Fara í efni

Samkomulag um þjónustu vegna farsældar barna

Málsnúmer 202407034

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 190. fundur - 09.07.2024

Fyrir fjölskylduráði liggur samkomulag milli Norðurþings og Þingeyjarsveitar um þjónustu vegna farsældar barna.

Gildistími þessa samkomulags er frá 01.07.2024 til ársloka 2024 nánar tiltekið 31. desember 2024 þannig að ekki verður rof á veittri þjónustu. Sveitarfélögin munu nota þann tíma til að leita leiða til að koma á lengri samningi sem tekur mið af þeim samningum sem verið er að gera víða um land.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 470. fundur - 11.07.2024

Fyrir byggðarráði liggur til staðfestingar samkomulag milli Norðurþings og Þingeyjarsveitar um þjónustu vegna farsældar barna.

Gildistími þessa samkomulags er frá 01.07.2024 til ársloka 2024 nánar tiltekið 31. desember 2024 þannig að ekki verður rof á veittri þjónustu. Sveitarfélögin munu nota þann tíma til að leita leiða til að koma á lengri samningi sem tekur mið af þeim samningum sem verið er að gera víða um land.
Byggðarráð samþykkir, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, samkomulag milli Norðurþings og Þingeyjarsveitar um þjónustu vegna farsældar barna.

Fjölskylduráð - 200. fundur - 05.11.2024

Fyrir fjölskylduráði liggur ósk frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs Þingeyjarsveitar um framlengingu á samkomulagi á milli sveitarfélaganna um þjónustu vegna farsældar barna, a.m.k. til árs, en helst til loka næsta skólaárs, þ.e. til 30. júní 2026. Núverandi samningur rennur út um áramót.
Fjölskylduráð samþykkir framlengingu samkomulags til loka næsta skólaárs. Ráðið óskar eftir því að viðræður um samkomulag um þjónustu vegna farsældar barna hefjist ekki seinna en í janúar 2026 með það að markmiði að ljúka þeim áður en skólaárinu 2025-2026 er lokið. Félagsmálastjóra falið að ganga frá samkomulaginu og vísar því til samþykktar í sveitarstjórn.