Ósk um framlengingu á stöðuleyfi fyrir gámi á Hólaheiði
Málsnúmer 202212035
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 142. fundur - 20.12.2022
Qair Iceland óskar eftir framlengingu stöðuleyfis fyrir gámi í landi Presthóla, Katastaða og Efri-Hóla í Núpasveit. Óskað er að framlenging leyfis sé til eins árs. Gámurinn er notaður fyrir vindmælingar og rannsóknir á fuglum. Fuglarannsóknum er nú lokið en enn standa yfir vindmælingar.
Ísak tekur undir bókun Kolbrúnar.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir stöðuleyfi búnaðarins til ársloka 2023.
Kolbrún leggst gegn áframhaldandi samþykki stöðuleyfis.