Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2024
Málsnúmer 202411011Vakta málsnúmer
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sækir um 100.000 kr styrk frá Lista- og menningarsjóði Norðurþings til að semja tónlistina við söngleikinn um Kalmann Byggður á skáldsögunni um Kalmann eftir Joachim B. Schmidt. Áætlað er að setja söngleikinn upp í lýsistanki á Raufarhöfn, sem verið er að breyta í listatank og sýna hann þar í tvö eða þrjú skipti haustið 2026.
Fjölskylduráð samþykkir að styrkja Þorvald Bjarna Þorvaldsson um kr. 100.000,- með fyrirvara um samþykki fjárhagsáætlunar árið 2025.
2.Framtíð Bókasafnsins á Kópaskeri
Málsnúmer 202411018Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar framtíð bókasafnsins á Kópaskeri.
Fjölskylduráð samþykkir tillögu menningarfulltrúa um breytingar á opnunartíma bókasafnsins á Kópaskeri. Gert er ráð fyrir því að bókasafnið verði að jafnaði opið 7 klst. á viku og einn laugardag í mánuði í 4 klst.
3.Þjónustustefna Norðurþings
Málsnúmer 202305116Vakta málsnúmer
Á 148. fundi sveitarstjórnar Norðurþings var eftirfarandi bókað: Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa þjónustustefnu sveitarfélagsins til síðari umræðu. Eins er stefnunni vísað til byggðarráðs, fjölskylduráðs og skipulags- og framkvæmdaráðs til úrvinnslu.
Fjölskylduráð felur sviðsstjóra velferðarsviðs að uppfæra stefnuna m.t.t. yfirferðar fjölskylduráðs.
4.Áætlanir vegna ársins 2025- 2028
Málsnúmer 202406093Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um fjárhagsáætlun Norðurþings 2025.
Fjölskylduráð óskar eftir við byggðaráð að rammi fræðslusviðs verði hækkaður um 22.5 m.kr. meðal annars vegna lækkunar á tekjum og aukins rekstrarkostnaðar.
5.Aldarafmæli íþróttafélagsins Völsungs
Málsnúmer 202209071Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur minnisblað um kostnað við tillögur afmælisnefndar Völsungs vegna aldarafmæli félagsins.
Lagt fram til kynningar.
6.Samningur um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra
Málsnúmer 202410105Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til áframhaldandi umfjöllunar drög að samningi um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra, framhald frá síðasta fundi.
Ráðið heldur áfram umfjöllun sinni um samning um barnaverndarþjónustu Norðurlands Eystra á næstu fundum.
7.Velferðarnefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2024
Málsnúmer 202401013Vakta málsnúmer
Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar mál nr. 79, frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999 (réttur til sambúðar).
Málinu frestað til næsta fundar.
Fundi slitið - kl. 10:30.
Hafrún Olgeirsdóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir liðum 4-5.