Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
1.Hverfisráð Raufarhafnar 2021 - 2023
Málsnúmer 202111163Vakta málsnúmer
Á 415. fundi byggðarráðs 15.12.2022 var eftirfarandi bókað: Byggðarráð vísar lið 1 í fundargerð Hverfisráðs til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
1. Framkvæmdaáætlun 2023.
Hverfisráð óskar eftir kynningu á framkvæmdaáætlun 2023 sem og þriggja ára áætlun yfir þá
liði sem tengjast Raufarhöfn.
1. Framkvæmdaáætlun 2023.
Hverfisráð óskar eftir kynningu á framkvæmdaáætlun 2023 sem og þriggja ára áætlun yfir þá
liði sem tengjast Raufarhöfn.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að svara erindinu.
2.Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við skólahúsið í Lundi
Málsnúmer 202212057Vakta málsnúmer
Norðurþing óskar eftir byggingarleyfi fyrir 19,3 m² viðbyggingu við skólahúsið í Lundi. Um er að ræða timburhús, klætt með bárustáli. Uppdrættir eru unnir af Verkís.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir viðbyggingunni.
3.Deiliskipulag Fiskeldið Haukamýri
Málsnúmer 202202058Vakta málsnúmer
Nú er lokið kynningu deiliskipulagstillögu að fiskeldi í Haukamýri við Húsavík. Umsagnir bárust frá 1. Náttúrufræðistofnun, 2. Umhverfisstofnun, 3. Samgöngustofu, 4. Vegagerðinni, 5. Fiskistofu og 6. Minjastofnun. Samgöngustofa, Vegagerðin, Fiskistofa og Minjastofnun gera ekki athugasemdir við skipulagstillöguna.
1.1. Náttúrufræðistofnun ítrekar að áskorun fiskeldis muni vera vegna frárennslis- og úrgangsmála en telur jákvætt að kröfur séu gerðar til vöktunar þar að lútandi, eins og nánar er skilgreint í greinargerð.
1.2. Náttúrufræðistofnun telur æskilegt að gerðar séu athuganir á gróðurfari og fuglalífi í tengslum við áframhaldandi vinnu deiliskipulags.
2.1. Umhverfisstofnun bendir á að gera þarf grein fyrir hvar frárennslislögn liggur. Ennfremur skuli sýna núverandi og fyrirhuguð mannvirki á uppdrættinum.
2.2. Gera þarf grein fyrir brú yfir Haukamýrarlækinn á skipulagsuppdrætti.
2.3. Umhverfisstofnun bendir á að skv. skipulaginu sé horft til þess að raska vistgerðum með hátt verndargildi við aukið umfang fiskeldisins austan Haukamýrarlækjar. Umhverfisstofnun telur mikilvægt að raska sem minnst þeim vistgerðum og bendir á að mögulegt sé að afmarka byggingarreiti í samræmi við verndargildi vistgerða.
2.4. Umhverfisstofnun bendir á að ef ómögulegt reynist að uppfylla ákvæði 2. mgr. 9. gr. reglugerðar nr. 789/1999 um fráveitur og skólp, þá sé heimilt að leggja til aðrar lausnir sem heilbrigðisnefnd metur fullnægjandi.
2.5. Að mati Umhverfisstofnunar getur aukin hreinsun fráveitu minnkað þann fjölda fugla sem sækir í æti við útrás.
2.6. Umhverfisstofnun bendir á að fyrsta vatnaáætlun Íslands var staðfesti í apríl 2022 og er markmið að vernda allt vatn og vistkerfi þess. Öll vatnshlot eiga að halda umhverfismarkmiðum sínum og ástand þeirra má ekki rýrna. Stofnunin telur mikilvægt að fjalla um vatnshlotið í skipulagstillögunni og hvernig hún samræmist ákvæðum laga um stjórn vatnamála.
2.7. Umhverfisstofnun telur að gera þurfi grein fyrir hvað gert verður við lífrænan úrgang frá fiskeldinu. Stofnunin bendir jafnframt á að efni síað úr frárennsli fiskeldis innihaldi umtalsvert köfnunarefni og fosfór og sé því hentugt til endurnýtingar.
1.1. Náttúrufræðistofnun ítrekar að áskorun fiskeldis muni vera vegna frárennslis- og úrgangsmála en telur jákvætt að kröfur séu gerðar til vöktunar þar að lútandi, eins og nánar er skilgreint í greinargerð.
1.2. Náttúrufræðistofnun telur æskilegt að gerðar séu athuganir á gróðurfari og fuglalífi í tengslum við áframhaldandi vinnu deiliskipulags.
2.1. Umhverfisstofnun bendir á að gera þarf grein fyrir hvar frárennslislögn liggur. Ennfremur skuli sýna núverandi og fyrirhuguð mannvirki á uppdrættinum.
2.2. Gera þarf grein fyrir brú yfir Haukamýrarlækinn á skipulagsuppdrætti.
2.3. Umhverfisstofnun bendir á að skv. skipulaginu sé horft til þess að raska vistgerðum með hátt verndargildi við aukið umfang fiskeldisins austan Haukamýrarlækjar. Umhverfisstofnun telur mikilvægt að raska sem minnst þeim vistgerðum og bendir á að mögulegt sé að afmarka byggingarreiti í samræmi við verndargildi vistgerða.
2.4. Umhverfisstofnun bendir á að ef ómögulegt reynist að uppfylla ákvæði 2. mgr. 9. gr. reglugerðar nr. 789/1999 um fráveitur og skólp, þá sé heimilt að leggja til aðrar lausnir sem heilbrigðisnefnd metur fullnægjandi.
2.5. Að mati Umhverfisstofnunar getur aukin hreinsun fráveitu minnkað þann fjölda fugla sem sækir í æti við útrás.
2.6. Umhverfisstofnun bendir á að fyrsta vatnaáætlun Íslands var staðfesti í apríl 2022 og er markmið að vernda allt vatn og vistkerfi þess. Öll vatnshlot eiga að halda umhverfismarkmiðum sínum og ástand þeirra má ekki rýrna. Stofnunin telur mikilvægt að fjalla um vatnshlotið í skipulagstillögunni og hvernig hún samræmist ákvæðum laga um stjórn vatnamála.
2.7. Umhverfisstofnun telur að gera þurfi grein fyrir hvað gert verður við lífrænan úrgang frá fiskeldinu. Stofnunin bendir jafnframt á að efni síað úr frárennsli fiskeldis innihaldi umtalsvert köfnunarefni og fosfór og sé því hentugt til endurnýtingar.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fram komnar athugasemdir og ábendingar.
1.1. Ráðið tekur undir sjónarmið um að megináskorun við rekstur fiskeldisstöðvar á þessum stað felist í frárennslismálum. Fiskeldi hefur verið rekið á þessum stað um áratugaskeið án þess að verulegar athugasemdir hafi verið gerðar við fráveitu. Þó liggur fyrir að talsvert af máfum af algengum tegundum hefur sótt í frárennslið. Þar eru einkum áberandi silfurmáfar, bjartmáfar, hettumáfar og svartbakar. Ráðið telur að fyrirhuguð hreinsun á fráveituvatni muni að líkindum draga úr mengun fráveitunnar þrátt fyrir umtalsverða aukningu í framleiðslu. Sérstaklega telur ráðið að síun fráveituvatnsins muni draga úr næringu fyrir máfa í frárennsli stöðvarinnar.
1.2. Fyrirliggjandi skipulagstillaga gerir ráð fyrir að 0,5-1 ha af röskuðu raklendi á NA-hluta skipulagssvæðisins verði spillt við fyrirhugaða uppbyggingu. Þrátt fyrir fyrri röskun er það svæði vel gróið náttúrulegum gróðri, að mestu rakt/blautt graslendi ríkt af víði. Flatarmál svæðisins er vel innan viðmiðunarmarka vegna sérstakrar verndar skv. staflið a í 61. gr. náttúruverndarlaga (2 ha). Fuglalíf svæðisins er ágætlega þekkt, en það einkennist af algengum tegundum á landsvísu eins og skógarþröstum, þúfutittlingum og hrossagaukum og þar engar fágætar tegundir að finna. Svæðið hefur til skamms tíma verið skilgreint sem iðnaðarsvæði og er umkringt þessháttar starfsemi sem rýrir verndargildi þess. Ráðið tekur ekki undir sjónarmið um að þörf sé frekari rannsókna á lífríki svæðisins vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar.
2.1. Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að gera tillögu að legu stofnlagna fráveitu á skipulagsuppdrátt og umfjöllun í greinargerð. Ennfremur verði núverandi mannvirki færð inn á skipulagsuppdrátt með skýrum hætti. Ráðið telur að ágætlega sé gerð grein fyrir fyrirhugaðri uppbyggingu í greinargerð deiliskipulagstillögunnar.
2.2. Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera tillögu að umfjöllun um þverun Haukamýrarlækjar á uppdrætti og í greinargerð.
2.3. Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir sjónarmið um að forðast beri óþarfa röskun þeirra svæða sem gróin eru náttúrulegum raklendisgróðri. Á hinn bóginn telur ráðið ekki tilefni til að undanskilja þennan hluta iðnaðarsvæðisins alfarið við uppbyggingu. Ráðið felst því á að bæta setningu í kafla 4.5. í greinargerð "Við hönnun mannvirkja á byggingarreit D sem og framkvæmdir á reitnum verði horft til þess að varðveita sem mest staðargróður og forðast allt óþarfa rask".
2.4. Skipulags- og framkvæmdaráð telur að óraunhæft sé að leggja fráveitu frá fiskeldinu með lögn út í sjó. Svæðið er brimasamt og verulegt rask myndi fylgja uppbyggingu fullnægjandi mannvirkja í sjó. Því er það vilji ráðsins að leitað verði annara lausna á fráveitu sem heilbrigðisnefnd telur fullnægjandi.
2.5. Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir sjónarmið um að aukin hreinsun fráveitu sé líkleg til að draga úr ásókn máfa í fráveitu frá fyrirtækinu.
2.6. Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að gera tillögu að umfjöllun um vatnshlot í greinargerð.
2.7. Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að gera tillögu að umfjöllun um lífrænan úrgang frá fiskeldinu í greinargerð. Horft verði til nýtingar úrgangsins til landgræðslu.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að gera tillögu að ofangreindum breytingum skipulagstillögunnar og leggja fyrir ráðið að nýju í janúar 2023.
1.1. Ráðið tekur undir sjónarmið um að megináskorun við rekstur fiskeldisstöðvar á þessum stað felist í frárennslismálum. Fiskeldi hefur verið rekið á þessum stað um áratugaskeið án þess að verulegar athugasemdir hafi verið gerðar við fráveitu. Þó liggur fyrir að talsvert af máfum af algengum tegundum hefur sótt í frárennslið. Þar eru einkum áberandi silfurmáfar, bjartmáfar, hettumáfar og svartbakar. Ráðið telur að fyrirhuguð hreinsun á fráveituvatni muni að líkindum draga úr mengun fráveitunnar þrátt fyrir umtalsverða aukningu í framleiðslu. Sérstaklega telur ráðið að síun fráveituvatnsins muni draga úr næringu fyrir máfa í frárennsli stöðvarinnar.
1.2. Fyrirliggjandi skipulagstillaga gerir ráð fyrir að 0,5-1 ha af röskuðu raklendi á NA-hluta skipulagssvæðisins verði spillt við fyrirhugaða uppbyggingu. Þrátt fyrir fyrri röskun er það svæði vel gróið náttúrulegum gróðri, að mestu rakt/blautt graslendi ríkt af víði. Flatarmál svæðisins er vel innan viðmiðunarmarka vegna sérstakrar verndar skv. staflið a í 61. gr. náttúruverndarlaga (2 ha). Fuglalíf svæðisins er ágætlega þekkt, en það einkennist af algengum tegundum á landsvísu eins og skógarþröstum, þúfutittlingum og hrossagaukum og þar engar fágætar tegundir að finna. Svæðið hefur til skamms tíma verið skilgreint sem iðnaðarsvæði og er umkringt þessháttar starfsemi sem rýrir verndargildi þess. Ráðið tekur ekki undir sjónarmið um að þörf sé frekari rannsókna á lífríki svæðisins vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar.
2.1. Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að gera tillögu að legu stofnlagna fráveitu á skipulagsuppdrátt og umfjöllun í greinargerð. Ennfremur verði núverandi mannvirki færð inn á skipulagsuppdrátt með skýrum hætti. Ráðið telur að ágætlega sé gerð grein fyrir fyrirhugaðri uppbyggingu í greinargerð deiliskipulagstillögunnar.
2.2. Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera tillögu að umfjöllun um þverun Haukamýrarlækjar á uppdrætti og í greinargerð.
2.3. Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir sjónarmið um að forðast beri óþarfa röskun þeirra svæða sem gróin eru náttúrulegum raklendisgróðri. Á hinn bóginn telur ráðið ekki tilefni til að undanskilja þennan hluta iðnaðarsvæðisins alfarið við uppbyggingu. Ráðið felst því á að bæta setningu í kafla 4.5. í greinargerð "Við hönnun mannvirkja á byggingarreit D sem og framkvæmdir á reitnum verði horft til þess að varðveita sem mest staðargróður og forðast allt óþarfa rask".
2.4. Skipulags- og framkvæmdaráð telur að óraunhæft sé að leggja fráveitu frá fiskeldinu með lögn út í sjó. Svæðið er brimasamt og verulegt rask myndi fylgja uppbyggingu fullnægjandi mannvirkja í sjó. Því er það vilji ráðsins að leitað verði annara lausna á fráveitu sem heilbrigðisnefnd telur fullnægjandi.
2.5. Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir sjónarmið um að aukin hreinsun fráveitu sé líkleg til að draga úr ásókn máfa í fráveitu frá fyrirtækinu.
2.6. Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að gera tillögu að umfjöllun um vatnshlot í greinargerð.
2.7. Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að gera tillögu að umfjöllun um lífrænan úrgang frá fiskeldinu í greinargerð. Horft verði til nýtingar úrgangsins til landgræðslu.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að gera tillögu að ofangreindum breytingum skipulagstillögunnar og leggja fyrir ráðið að nýju í janúar 2023.
4.Deiliskipulag skólasvæðis á Húsavík
Málsnúmer 202208065Vakta málsnúmer
Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar vegna vinnu við deiliskipulag skólasvæðis á Húsavík. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Ingunni Egilsdóttir.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsráðgjafa, í samráði við skipulagsfulltrúa, að vinna skipulagstillögu svæðisins með hliðsjón af framlögðum athugasemdum.
5.Breyting á deiliskipulagi fyrir fiskeldisstöðina Röndina á Kópaskeri
Málsnúmer 202208025Vakta málsnúmer
Nú er lokið kynningu tillögu að breytingu deiliskipulags vegna fiskeldis á Röndinni við Kópasker. Umsagnir bárust frá 1. Náttúrufræðistofnun, 2. Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, 3. Samgöngustofu, 4. Vegagerðinni, 5. Minjastofnun og 6. Hverfisráði Öxarfjarðar. Enginn þessara aðila gerir athugasemdir við skipulagstillöguna sem slíka en ráðið telur þó rétt að tilgreina neðangreinda þætti umsagna.
1.1. Náttúrufræðistofnun gerir ekki athugasemd við skipulagstillöguna en tekur undir álit Skipulagsstofnunar frá 11. júlí 2022.
1.2. Náttúrufræðistofnun hvetur Norðurþing til að friðlýsa afmarkaðan setbakka í Röndinni til að varðveita til framtíðar jarðmyndanir sem hafa hátt vísindalegt gildi fyrir síðjökultíma á Íslandi. Stofnunin er jafnframt reiðubúin að aðstoða sveitarfélagið við val á jarðlagasniði í Röndinni til varðveislu.
2.1. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra gerir ekki athugasemdir við breytingar á deiliskipulagi en minnir hinsvegar á umsögn sína frá 17. janúar 2020 vegna upphaflegs deiliskipulags.
1.1. Náttúrufræðistofnun gerir ekki athugasemd við skipulagstillöguna en tekur undir álit Skipulagsstofnunar frá 11. júlí 2022.
1.2. Náttúrufræðistofnun hvetur Norðurþing til að friðlýsa afmarkaðan setbakka í Röndinni til að varðveita til framtíðar jarðmyndanir sem hafa hátt vísindalegt gildi fyrir síðjökultíma á Íslandi. Stofnunin er jafnframt reiðubúin að aðstoða sveitarfélagið við val á jarðlagasniði í Röndinni til varðveislu.
2.1. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra gerir ekki athugasemdir við breytingar á deiliskipulagi en minnir hinsvegar á umsögn sína frá 17. janúar 2020 vegna upphaflegs deiliskipulags.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar framkomnar ábendingar. Ráðið telur þær ekki gefa tilefni til breytinga á skipulagstillögunni.
Ráðið felur skipulagsfulltrúa að ræða við fulltrúa Náttúrufræðistofnunar um hvaða hluta Randarinnar væri mikilvægast að friðlýsa.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt. Skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku breytts skipulags.
Ráðið felur skipulagsfulltrúa að ræða við fulltrúa Náttúrufræðistofnunar um hvaða hluta Randarinnar væri mikilvægast að friðlýsa.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt. Skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku breytts skipulags.
6.Ósk um umsögn við breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022
Málsnúmer 202211135Vakta málsnúmer
Þingeyjarsveit óskar umsagnar Norðurþings vegna áforma um breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022. Breytingin snýr að lagningu jarðstrengs frá Þeistareykjavirkjun að Kópaskerslínu 1 og liggur að sveitarfélagamörkum Norðurþings og Þingeyjarsveitar.
Skipulags- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við tillögu að breytingu aðalskipulags Þingeyjarsveitar.
7.Umsókn um lóð að Hraunholti 30
Málsnúmer 202211137Vakta málsnúmer
Hildur Eva Guðmundsdóttir óskar eftir úthlutun lóðar að Hraunholti 30 á Húsavík undir byggingu einbýlishúss.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Hildi Evu verði úthlutað lóðinni að Hraunholti 30.
8.Ósk um framlengingu á stöðuleyfi fyrir gámi á Hólaheiði
Málsnúmer 202212035Vakta málsnúmer
Qair Iceland óskar eftir framlengingu stöðuleyfis fyrir gámi í landi Presthóla, Katastaða og Efri-Hóla í Núpasveit. Óskað er að framlenging leyfis sé til eins árs. Gámurinn er notaður fyrir vindmælingar og rannsóknir á fuglum. Fuglarannsóknum er nú lokið en enn standa yfir vindmælingar.
Kolbrún óskar bókað: V-listinn leggst alfarið gegn því að einkafyrirtæki reisi vindorkuver í Norðurþingi. Vindorkuver mun alltaf hafa áhrif á ferðaþjónustu og útivist íbúa um svæði auk mögulegra óafturkræfra umhverfisspjalla. Það er því afar brýnt fyrir sveitarfélög að nálgast verkefni sem þessi af varkárni og leyfa umhverfi, náttúru og íbúum að njóta vafans umfram hagsmuni einkafyrirtækja.
Ísak tekur undir bókun Kolbrúnar.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir stöðuleyfi búnaðarins til ársloka 2023.
Kolbrún leggst gegn áframhaldandi samþykki stöðuleyfis.
Ísak tekur undir bókun Kolbrúnar.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir stöðuleyfi búnaðarins til ársloka 2023.
Kolbrún leggst gegn áframhaldandi samþykki stöðuleyfis.
9.Viljayfirlýsing um lóð undir hótelbyggingu
Málsnúmer 202212039Vakta málsnúmer
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að viljayfirlýsingu milli Norðurþings og Arctic Adventures hf um lóð undir hótelbyggingu á Húsavíkurhöfða.
Drögin voru lögð fram til kynningar.
10.Framvinduskýrsla Kolviðar 2022
Málsnúmer 202212060Vakta málsnúmer
Kolviður hefur sent hagsmunaaðilum framvinduskýrslu vegna loftslagsverkefna Kolviðar. Kolviður hefur til afnota land á Ærvíkurhöfða í eigu Norðurþings til skógræktar til kolefnisbindingar.
Skýrslan var lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 14:00.
Kolbrún H. Valbergsdóttir og Soffía Gísladóttir sátu fundinn í fjarfundi.