Fara í efni

Ósk um framlengingu á stöðuleyfi fyrir gámi á Hólaheiði

Málsnúmer 202212035

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 142. fundur - 20.12.2022

Qair Iceland óskar eftir framlengingu stöðuleyfis fyrir gámi í landi Presthóla, Katastaða og Efri-Hóla í Núpasveit. Óskað er að framlenging leyfis sé til eins árs. Gámurinn er notaður fyrir vindmælingar og rannsóknir á fuglum. Fuglarannsóknum er nú lokið en enn standa yfir vindmælingar.
Kolbrún óskar bókað: V-listinn leggst alfarið gegn því að einkafyrirtæki reisi vindorkuver í Norðurþingi. Vindorkuver mun alltaf hafa áhrif á ferðaþjónustu og útivist íbúa um svæði auk mögulegra óafturkræfra umhverfisspjalla. Það er því afar brýnt fyrir sveitarfélög að nálgast verkefni sem þessi af varkárni og leyfa umhverfi, náttúru og íbúum að njóta vafans umfram hagsmuni einkafyrirtækja.
Ísak tekur undir bókun Kolbrúnar.

Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir stöðuleyfi búnaðarins til ársloka 2023.
Kolbrún leggst gegn áframhaldandi samþykki stöðuleyfis.