Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

105. fundur 25. ágúst 2020 kl. 16:15 - 18:55 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir Forseti
  • Hjálmar Bogi Hafliðason 1. varaforseti
  • Silja Jóhannesdóttir 2. varaforseti
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon aðalmaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Hrund Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Birna Ásgeirsdóttir 1. varamaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá

1.Umræða um samþykktir um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings

Málsnúmer 202006177Vakta málsnúmer

Á 335. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað;

Byggðarráð felur sveitarstjóra að þær breytingar sem lagðar voru fyrir fundinn komi fram í nýrri grein samþykktar um kjör í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings. Tillagan að þessari breytingu verði lögð fyrir næsta sveitarstjórnarfund.
Til máls tóku: Helena, Hjálmar, Kristján Þór og Bergur.

Sveitarstjóri leggur til að 12. grein samþykkta um kaup og kjör kjörinna fulltrúa breytist, en ekki sú 13. eins og lagt var til á 332. fundi byggðarráðs til samræmis við neðangreint. Síðari greinin haldi sér óbreytt. Leggur sveitarstjóri til að breytingin verði samþykkt á fundi sveitarstjórnar.
12. gr
Þóknun vegna starfa í sérstökum nefndum er vinna að einstökum afmörkuðum verkefnum og vegna sérstakra funda, skv. 3. gr D-liður
Fyrir störf í sérstökum nefndum sem sveitarfélagið skipar til tímabundinna starfa fá fulltrúar greitt sem nemur 2% af þingfararkaupi fyrir hvern fund, en formenn þeirra fá greitt 3%. Þar sem sveitarfélagið skipar fulltrúa til setu í nefndum, stjórnum og ráðum utan stjórnsýslu þess og ef tilnefningaraðilar stjórnarmanna greiða stjórnarsetulaun, en ekki hlutaðeigandi stjórn/ráð/nefnd, skulu fulltrúar Norðurþings fá greitt skv. grein þessari.


Helena leggur fram eftirfarandi breytingartillögu:
Við 3 gr. bætist E-liður og hún verði svohljóðandi:
Skilgreiningar Sveitarstjórnarfulltrúar eru níu og kjörnir í almennum sveitarstjórnarkosningum. Nefndum sveitarfélagsins er skipt niður í eftirfarandi flokka :
A. Sveitarstjórn
B. Fastanefndir: byggðarráð, fjölskylduráð, skipulags- og framkvæmdaráð
C. Aðrar nefndir, stjórnir og ráð: hverfisráð, öldungaráð, ungmennaráð ofl.
D. Sérskipaðar nefndir (verkefnabundnar nefndir) sveitarstjórnar og fundasetur sem falla ekki undir liði A-C.
E. Nefndir, ráð og stjórnir skipaðar utan stjórnsýslu Norðurþings.
Almenn skilgreining á fundi er sú að til hans sé boðað með dagskrá og um hann sé rituð fundargerð.

Og að við 12. gr. bætist: Þóknun vegna starfa í sérstökum nefndum er vinna að einstökum afmörkuðum verkefnum og vegna sérstakra funda, skv. 3. gr D- og E-liður

Sveitarstjórn samþykkir breytingartillöguna samhljóða.


Bergur leggur fram eftirfarandi bókun:
Áætlaður kostnaður vegna þessa er um kr. þrjúhundruð þúsund fyrir sveitarsjóð.


2.Umræða um heimsfaraldur, Covid-19 - viðbrögð sveitarstjórnar Norðurþings

Málsnúmer 202003055Vakta málsnúmer

Þar sem aðgerðarhópur vegna Covid-19 veirunnar hefur skilað inn þeim tillögum sem ætlast var til af honum leggur undirrituð til að hann verðir lagður niður og Byggðaráð taki við þeim verkefnum sem fram undan eru. Um leið þakka ég þeirra góðu og þörfu vinnu á óvissu tímum.

Kolbrún Ada fulltrúi V-lista
Til máls tóku: Hjálmar, Bergur, Kolbrún Ada, Hrund og Kristján Þór.

Tillagan er samþykkt með atkvæðum Birnu, Kolbrúnar Ödu, Kristjáns Þórs og Silju.
Hjálmar og Kristján Friðrik greiddu atkvæði á móti.
Bergur, Helena og Hrund sátu hjá.

3.Frístund 1-4 bekkjar 2020-2021

Málsnúmer 202006102Vakta málsnúmer

Á 70. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Benóný, Berglind og Heiðbjört leggja fram eftirfarandi tillögu: Á fundi fjölskylduráðs Norðurþings þann 10. júní sl. var samþykkt að gera skipulagsbreytingu á fjölskyldusviði þannig að málaflokkur frístundar 1.-4. bekkjar á Húsavík færðist að öllu leyti undir stjórn Borgarhólsskóla. Samþykkt var að þessi breyting tæki gildi frá 1. september 2020. Á fundi byggðarráðs 2. júlí var fjölskylduráði falið að láta kostnaðargreina tilfærsluna. Fyrir þessum fundi liggur nú kostnaðargreining sem unnin hefur verið af starfsfólki fjölskyldusviðs, þar sem fram kemur m.a. að kostnaður Norðurþings við rekstur frístundar á Húsavík sé á ársgrundvelli 10.929.300 kr.

Fyrir liggur að einhver kostnaðarauki verður við tilfærsluna en að mati ráðsins er hann óverulegur og rúmast innan fjárhagsramma fræðslusviðs.Því er lagt til að þessir fjármunir verði færðir milli málaflokka samkvæmt fyrirliggjandi ákvörðun ráðsins. Þessi ákvörðun liggi til grundvallar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021 (heilt rekstrarár) en hlutfallslega fyrir líðandi rekstrarár miðað við þá dagsetningu sem ákveðin var á fyrri fundi ráðsins.

Tilagan er samþykkt með atkvæðum Benónýs, Berglindar og Heiðbjartar. Hrund og Arna sátu hjá við atkvæðagreiðslu.

Málinu er vísað til byggðarráðs til afgreiðslu.


Á 336. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð vísar málinu til afgreiðslu í sveitarstjórn þar sem umboð byggðarráðs til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar er útrunnið.
Til máls tóku: Helena, Hjálmar og Kristján Þór.

Tillaga fjölskylduráðs er samþykkt með atkvæðum Birnu, Helenu, Kolbrúnar Ödu, Kristjáns Þórs og Silju.
Hjálmar greiðir atkvæði á móti.
Bergur, Hrund og Kristján Friðrik sátu hjá.

4.Framkvæmdaáætlun í barnavernd

Málsnúmer 202001036Vakta málsnúmer

Á 68. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð samþykkir framkvæmdaáætlunina með áorðnum breytingum og vísar henni til samþykktar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Kolbrún Ada.

Sveitarstjórn samþykkir framlagða áætlun samhljóða.

5.Norðlenska óskar heimildar til dreifingar á gori og blóði til uppgræðslu

Málsnúmer 202002064Vakta málsnúmer

Norðlenska hefur átt í viðræðum við sveitarfélagið um að leitað verði leiða til þess að nýta megi gor og blóð til uppgræðslu í landi sveitarfélagsins. Sveitarfélagið hefur leitað eftir áliti Heilbrigðiseftirlits og Matvælastofnunar (MAST) á mögulegri dreifingi þessara efna á Ærvíkurhöfða, innan girðingar sem girðir nú af land sem leigt hefur verið Koviði til uppgræðslu skógar. Um dreifingu gors, sem innihald meltingarvegar eru settar sömu kröfur og fyrir hjúsdýraáburð og má sem slíkt nota innihald meltingarvegar á land án vinnslu. Öðru máli gegnir um blóðið þar sem taka þarf tillit til smitáhættu af því og dreifingu þess þar sem slátrað er í umræddu sláturhúsi frá riðusvæðum og þar sem Ærvíkurhöfði er í nálægð við sauðfjárbúskap, byggð og árvegi er umrætt hólf á höfðanum því ekki talið heppilegt til dreifingar á blóði.

Norðlenska óskar því eftir að fá heimild til að bera innihald meltingarvega sauðfjár (gor) til uppgræðslu innan girðingarinnar í samráði við Kolvið, en að blóðvatn fari í fráveitukerfi Norðurþings á Húsavík.
Til máls tóku: Silja, Kristján Þór og Hjálmar.

Kristján leggur fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn Norðurþings heimilar Norðlenska að losa gor á land innan þess afgirta svæðis á Ærvíkurhöfða sem leigt hefur verið til uppgræðslu skógar á vegum Kolviðs, enda sé átt við gor skv. skilgreiningu þess hugtaks sem ,,innihald meltingarvegar" og nota má á land án vinnslu skv. f-lið 13. greinar (EB) 1069/2009. Við heimildina eru þó settir þrír fyrirvarar a) að framkvæmd losunar fari ekki fram nema í samráði við forsvarsmenn Kolviðs og starfsmenn sveitarfélagsins, b) að heimildin á þessu stigi sé tímabundin til eins árs frá samþykkt þessari og c) að ef reynsla þess að bera efnið á landsvæðið veldur umtalsverðu ónæði vegna aukins ágangs fugla á svæðinu þá verði þessi heimild tekin til endurskoðunar í skipulags- og framkvæmdaráði eins skjótt og verða má. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að tryggja að óháður aðili hafi eftirlit með framkvæmdinni og áhrifum hennar á nánasta umhverfi. Niðurstöður verði lagðar fram á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs eftir því sem framkvæmd tilraunarinnar vindur fram.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

6.Fyrirkomulag snjómoksturs í Norðurþingi

Málsnúmer 201907053Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tilboð frá þeim aðilum sem tóku þátt í útboði snjókmoksturs í þéttbýli Húsavíkur 2020-2022. Fyrir sveitarstjórn liggur að staðfesta niðurstöðu útboðs.
Til máls tóku: Bergur, Silja og Kristján Þór.

Kristján Þór leggur til að málinu verði frestað til næsta fundar þegar að samningar um verkið við lægstbjóðendur liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða.

7.Afsláttur af gatnagerðagjöldum í Norðurþingi.

Málsnúmer 201807070Vakta málsnúmer

Á 75. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að boðinn verði 50% afsláttur frá gildandi gjaldskrá af gatnagerðargjöldum eftirtalinna lóða svo fremi að fokheldisstigi bygginga verði náð fyrir árslok 2022. Lóðir sem afsláttur nái til séu: Stakkholt 7, Lyngbrekka 6, 8, 9 og 11, Lyngholt 26-32 og Lyngholt 42-52. Ennfremur verði boðinn 100% afsláttur af gatnagerðargjöldum fyrir lóðirnar að Urðargerði 5 og Steinagerði 5 svo fremi að fokheldi bygginga verði náð fyrir árslok 2022.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs samhljóða.

8.Höskuldur S. Hallgrímsson og Brynhildur Gísladóttir sækja um lóð að Stakkholti 7

Málsnúmer 202008002Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Höskuldi Skúla og Brynhildi verði úthlutað lóðinni að Stakkholti 7.
Til máls tók: Kristján Þór.

Kristján Þór leggur til að málinu verði vísað aftur til skipulags- og framkvæmdaráðs í ljósi þess að umsækjendur hafa dregið lóðarumsóknina til baka og óskað eftir annarri lóð.

Samþykkt samhljóða.

9.Uppskipting lóðar að Hafnarstétt 17

Málsnúmer 202008029Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að gefinn verði út nýr lóðarleigusamningur til samræmis við framlagða ósk.
Til máls tóku: Hjálmar, Silja og Bergur.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs samhljóða.

10.Hverfisráð Raufarhafnar 2019 - 2021

Málsnúmer 201908035Vakta málsnúmer

Á 336. fundi byggðarráðs vísaði ráðið máli nr. 1 úr fundargerð hverfisráðs Raufarhafnar til sveitarstjórnar.

Eftirfarandi var bókað hjá hverfisráði Raufarhafnar undir máli nr. 1 í fundargerð þeirra frá 15.7.2020 sl.:
Frumherji hefur ákveðið að hætta þjónustu á Kópaskeri og nágrenni eftir að starfsmaður Frumherja á Húsavík hættir störfum. Samstarfssamningi við verkstæðið Röndin á Kópaskeri hefur verið sagt upp.
Hverfisráð Raufarhafnar harmar þá ákvörðun Frumherja að hætta bifreiðaskoðun á Kópaskeri og hvetur stjórnendur fyrirtækisins að endurskoða hana. Íbúar Kópaskers,Raufarhafnar og nágrennis þurfa eftir þetta að aka um langan veg eða 260 km, og taka sér frí úr vinnu a.m.k. í einn dag til að láta skoða ökutæki sín, sem er óboðlegt.Einnig er staðan hjá vertökum með vörubíla bagaleg hvað þetta varðar.
Hverfisráð Raufarhafnar óskar eftir því að sveitastjórn komi þessum mótmælum á framfæri og aðstoði íbúar við þetta brýna mál, einnig að leita til annara aðila sem mögulega gætu sinnt þessari þjónustu við íbúa sveitarfélagsins.


Til máls tóku: Kristján Þór, Hjálmar og Kolbrún Ada.

Sveitarstjórn Norðurþings tekur heilshugar undir bókun Hverfisráðs Raufarhafnar vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á þjónustu Frumherja við íbúa sveitarfélagsins, sem nú þurfa að sækja lögbundna bifreiðaskoðun um alltof langan veg. Það er afar slæmt að ekki sé hægt að tryggja lágmarksþjónustu sem þessa við bifreiðaeigendur sem búa lengra frá stærri þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni. Skorar sveitarstjórn Norðurþings á Frumherja, í samtali við ríkisvaldið að snúa þessari ákvörðun við og finna leið til þess að þjónusta íbúa sveitarfélagsins austan Húsavíkur með viðunandi hætti.

11.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 201605083Vakta málsnúmer

Kristján Þór fór yfir verkefni sveitarfélagsins sl. vikur.
Til máls tók: Kristján Þór.

Lagt fram til kynningar.

12.Byggðarráð Norðurþings - 336

Málsnúmer 2008004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 336. fundar byggðarráðs.
Til máls tóku undir lið 4 "Tillaga að traustum rekstrargrunni Rannsóknastöðinni Rifi á Melrakkasléttu": Helena og Bergur.

Aðrir liðir fundargerðinnar lagðir fram til kynningar.

13.Fjölskylduráð - 70

Málsnúmer 2008002FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 70. fundar fjölskylduráðs.
Til máls tóku undir lið 2 "Félagsmiðstöðin Tún - húsnæðismál": Hjálmar, Kristján Þór, Hrund, Helena og Kolbrún Ada.

Hrund leggur fram eftirfarandi bókun:
Lögð var fram tillaga B og E lista þess efnis að íþrótta- og tómstundafulltrúa væri falið að kanna húsakost, nýjan sem gamlan og myndi hýsa félagsmiðstöð ungmenna. Sú skýrsla hefur enn ekki verið til umræðu í sveitarstjórn því tökum við undir andmæli FEBHN um notkun á Hvammi undir frístundastarf ungmenna að óathuguðu máli.
Hjálmar tekur undir bókun Hrundar.

Kristján Þór leggur fram eftirfarandi bókun:
Það er mat undirritaðs að málið og mótmæli Félags eldriborgara á Húsavík séu á misskilningi byggð sbr. bókun fulltrúa meirihluta í fjölskylduráði á 70. fundi þess, mál nr. 2. Orðalag bókunarinnar er hægt að misskilja en túlkun þeirra sem lögðu hana fram liggur fyrir um að ekki standi til og hafi ekki staðið til að færa frístundastarf barna inn í húsnæði Hvamms. Ekkert tilefni hefur verið til umræðu um eitthvað slíkt í stjórn Hvamms enda er það skoðun undirritaðs að nýting húsakosts Hvamms með þeim hætti sé ekki skynsamleg.


Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

14.Skipulags- og framkvæmdaráð - 74

Málsnúmer 2008001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 74. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Til máls tók undir lið 8 "Hraðatakmarkanir á Húsavík og annarra þéttbýlisstaða innan Norðurþings": Bergur.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

15.Skipulags- og framkvæmdaráð - 75

Málsnúmer 2008003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 75. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Til máls tók undir lið 2 "Óskað er eftir rekstraryfirliti fyrir fyrstu 6 mánuðina ársins 2020 og áætlun fyrir seinni hluta árs": Bergur.

Til máls tók undir lið 13 "Óskað er eftir að lagt verði fram yfirlit yfir samþykktar framkvæmdir samkv. framvkv. áætlun, stöðu verkefna og gjaldfærslur": Bergur, Silja, Hjálmar og Kristján Þór.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:55.