Sigríður Kr Benjamínsdóttir fh.dánarbús Einars Ófeigs Magnússonar, óskar hér með eftir stofnun tveggja lóðu úr jörðinni Víðinesi
Málsnúmer 202407044
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 193. fundur - 09.07.2024
Sigríður Kr. Benjamínsdóttir, f.h. dánarbús Einars Ófeigs Magnússonar, óskar eftir samþykki Norðurþings fyrir stofnun tveggja lóða úr jörðinni Víðinesi. Lóðirnar fái heitin Víðines 1 og Víðines 2. Víðnes 1 er 575 m² að flatarmáli undir fyrirliggjandi íbúðarhúsi og Víðines 2 er 323 m² undir fyrirliggjandi frístundahúsi. Fyrir liggur merkjalýsing fyrir lóðirnar sem unnin er af Hermanni Herbertssyni merkjalýsanda hjá Faglausn.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að stofnun lóðanna og nöfn þeirra verði samþykkt.
Byggðarráð Norðurþings - 470. fundur - 11.07.2024
Á 193. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 09.07.2024, var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að stofnun lóðanna og nöfn þeirra verði samþykkt.
Byggðarráð samþykkir, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, stofnun lóðanna og nöfn þeirra.