Fara í efni

Fjölskylduráð - 70

Málsnúmer 2008002F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 105. fundur - 25.08.2020

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 70. fundar fjölskylduráðs.
Til máls tóku undir lið 2 "Félagsmiðstöðin Tún - húsnæðismál": Hjálmar, Kristján Þór, Hrund, Helena og Kolbrún Ada.

Hrund leggur fram eftirfarandi bókun:
Lögð var fram tillaga B og E lista þess efnis að íþrótta- og tómstundafulltrúa væri falið að kanna húsakost, nýjan sem gamlan og myndi hýsa félagsmiðstöð ungmenna. Sú skýrsla hefur enn ekki verið til umræðu í sveitarstjórn því tökum við undir andmæli FEBHN um notkun á Hvammi undir frístundastarf ungmenna að óathuguðu máli.
Hjálmar tekur undir bókun Hrundar.

Kristján Þór leggur fram eftirfarandi bókun:
Það er mat undirritaðs að málið og mótmæli Félags eldriborgara á Húsavík séu á misskilningi byggð sbr. bókun fulltrúa meirihluta í fjölskylduráði á 70. fundi þess, mál nr. 2. Orðalag bókunarinnar er hægt að misskilja en túlkun þeirra sem lögðu hana fram liggur fyrir um að ekki standi til og hafi ekki staðið til að færa frístundastarf barna inn í húsnæði Hvamms. Ekkert tilefni hefur verið til umræðu um eitthvað slíkt í stjórn Hvamms enda er það skoðun undirritaðs að nýting húsakosts Hvamms með þeim hætti sé ekki skynsamleg.


Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.