128Vakta málsnúmer

Íbúð í eigu Norðurþings í Grundargarði 11 á Húsavík var auglýst til sölu í september. Eitt tilboð barst í eignina innan uppgefins tilboðsfrests.
Fyrir byggðarráði liggur að taka afstöðu til tilboðsins.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi tilboð í Grundargarð 11 á Húsavík.

7.Frá atvinnu- og samfélagsfulltrúa Öxarfjarðarhéraðs

Málsnúmer 202410001Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar hugmyndir atvinnu- og samfélagsfulltrúa Öxarfjarðarhéraðs um verkefni til eflingar samfélagsins og umsóknir í sjóði.
Lagt fram til kynningar.

8.Athugasemdir vegna framkvæmda í Ásgarðstúni

Málsnúmer 202409119Vakta málsnúmer

Á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 1. október var eftirfarandi bókað:
"Skipulags- og framkvæmdaráð harmar að bréfi Gísla G. Hall lögmanns hafi ekki verið svarað með formlegum hætti. Þó er minnt á að í kjölfar bréfsins funduðu fulltrúar Norðurþings með lögmanninum. Í framhaldi af því var formuð tillaga að breytingu deiliskipulags svæðisins sem fólst í að færa götuna Stóragarð lengra frá Ásgarði en áðurgildandi deiliskipulag gerði ráð fyrir. Sú skipulagstillaga var grenndarkynnt hagsmunaaðilum og í kjölfarið samþykkt í sveitarstjórn 2. maí 2024.
Ráðið telur óhjákvæmilegt að halda áfram með framkvæmdir við götu í Ásgarðstúni svo núverandi skurður í götustæðinu lendi ekki ófrágenginn inn í veturinn. Samkvæmt erfðafestubréfi er sveitarfélaginu heimilt að leggja götu og lagnir um erfðafestulandið.
Ráðið tekur undir þau sjónarmið að ganga hefði þurft frá samningi áður en framkvæmdir hófust.
Ráðið vísar erindinu til byggðarráðs."
Byggðarráð felur sveitarstjóra að eiga samtal við handhafa erfðafestubréfs Ásgarðstúns.

Fundi slitið - kl. 10:08.