Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

131. fundur 23. ágúst 2022 kl. 13:00 - 14:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Soffía Gísladóttir formaður
  • Kristinn Jóhann Lund aðalmaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Birkir Freyr Stefánsson varamaður
    Aðalmaður: Áki Hauksson
  • Kolbrún Heiða Valbergsdóttir varaformaður
  • Ísak Már Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Jónas Hreiðar Einarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri sat fundinn undir liðum 1-7.

1.Velferð og umferðaröryggi barna

Málsnúmer 202206011Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði eru til kynningar teikningar að fyrirhugaðri breytingu á umferð um Baughól.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að áætla kostnað á báðum útfærslum, afla umsagnar lögreglu og leggja fyrir ráðið að nýju.

2.Beiðni um sérstakt leyfi til hundahalds

Málsnúmer 202208020Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur beiðni um undanþágu frá samþykktum Norðurþings um hunda- og kattahald í Norðurþingi.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur sér ekki fært að veita umbeðna undanþágu frá samþykktum sveitarfélagsins um hunda- og kattahald í Norðurþingi.

3.Endurskoðun samþykkta Norðurþings 2021

Málsnúmer 202102059Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að viðaukum við samþykktir Norðurþings um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins sem áður voru til umfjöllunar ráðsins á fundi 9. ágúst s.l.

Ekki hafa komið fram athugasemdir frá sviðsstjórum vegna skilgreindra valdheimilda.
Skipulags- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi drög.

4.Heildarendurskoðun aðalskipulags Norðurþings

Málsnúmer 202208049Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 18. ágúst s.l. að fela skipulags- og framkvæmdaráði að hefja vinnu við heildarendurskoðun aðalskipulags Norðurþings.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja undirbúning að vinnu endurskoðunar aðalskipulags.

5.Breyting deiliskipulags á Höfða

Málsnúmer 202208064Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að breytingu deiliskipulags á Höfða sem skipulags- og framkvæmdaráð óskað eftir að unnin væri í tilefni erindis frá Víkurraf ehf. Breyting felst í að lóðinni að Höfða 8 er skipt upp í tvær sjálfstæðar lóðir Höfða 8a og Höfða 8b.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur fyrirliggjandi tillögu til samræmis við umræður á fundi ráðsins 9. ágúst s.l.

6.Breyting á deiliskipulagi íbúðarsvæðis Í5

Málsnúmer 202206024Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frumhugmynd skipulagsráðgjafa að breytingu deiliskipulags íbúðarsvæðis Í5 sbr. hugmyndir sem fram hafa komið á fundum ráðsins undanfarna mánuði.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á skipulagstillögunni fyrir næstu umfjöllun ráðsins:
1. Leiðrétta mynd af gildandi deiliskipulagi.
2. Skoða þörf fyrir spennistöð við Ásgarð sem tekin var út í tillögunni.
3. Gera ráð fyrir byggingarlóð þar sem teiknað er leiksvæði.
4. Fella út mænisstefnupílur á lóðum Stóragarðs 16 & 18 og fjalla í greinargerð um frjálst þakform húsa.
5. Auka nýtingarhlutfall lóða nr. 16-22 við Stóragarð í 0,8.
6. Endurskoða ákvæði greinargerðar um lóðir að Ásgarðsvegi 29-33.
7. Setja í greinargerð heimild til að byggja 4-6 íbúða raðhús á lóðinni að Ásgarðsvegi 28 og 5-7 íbúða raðhús á lóðinni að Ásgarðsvegi 30. Gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir fjórum íbúðum að Ásgarðsvegi 28 og fimm íbúðum að Ásgarðsvegi 30.

7.Ósk um heimild til að breyta deiliskipulagi fyrir fiskeldisstöðina Röndina á Kópaskeri

Málsnúmer 202208025Vakta málsnúmer

Landslag ehf, f.h. Rifóss hf, óskar heimildar til að vinna tillögu að breytingu deiliskipulags fyrir fiskeldistöð fyrirtækisins á Röndinni á Kópaskeri. Skipulagsbreyting snýr f.o.f. að stækkuðu svæði til vatnstöku og breyttum heimildum til magns vatnstökunnar. Fyrir liggur álit Skipulagsstofnunar, dags. 11. júlí 2022, vegna umhverfismatsskýrslu framkvæmdaaðila. Í áliti sínu bendir Skipulagsstofnun sérstaklega á óvissu varðandi áhrif dælingar/vatnstöku á grunnvatnsstöðu á svæðinu. Stofnunin leggur því áherslu á mikilvægi vöktunar á grunnvatnshæð og að skýrar áætlanir verði um viðbrögð framkvæmdaaðila sýni vöktun fram á að vatnstaka fyrir starfsemina hafi neikvæð áhrif á grunnvatn og stöðu yfirborðsvatns á svæðinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar framkvæmdaaðila að gera tillögu að breytingu deiliskipulags fiskeldis á Röndinni. Ný skipulagstillaga taki tillit til þeirra sjónarmiða sem fram koma í áliti Skipulagsstofnunar frá 11. júlí 2022.

8.Ósk um samþykki fyrir stofnun tveggja lóða út úr Krossdal

Málsnúmer 202208028Vakta málsnúmer

Þórarinn Sveinsson, f.h. eigenda Krossdals og Árdals , óskar eftir samþykki Norðurþings fyrir stofnun tveggja lóða, Krossdals 1 og Krossdals 2, út úr sameiginlegu landi jarðanna. Lóðirnar eru stofnaðar utan um íbúðarhús Krossdals. Krossdalur 1 er16.928 m² að flatarmáli en lóð Krossdals 2 er 15.106 m² að flatarmáli. Lóðunum verði skipt út úr jörðunum. Fyrir liggur hnitsett lóðarblað beggja lóða unnið af Salbjörgu Matthíasdóttur.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðanna tveggja verði samþykkt.

9.Ósk um leyfi fyrir bílastæði að Laugarbrekku 14

Málsnúmer 202208030Vakta málsnúmer

Lóðarhafi að Laugarbrekku 14 óskar heimildar til að gera nýtt bílastæði að Laugarbrekku 14. Fyrir liggja teikningar af fyrirhugaðri framkvæmd.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar að gert verði bílastæði að Laugarbrekku 14 og að framkvæmd á niðurtekt gangstéttar verði unnin í samráði við framkvæmda- og þjónustufulltrúa.

Fundi slitið - kl. 14:45.