Kolviður óskar eftir viðræðum um aukið land undir Kolviðarskóga
Málsnúmer 202110067
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 109. fundur - 19.10.2021
Kolviður hefur undanfarin ár plantað trjám í land á Ærvíkurhöfða skv. samningi þar um við sveitarfélagið. Í ljósi þess að svo virðist sem aukin eftirspurn sé eftir kolefnisbindingu með skógrækt og þess að umsamið land á Ærvíkurhöfða verður fullplantað á komandi árum óskar Kolviður eftir formlegum viðræðum við sveitarfélagið um aukið land til skógræktar.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa og skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja formlegar viðræður við Kolvið og gera tillögu að mögulegu skógræktarsvæði.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 136. fundur - 18.10.2022
Kolviður hefur endurnýjað ósk eftir auknu landi undir kolviðarskóga. Horft er til lands suður af húsum í Saltvík, beggja vegna þjóðvegar. Fyrir liggur tillaga að afmörkun 160 ha lands. Fyrra erindi frá Kolviði um aukið land var áður tekið fyrir á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 19. október 2021 og framkvæmda- og þjónustufultrúa og skipulags- og byggingarfulltrúa þá falið að vinna að framgangi málsins.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs leggur til við sveitarstjórn að Kolviði verði veitt allt að 160 ha land undir skógrækt til samræmis við framlagða teikningu. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna tillögu að samningi um landafnot við Kolvið og leggja fyrir ráðið að nýju.
Kristinn Jóhann Lund situr hjá.
Kristinn Jóhann Lund situr hjá.
Sveitarstjórn Norðurþings - 127. fundur - 27.10.2022
Á 136. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs leggur til við sveitarstjórn að Kolviði verði veitt allt að 160 ha land undir skógrækt til samræmis við framlagða teikningu. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna tillögu að samningi um landafnot við Kolvið og leggja fyrir ráðið að nýju.
Kristinn Jóhann Lund situr hjá.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs leggur til við sveitarstjórn að Kolviði verði veitt allt að 160 ha land undir skógrækt til samræmis við framlagða teikningu. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna tillögu að samningi um landafnot við Kolvið og leggja fyrir ráðið að nýju.
Kristinn Jóhann Lund situr hjá.
Til máls tóku: Soffía, Jónas, Benóný, Aldey, Hjálmar, Helena og Hafrún.
Jónas leggur fram eftirfarandi tillögu:
Jónas Þór Viðarsson gerir þá tillögu að erindið verði sent aftur í skipulags og framkvæmdaráð, ráðið athugi alla þá kosti sem eru í boði fyrir svæðið, hvað önnur sambærileg fyrirtæki eru að bjóða upp á með það fyrir augum að það sé hagstætt fyrir Norðurþing. Einnig að ráðið myndi sér skoðun á hvers konar skóg það vill á þetta svæði eða hvort að önnur svæði henti betur undir skógrækt.
Tillaga Jónasar er samþykkt samhljóða.
Jónas leggur fram eftirfarandi tillögu:
Jónas Þór Viðarsson gerir þá tillögu að erindið verði sent aftur í skipulags og framkvæmdaráð, ráðið athugi alla þá kosti sem eru í boði fyrir svæðið, hvað önnur sambærileg fyrirtæki eru að bjóða upp á með það fyrir augum að það sé hagstætt fyrir Norðurþing. Einnig að ráðið myndi sér skoðun á hvers konar skóg það vill á þetta svæði eða hvort að önnur svæði henti betur undir skógrækt.
Tillaga Jónasar er samþykkt samhljóða.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 137. fundur - 01.11.2022
Á 127. fundi sveitarstjórnar 27. október 2022, var eftirfarandi bókað:
Til máls tóku: Soffía, Jónas, Benóný, Aldey, Hjálmar, Helena og Hafrún. Jónas leggur fram eftirfarandi tillögu: Jónas Þór Viðarsson gerir þá tillögu að erindið verði sent aftur í skipulags og framkvæmdaráð, ráðið athugi alla þá kosti sem eru í boði fyrir svæðið, hvað önnur sambærileg fyrirtæki eru að bjóða upp á með það fyrir augum að það sé hagstætt fyrir Norðurþing. Einnig að ráðið myndi sér skoðun á hvers konar skóg það vill á þetta svæði eða hvort að önnur svæði henti betur undir skógrækt. Tillaga Jónasar er samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Soffía, Jónas, Benóný, Aldey, Hjálmar, Helena og Hafrún. Jónas leggur fram eftirfarandi tillögu: Jónas Þór Viðarsson gerir þá tillögu að erindið verði sent aftur í skipulags og framkvæmdaráð, ráðið athugi alla þá kosti sem eru í boði fyrir svæðið, hvað önnur sambærileg fyrirtæki eru að bjóða upp á með það fyrir augum að það sé hagstætt fyrir Norðurþing. Einnig að ráðið myndi sér skoðun á hvers konar skóg það vill á þetta svæði eða hvort að önnur svæði henti betur undir skógrækt. Tillaga Jónasar er samþykkt samhljóða.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kanna áhuga annara aðila á aðkomu að skógrækt á því svæði sem til umfjöllunar er.