Velferð og umferðaröryggi barna
Málsnúmer 202206011
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 119. fundur - 07.06.2022
Barnavernd Þineygina og Lögreglan á Norðurlandi eystra fer þess á leit við fjölskylduráð að farið verði í aðgerðir til að tryggja eins og hægt er umferðaröryggi barna við gatnamót Baughóls og Fossvalla. Ítrekað hafa orðið atvik með mikilli slysahættu á þessu svæði, því er þess farið á leit að loka þeim gatnamótum og að brekkan verði því gerð að einstefnu til að draga sem mest úr umferð á því svæði.
Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti og óskar eftir við skipulags og framkvæmdarráð að neðsti hluti Baughóls verði gerður að botnlanga og lokaður á mörkum Fossvalla og Baughóls.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 127. fundur - 14.06.2022
Á 119. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti og óskar eftir við skipulags og framkvæmdarráð að neðsti hluti Baughóls verði gerður að botnlanga og lokaður á mörkum Fossvalla og Baughóls.
Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti og óskar eftir við skipulags og framkvæmdarráð að neðsti hluti Baughóls verði gerður að botnlanga og lokaður á mörkum Fossvalla og Baughóls.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar afgreiðslu erindisins til næsta fundar.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 131. fundur - 23.08.2022
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði eru til kynningar teikningar að fyrirhugaðri breytingu á umferð um Baughól.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að áætla kostnað á báðum útfærslum, afla umsagnar lögreglu og leggja fyrir ráðið að nýju.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 132. fundur - 30.08.2022
Til kynningar er kostnaðaráætlun fyrir breytingar á Baughól.
Ísak Már Aðalsteinsson leggur fyrir eftirfarandi breytingartillögu: Fyrir hönd S-listans leggur undirritaður fram tillögu um að götunni verði ekki breytt í einstefnu líkt og upphaflega tillaga segir til um. Í staðinn fyrir einstefnu er lagt til að gatan verði opin í báðar áttir, en við gatnamót Baughóls og Fossvalla verði komið fyrir upphækkaðri einbreiðri gönguþverun. Á þann hátt er hægt að tryggja að ekki myndist hætta vegna umferðarhraða á gatnamótum. Með nýrri tillögu er umferðaþungi á gatnamótum Fossvalla og Garðarsbrautar einnig minnkaður. Kostnaður við nýju tillöguna verði bæði minni og áhrifaríkari en sú leið sem upphaflega er lagt upp með að fara.
Aldey samþykkir breytingatillöguna. Soffía, Áki, Eysteinn og Kristján Friðrik eru á móti breytingatillögunni.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs samþykkir að farið verði í breytingar á götunni samkvæmt meðfylgjandi teikningu T1 og að kostnaður við framkvæmdina fara af framkvæmdafé ársins 2022.
Ísak óskar bókað: Fyrir hönd S-listans leggst undirritaður gegn breytingu neðsta hluta Baughóls í þá einstefnugötu sem verið er að samþykkja. Við teljum niðurstöðuna ekki leysa þann vanda sem óskað var eftir að leysa og einungis til þess fallið að auka umferðarþunga á gatnamótum Fossvalla og Garðarsbrautar, við Búrfell. Að mati S-listans hefði verið nær að þrengja gatnamót Baughóls og Fossvalla með öruggri gönguþverun fyrir vegfarendur og með akstursstefnu í báðar áttir.
Aldey tekur undir bókun Ísaks.
Aldey samþykkir breytingatillöguna. Soffía, Áki, Eysteinn og Kristján Friðrik eru á móti breytingatillögunni.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs samþykkir að farið verði í breytingar á götunni samkvæmt meðfylgjandi teikningu T1 og að kostnaður við framkvæmdina fara af framkvæmdafé ársins 2022.
Ísak óskar bókað: Fyrir hönd S-listans leggst undirritaður gegn breytingu neðsta hluta Baughóls í þá einstefnugötu sem verið er að samþykkja. Við teljum niðurstöðuna ekki leysa þann vanda sem óskað var eftir að leysa og einungis til þess fallið að auka umferðarþunga á gatnamótum Fossvalla og Garðarsbrautar, við Búrfell. Að mati S-listans hefði verið nær að þrengja gatnamót Baughóls og Fossvalla með öruggri gönguþverun fyrir vegfarendur og með akstursstefnu í báðar áttir.
Aldey tekur undir bókun Ísaks.