Fara í efni

Sértækur byggðakvóti

Málsnúmer 202307050

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 436. fundur - 13.07.2023

Fyrir byggðarráði liggur tillaga frá Hjálmari Boga Hafliðasyni um aukin sértækan byggðakvóta til Raufarhafnar.
Byggðarráð samþykkir tillögu Hjálmars Boga um aukin sértækan byggðakvóta til Raufarhafnar enda hefur hann dregist saman í sama hlutfalli og aflamark í þorski eða um 24,9% á síðustu fjórum árum.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir við Byggðastofnun.

Byggðarráð Norðurþings - 470. fundur - 11.07.2024

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar svar stjórnar Byggðastofnunar við ósk byggðarráðs Norðurþings frá 2023 um aukinn byggðakvóta til Raufarhafnar.

Auknum byggðakvóta í samræmi við erindi Norðurþings til stjórnar dagsett 16. ágúst 2023, er ekki til að dreifa.
Lagt fram til kynningar.