Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
Undir lið nr.1, sátu fundinn frá Þekkingarneti Þingeyinga þau Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir og Stefán Pétur Sólveigarson.
1.Hraðið miðstöð nýsköpunar og þekkingar, samtal um áframhaldandi samstarf
Málsnúmer 202409027Vakta málsnúmer
Á fund byggðarráðs koma fulltrúar frá Hraðinu til að ræða áframhaldandi aðkomu sveitarfélagsins að rekstri FabLab Húsavík.
Byggðarráð þakkar Lilju Berglindi Rögnvaldsdóttur og Stefáni Pétri Sólveigarsyni og fyrir komuna á fundinn og greinargóða kynningu á starfsemi FabLab Húsavík. Ráðið felur sveitarstjóra að uppfæra samningsdrög og leggja fyrir ráðið að nýju.
2.Hálfsársuppgjör Norðurþings
Málsnúmer 202409011Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur hálfsársuppgjör sveitarfélagsins Norðurþings.
Fyrir liggur 6 mánaða uppgjör Norðurþings vegna ársins 2024 og var það kynnt byggðarráði þann 12. september 2024.
Árshlutareikningurinn fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2024 er óendurskoðaður og ókannaður.
Árshlutareikningurinn sýnir að fjárhagsstaða Norðurþings byggir á traustum grunni en óhagstætt verðbólguumhverfi og töluverð hækkun lífeyrisskuldbindinga litar niðurstöðuna.
Halli af rekstri A hluta á tímabilinu nam 94,3 milljónum króna á móti 229,5 milljón króna halla á sama tíma í fyrra, en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 60,3 milljóna króna rekstrarafgangi.
Halli af rekstri samstæðunnar nam 131,5 m.kr á móti 376,3 milljón króna halla á sama tíma í fyrra, en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 10,8 milljóna króna halla.
Veltufé frá rekstri A hluta nemur 161,3 milljónum króna og veltufé frá rekstri samstæðunnar í heild nemur 262,3 milljónum króna eða um 8,7% af tekjum.
Handbært fé A hluta er 1.071 milljónir króna og handbært fé samstæðunnar í heild nemur 1.653 milljónum króna í lok tímabils.
Heildareignir samstæðunnar nema í lok tímabilsins 11.558 milljónum króna og eigið fé samstæðunnar nemur 3.379 milljónum króna.
Árshlutareikningurinn fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2024 er óendurskoðaður og ókannaður.
Árshlutareikningurinn sýnir að fjárhagsstaða Norðurþings byggir á traustum grunni en óhagstætt verðbólguumhverfi og töluverð hækkun lífeyrisskuldbindinga litar niðurstöðuna.
Halli af rekstri A hluta á tímabilinu nam 94,3 milljónum króna á móti 229,5 milljón króna halla á sama tíma í fyrra, en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 60,3 milljóna króna rekstrarafgangi.
Halli af rekstri samstæðunnar nam 131,5 m.kr á móti 376,3 milljón króna halla á sama tíma í fyrra, en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 10,8 milljóna króna halla.
Veltufé frá rekstri A hluta nemur 161,3 milljónum króna og veltufé frá rekstri samstæðunnar í heild nemur 262,3 milljónum króna eða um 8,7% af tekjum.
Handbært fé A hluta er 1.071 milljónir króna og handbært fé samstæðunnar í heild nemur 1.653 milljónum króna í lok tímabils.
Heildareignir samstæðunnar nema í lok tímabilsins 11.558 milljónum króna og eigið fé samstæðunnar nemur 3.379 milljónum króna.
3.Áætlanir vegna ársins 2025- 2028
Málsnúmer 202406093Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja gögn frá fjármálastjóra um forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2025-2028 ásamt tillögum að gjaldskrár breytingum vegna næsta árs.
Á næsta fundi ráðsins verður farið yfir drög að fjárhagsrömmum sviða og stofnana Norðurþings vegna ársins 2025. Stefnt er á að úthluta römmum til sviða og stofnana á fundi ráðsins þann 3.október nk.
4.Krafa um ógildingu ákvarðana um framkvæmdaleyfi og stöðvun framkvæmda í landi Þverár
Málsnúmer 202408066Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur greinargerð frá lögmanni sveitarfélagsins vegna athugasemda vegna kæru á ákvörðun Norðurþings um útgáfu á framkvæmdaleyfum vegna skógræktar í landi Þverár og Saltvíkur.
Lagt fram til kynningar.
5.Ósk um tímabundið áfengisleyfi fyrir Þekkingarnet Þingeyinga vegna Hönnunarþings 2024
Málsnúmer 202409007Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur umsagnarbeiðni vegna tímabundis áfengisleyfis.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.
6.Boð á haustþing SSNE 2024
Málsnúmer 202409018Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur boð á haustþing SSNE sem haldið verður föstudaginn 4. október nk.
Lagt fram til kynningar.
7.RECET verkefnið; aðgerðaráætlun fyrir orkuskipti á NE
Málsnúmer 202409029Vakta málsnúmer
Frá Eimi og SSNE liggur boð um að taka þátt í RECET verkerfninu sem snýst um að efla getu sveitarfélaganna til að takast á við orkuskipti í dreifðum byggðum.
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti áframhaldandi samstarf með fyrirvara um kostnað sem liggur ekki fyrir á þessum tímapunkti.
8.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2024
Málsnúmer 202401094Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga nr. 74 frá 16.ágúst sl.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:15.