Samstarfssamningur Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra
Málsnúmer 202211017
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 412. fundur - 10.11.2022
Fyrir byggðarráði liggur til samþykktar samstarfssamningur Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.
Á fundi stjórnar SSNE sem haldinn var 2. nóvember, var ákveðið að senda sveitarfélögum drög að uppfærðum samstarfssamningi sveitarfélaganna sem standa að Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, en kominn var tími á að uppfæra hann í samræmi við breytta sveitarfélagaskipan og tilkomu SSNE.
Á fundi stjórnar SSNE sem haldinn var 2. nóvember, var ákveðið að senda sveitarfélögum drög að uppfærðum samstarfssamningi sveitarfélaganna sem standa að Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, en kominn var tími á að uppfæra hann í samræmi við breytta sveitarfélagaskipan og tilkomu SSNE.
Byggðarráð staðfestir fyrirliggjandi samning og vísar honum til samþykktar í sveitarstjórn.
Byggðarráð Norðurþings - 414. fundur - 24.11.2022
Á fundi byggðarráðs þann 10. nóvember samþykkti ráðið fyrirliggjandi samstarfssamning Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra og vísaði honum til samþykktar í sveitarstjórn.
Með fundarboði fylgdu ábendingar frá Eyjafjarðarsveit um atriði í samningnum sem yrðu rædd frekar á aukaþingi SSNE sem verður haldið 2. desember nk.
Með fundarboði fylgdu ábendingar frá Eyjafjarðarsveit um atriði í samningnum sem yrðu rædd frekar á aukaþingi SSNE sem verður haldið 2. desember nk.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð Norðurþings - 423. fundur - 09.03.2023
Fyrir byggðarráði liggur samstarfssamningur Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.
Byggðarráð samþykkir samstarfssamninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar í sveitarstjórn og endanlegrar afgreiðslu á ársþingi SSNE, 14.- 15. apríl 2023.
Sveitarstjórn Norðurþings - 132. fundur - 16.03.2023
Byggðarráð staðfestir fyrirliggjandi samning og vísar honum til samþykktar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Hafrún.
Sveitarstjórn staðfestir samstarfssamninginn fyrir sitt leyti samhljóða.
Samningur verður til umfjöllunar á ársþingi SSNE, 14. - 15. apríl 2023.
Sveitarstjórn staðfestir samstarfssamninginn fyrir sitt leyti samhljóða.
Samningur verður til umfjöllunar á ársþingi SSNE, 14. - 15. apríl 2023.