Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

412. fundur 10. nóvember 2022 kl. 08:30 - 10:21 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir aðalmaður
  • Áki Hauksson áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá

1.Rekstur Norðurþings 2022

Málsnúmer 202201062Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur yfirlit yfir útsvarstekjur í október 2022 og yfirlit yfir málaflokka til 1. nóvember 2022.
Lagt fram til kynningar.

2.Áætlanir vegna ársins 2023

Málsnúmer 202205060Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja gögn og tekjuáætlun vegna fjárhagsáætlunar 2023.
Lagt fram til kynningar.

3.Framkvæmdaáætlun 2023

Málsnúmer 202210015Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bókun frá 138. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs:
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar framkvæmdaáætlun 2023 til byggðaráðs og óskar eftir 85 milljónum króna aukningu í framkvæmdafé þannig að heildarframkvæmdafé 2023 verði 585 milljónir.
Byggðarráð samþykkir að framkvæmdafé vegna ársins 2023 verði 535 m.kr.

4.Erindi til sveitarstjórnar varðandi stuðning við Flugklasann Air66N

Málsnúmer 202210032Vakta málsnúmer

Á fundi byggðarráðs 11. okt. var tekið fyrir erindi frá Markaðsstofu Norðurlands sem snýr að stuðningi við Flugklasann Air66N. Byggðarráð fól sveitarstjóra að taka málið upp á samstarfsvettvangi sveitarfélaga innan SSNE.

Aðildarsveitarfélögin hafa flest lýst vilja sínum til að halda áfram stuðningi við flugklasann eitt ár enn, þ.e. 2023, sem yrði þá síðasta árið nema að undangenginni frekari skoðun.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Flugklasann Air66N eitt ár enn, þ.e. 2023, sem yrði þá síðasta árið nema að undangenginni frekari skoðun. Áætluð upphæð er 912.300 kr. miðað við núverandi viðmið um íbúafjölda.

5.Samstarfssamningur Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra

Málsnúmer 202211017Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til samþykktar samstarfssamningur Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.
Á fundi stjórnar SSNE sem haldinn var 2. nóvember, var ákveðið að senda sveitarfélögum drög að uppfærðum samstarfssamningi sveitarfélaganna sem standa að Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, en kominn var tími á að uppfæra hann í samræmi við breytta sveitarfélagaskipan og tilkomu SSNE.
Byggðarráð staðfestir fyrirliggjandi samning og vísar honum til samþykktar í sveitarstjórn.

6.Fjárhagsáætlun HNE 2023

Málsnúmer 202211020Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fjárhagsáætlun HNE 2023.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við fjárhagsáætlun HNE 2023.

7.Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta árið 2023

Málsnúmer 202211023Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur beiðni um styrk frá Stígamótum vegna ársins 2023.
Byggðarráð samþykkir að veita Stígamótum styrk að upphæð 100 þ.kr vegna ársins 2023.

8.Hverfisráð Raufarhafnar 2021 - 2023

Málsnúmer 202111163Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bókun frá 127. fundi sveitarstjórnar.

Hafrún leggur fram eftirfarandi tillögu:
Undirrituð leggur til að farið verði í heildstæða endurskoðun á hlutverki hverfisráða og samþykktum þeirra með það að leiðarljósi að þau verði skilvirkari. Einnig vil ég leggja til að fulltrúum í hverfisráðum sem eru kjörnir í sveitarstjórn, verði veitt undanþága til að sitja áfram í ráðunum, þar til heildstæðri endurskoðun hefur verið lokið. Málinu verði vísað til byggðarráðs til frekari úrvinnslu.

Tillaga Hafrúnar er samþykkt samhljóða.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að endurskoða hlutverk og samþykktir hverfisráða og skila tillögum til byggðarráðs. Skipunartími núverandi hverfisráða er til næsta hausts og þá þarf framhaldið að liggja fyrir.

9.Ósk um umsögn um tækifærisleyfis vegna Þorrablóts á Raufarhöfn 2023

Málsnúmer 202211022Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur umsagnarbeiðni:

Umsækjandi: Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir, kt. 310783-5529, Miðás 5, 675 Raufarhöfn.
Staðsetning skemmtanahalds: Félagsheimilið Hnitbjörg, 675 Raufarhöfn.
Tilefni skemmtanahalds: Þorrablót 2023.
Áætlaður gestafjöldi: 200. Áætluð aldursdreifing gesta: frá 18 ára aldri.
Tímasetning viðburðar: 4. febrúar 2023 frá kl. 20:00 til kl. 03:00 aðfararnótt 5. febrúar 2023.
Helstu dagskráratriði: Þorrablót, skemmtiatriði og dansleikur.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.

10.Ósk um tilnefningar í vatnasvæðanefndir

Málsnúmer 202211039Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að tilnefna fulltrúa í vatnasvæðanefnd.
Byggðarráð tilnefnir Aldey Unnar Traustadóttur í vatnasvæðanefnd og Hjálmar Boga Hafliðason til vara.

11.Aðalfundur Fjárfestingarfélags Þingeyinga hf.

Málsnúmer 202211034Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur boð á aðalfund Fjárfestingarfélags Þingeyinga hf. sem verður haldinn á Fosshótel Húsavík hinn 18. nóvember 2022 kl. 15.00.
Byggðarráð tilnefnir Katrínu Sigurjónsdóttir sveitarstjóra til setu á fundinum og Bergþór Bjarnason fjármálastjóra til vara.

12.Samráð um frumvarp til breytinga á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga

Málsnúmer 202211009Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar:
Innviðaráðuneytið vekur athygli á því að birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda frumvarp til breytinga á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga. Tilgangur frumvarpsins er að leggja til lágmarksbreytingar á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga og öðrum lögum sem miða að því að færa innheimtu meðlaga frá sveitarfélögum til ríkisins.
Lagt fram til kynningar.

13.Aukaþing SSNE september 2022

Málsnúmer 202208074Vakta málsnúmer

Boðað er til seinna aukaþings SSNE föstudaginn 2. desember nk. Þingið verður rafrænt og sett kl. 8:30 og lýkur um kl. 12:00.
Lagt fram til kynningar.

14.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2022

Málsnúmer 202201113Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 52. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga
frá 21. október 2022.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:21.