Fara í efni

Umræða um samþykktir um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings

Málsnúmer 202006177

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 332. fundur - 02.07.2020

Til umræðu í byggðarráði er samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna drög að breytingum á 13. greín samþykktar um kjör í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings sem felur í sér að fulltrúar sveitarfélagsin sem skipaðir eru til setu í nefndum, stjórnum og ráðum utan stjórnsýslu sveitarfélagsins fái greitt samkvæmt 12. grein samþykktarinnar í þeim tilfellum þegar hlutaðeigandi aðilar greiða ekki fyrir setuna.

Sveitarstjóri gerir þá tillögu að kjörnir fulltrúar sem skipaðir voru til setu í aðgerðarhópi vegna COVID-19 í vor, fái greitt fyrir þá fundi sem hópurinn hefur setið skv. 12. gr Samþykkta um kjör í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings.

Bergur Elías og Helena Eydís sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Kolbrún Ada samþykkir tillöguna.

Byggðarráð Norðurþings - 335. fundur - 13.08.2020

Á 332. fundi bygggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna drög að breytingum á 13. greín samþykktar um kjör í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings sem felur í sér að fulltrúar sveitarfélagsins sem skipaðir eru til setu í nefndum, stjórnum og ráðum utan stjórnsýslu sveitarfélagsins fái greitt samkvæmt 12. grein samþykktarinnar í þeim tilfellum þegar hlutaðeigandi aðilar greiða ekki fyrir setuna.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að þær breytingar sem lagðar voru fyrir fundinn komi fram í nýrri grein samþykktar um kjör í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings. Tillagan að þessari breytingu verði lögð fyrir næsta sveitarstjórnarfund.

Sveitarstjórn Norðurþings - 105. fundur - 25.08.2020

Á 335. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað;

Byggðarráð felur sveitarstjóra að þær breytingar sem lagðar voru fyrir fundinn komi fram í nýrri grein samþykktar um kjör í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings. Tillagan að þessari breytingu verði lögð fyrir næsta sveitarstjórnarfund.
Til máls tóku: Helena, Hjálmar, Kristján Þór og Bergur.

Sveitarstjóri leggur til að 12. grein samþykkta um kaup og kjör kjörinna fulltrúa breytist, en ekki sú 13. eins og lagt var til á 332. fundi byggðarráðs til samræmis við neðangreint. Síðari greinin haldi sér óbreytt. Leggur sveitarstjóri til að breytingin verði samþykkt á fundi sveitarstjórnar.
12. gr
Þóknun vegna starfa í sérstökum nefndum er vinna að einstökum afmörkuðum verkefnum og vegna sérstakra funda, skv. 3. gr D-liður
Fyrir störf í sérstökum nefndum sem sveitarfélagið skipar til tímabundinna starfa fá fulltrúar greitt sem nemur 2% af þingfararkaupi fyrir hvern fund, en formenn þeirra fá greitt 3%. Þar sem sveitarfélagið skipar fulltrúa til setu í nefndum, stjórnum og ráðum utan stjórnsýslu þess og ef tilnefningaraðilar stjórnarmanna greiða stjórnarsetulaun, en ekki hlutaðeigandi stjórn/ráð/nefnd, skulu fulltrúar Norðurþings fá greitt skv. grein þessari.


Helena leggur fram eftirfarandi breytingartillögu:
Við 3 gr. bætist E-liður og hún verði svohljóðandi:
Skilgreiningar Sveitarstjórnarfulltrúar eru níu og kjörnir í almennum sveitarstjórnarkosningum. Nefndum sveitarfélagsins er skipt niður í eftirfarandi flokka :
A. Sveitarstjórn
B. Fastanefndir: byggðarráð, fjölskylduráð, skipulags- og framkvæmdaráð
C. Aðrar nefndir, stjórnir og ráð: hverfisráð, öldungaráð, ungmennaráð ofl.
D. Sérskipaðar nefndir (verkefnabundnar nefndir) sveitarstjórnar og fundasetur sem falla ekki undir liði A-C.
E. Nefndir, ráð og stjórnir skipaðar utan stjórnsýslu Norðurþings.
Almenn skilgreining á fundi er sú að til hans sé boðað með dagskrá og um hann sé rituð fundargerð.

Og að við 12. gr. bætist: Þóknun vegna starfa í sérstökum nefndum er vinna að einstökum afmörkuðum verkefnum og vegna sérstakra funda, skv. 3. gr D- og E-liður

Sveitarstjórn samþykkir breytingartillöguna samhljóða.


Bergur leggur fram eftirfarandi bókun:
Áætlaður kostnaður vegna þessa er um kr. þrjúhundruð þúsund fyrir sveitarsjóð.


Byggðarráð Norðurþings - 408. fundur - 06.10.2022

Fyrir byggðarráði liggja samþykktir um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings til umræðu.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman lista um fjölda einstaklinga og skilgreina um hvaða nefndir og stjórnir ræðir, kostnaðargreina og leggja fyrir ráðið að nýju.

Byggðarráð Norðurþings - 415. fundur - 15.12.2022

Á 408. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað um málið:

Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman lista um fjölda einstaklinga og skilgreina um hvaða nefndir og stjórnir ræðir, kostnaðargreina og leggja fyrir ráðið að nýju.

Nú liggur fyrir byggðarráði frekari upplýsingar um málið.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 417. fundur - 12.01.2023

Áframhaldandi vinna og umræða um samþykktir kjörina fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings.
Byggðarráð hefur haft síðustu vikur til umræðu hjá sér samþykktir um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum. Í 12. gr. samþykktanna kemur fram „þar sem sveitarfélagið skipar fulltrúa til setu í nefndum, stjórnum og ráðum utan stjórnsýslu þess og ef tilnefningaraðilar stjórnmarmanna greiða stjórnarsetulaun, en ekki hlutaðeigandi stjórn/ráð/nefnd, skulu fulltrúar Norðurþings fá greitt skv. grein þessari.“ Samhliða þessu hefur verið unnið eftir þeirri meginreglu að sveitarfélagið greiði ekki laun, séu aðrir tilnefningaraðilar ekki að greiða laun fyrir setu.

Formaður leggur til við ráðið að haldið verði áfram að vinna eftir þessum reglum.

Byggðarráð samþykkir samhljóða.