Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

470. fundur 11. júlí 2024 kl. 08:30 - 10:00 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Áki Hauksson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Ágúst Torfi Hauksson framkvæmdastjóri Kjarnafæðis Norðlenska hf. sat fundinn undir lið 1.

1.Breyting á eignarhaldi Kjarnafæði Norðlenska hf.

Málsnúmer 202407051Vakta málsnúmer

Á fund byggðarráðs kom Ágúst Torfi Hauksson framkvæmdastjóri Kjarnafæðis Norðlenska hf.
Byggðarráð þakkar Ágústi Torfa framkvæmdastjóra Kjarnafæðis Norðlenska hf. fyrir komuna á fundinn og greinargóða kynningu á stöðunni.

2.Sértækur byggðakvóti

Málsnúmer 202307050Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar svar stjórnar Byggðastofnunar við ósk byggðarráðs Norðurþings frá 2023 um aukinn byggðakvóta til Raufarhafnar.

Auknum byggðakvóta í samræmi við erindi Norðurþings til stjórnar dagsett 16. ágúst 2023, er ekki til að dreifa.
Lagt fram til kynningar.

3.Leiðrétting á áætlun Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna fasteignaskatts 2024

Málsnúmer 202407037Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar leiðrétt áætlun Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna fasteignaskatts 2024.
Lagt fram til kynningar.

4.Heimild sveitarstjóra til afgreiðslu umsagna vegna tækifærisleyfa ásamt umsóknum um flugeldasýningum og brennum í tengslum við Mærudaga á Húsavík

Málsnúmer 202407036Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að veita sveitarstjóra heimild til afgreiðslu leyfa í tengslum við Mærudaga 2024.
Byggðarráð samþykkir að heimila sveitarstjóra afgreiðslu leyfa í tengslum við Mærudaga 2024 og leggja þau fyrir næsta fund ráðsins til staðfestingar.

5.Minnisblað vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða

Málsnúmer 202407038Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða.
Lagt fram til kynningar.

6.Söluheimild eigna 2024

Málsnúmer 202406083Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að taka frekari umræðu um sölu eigna í eigu sveitarfélagsins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir í hverfisráðum sveitarfélagsins þar sem það á við og leggja fyrir ráðið að nýju.

7.Orkusetur auglýsir styrki til kaupa á sólarsellum

Málsnúmer 202407048Vakta málsnúmer

Orkusetur Orkustofnunar auglýsir nú styrki til kaupa á sólarsellum. Bæði fyrirtæki og einstaklingar geta sótt um þessa styrki sem nema aldrei meira en 50% af efniskostnaði.

Opið er fyrir umsóknir til 1. ágúst 2024.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að sækja um styrki vegna eigna sveitarfélagsins sem nýta raforku til kyndingar.

8.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202401094Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga fundur nr. 73 haldinn þann 21 júní sl.
Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir stjórnar MMÞ

Málsnúmer 202211106Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir stjórnar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga frá 30. maí og fundargerð aðalfundar Menningarmiðstöðvarinnar frá 30. maí 2024.
Lagt fram til kynningar.

10.Sigríður Kr. Benjamínsdóttir fh. dánarbús Einars Ófeigs Magnússonar, óskar hér með eftir stofnun tveggja lóða úr jörðinni Víðinesi

Málsnúmer 202407044Vakta málsnúmer

Á 193. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 09.07.2024, var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að stofnun lóðanna og nöfn þeirra verði samþykkt.
Byggðarráð samþykkir, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, stofnun lóðanna og nöfn þeirra.

11.Samkomulag um þjónustu vegna farsældar barna

Málsnúmer 202407034Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til staðfestingar samkomulag milli Norðurþings og Þingeyjarsveitar um þjónustu vegna farsældar barna.

Gildistími þessa samkomulags er frá 01.07.2024 til ársloka 2024 nánar tiltekið 31. desember 2024 þannig að ekki verður rof á veittri þjónustu. Sveitarfélögin munu nota þann tíma til að leita leiða til að koma á lengri samningi sem tekur mið af þeim samningum sem verið er að gera víða um land.
Byggðarráð samþykkir, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, samkomulag milli Norðurþings og Þingeyjarsveitar um þjónustu vegna farsældar barna.

12.Fjölskylduráð - 190

Málsnúmer 2406007FVakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 190. fundar fjölskylduráðs frá 9. júlí sl.
Lagt fram til kynningar.

13.Skipulags- og framkvæmdaráð - 193

Málsnúmer 2407001FVakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 193. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs frá 9. júlí sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.