Athugasemdir vegna framkvæmda í Ásgarðstúni
Málsnúmer 202409119
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 198. fundur - 01.10.2024
Með tölvupósti dags. 25. september 2024 fer Sandra B. Franks, f.h. eigenda Ásgarðstúns, fram á að yfirstandandi framkvæmdir í Ásgarðstúni verði stöðvaðar tafarlaust og fari ekki af stað aftur fyrr en leyst hefur verið úr ágreiningi. Ennfremur óskar Sandra upplýsinga um hversvegna bréfi Gísla G. Hall lögmanns frá 25. júlí 2023 hefur ekki verið formlega tekið fyrir í sveitarstjórn.
Byggðarráð Norðurþings - 477. fundur - 03.10.2024
Á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 1. október var eftirfarandi bókað:
"Skipulags- og framkvæmdaráð harmar að bréfi Gísla G. Hall lögmanns hafi ekki verið svarað með formlegum hætti. Þó er minnt á að í kjölfar bréfsins funduðu fulltrúar Norðurþings með lögmanninum. Í framhaldi af því var formuð tillaga að breytingu deiliskipulags svæðisins sem fólst í að færa götuna Stóragarð lengra frá Ásgarði en áðurgildandi deiliskipulag gerði ráð fyrir. Sú skipulagstillaga var grenndarkynnt hagsmunaaðilum og í kjölfarið samþykkt í sveitarstjórn 2. maí 2024.
Ráðið telur óhjákvæmilegt að halda áfram með framkvæmdir við götu í Ásgarðstúni svo núverandi skurður í götustæðinu lendi ekki ófrágenginn inn í veturinn. Samkvæmt erfðafestubréfi er sveitarfélaginu heimilt að leggja götu og lagnir um erfðafestulandið.
Ráðið tekur undir þau sjónarmið að ganga hefði þurft frá samningi áður en framkvæmdir hófust.
Ráðið vísar erindinu til byggðarráðs."
"Skipulags- og framkvæmdaráð harmar að bréfi Gísla G. Hall lögmanns hafi ekki verið svarað með formlegum hætti. Þó er minnt á að í kjölfar bréfsins funduðu fulltrúar Norðurþings með lögmanninum. Í framhaldi af því var formuð tillaga að breytingu deiliskipulags svæðisins sem fólst í að færa götuna Stóragarð lengra frá Ásgarði en áðurgildandi deiliskipulag gerði ráð fyrir. Sú skipulagstillaga var grenndarkynnt hagsmunaaðilum og í kjölfarið samþykkt í sveitarstjórn 2. maí 2024.
Ráðið telur óhjákvæmilegt að halda áfram með framkvæmdir við götu í Ásgarðstúni svo núverandi skurður í götustæðinu lendi ekki ófrágenginn inn í veturinn. Samkvæmt erfðafestubréfi er sveitarfélaginu heimilt að leggja götu og lagnir um erfðafestulandið.
Ráðið tekur undir þau sjónarmið að ganga hefði þurft frá samningi áður en framkvæmdir hófust.
Ráðið vísar erindinu til byggðarráðs."
Byggðarráð felur sveitarstjóra að eiga samtal við handhafa erfðafestubréfs Ásgarðstúns.
Ráðið telur óhjákvæmilegt að halda áfram með framkvæmdir við götu í Ásgarðstúni svo núverandi skurður í götustæðinu lendi ekki ófrágenginn inn í veturinn. Samkvæmt erfðafestubréfi er sveitarfélaginu heimilt að leggja götu og lagnir um erfðafestulandið.
Ráðið tekur undir þau sjónarmið að ganga hefði þurft frá samningi áður en framkvæmdir hófust.
Ráðið vísar erindinu til byggðarráðs.