Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
1.Farþegagjöld 2015/2016
Málsnúmer 201611155Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Norðursiglingu vegna samkomulags um greiðslu farþegagjalda fyrir árin 2015-2018. Í erindinu er óskað eftir því að engar frekari innheimtuaðgerðir eða vaxtakostnaður verði lagðar á í ljósi ástandsins sem hefur skapast vegna Covid-19. Einnig er óskað eftir því að tekið verði upp samtal aftur í haust þegar ljóst verði hvernig aðstæður verða á þeim tíma og hvað hægt verði að geri framhaldinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð beinir því til byggðaráðs að taka umræðu um þá ákvörðun um að ekki verði hliðrað til varðandi skuldir sem myndast hafa fyrir 1. mars 2020 með tilliti til þess ástands sem hefur myndast hjá mörgum fyrirtækjum í kjölfar Covid-19. Ráðið leggur til við byggðaráð að greiðslusamkomulög haldi sér en innheimtuaðgerðum verði frestað um óákveðinn tíma.
2.Óskað er eftir rekstraryfirliti fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2020 og áætlun fyrir seinni hluta árs
Málsnúmer 202008048Vakta málsnúmer
Bergur Elías Ágústsson óskar eftir rekstraryfirliti (tekjur og helstu gjaldaliði) fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2020 og áætlaða tekjur fyrir seinni hluta ársins. Jafnframt er æskilegt að tekin sé umræða um rekstrarhagræðingu hjá Hafnarsjóði Norðurþings
Í ljósi verulegs samdráttar hjá höfnum Norðurþings felur skipulags- og framkvæmdaráð hafnastjóra að fara yfir rekstur hafna, koma með tillögur að hagræðingu, leita allra leiða til að lækka kostnað og leggja fyrir ráðið að tveimur vikum liðnum.
3.Óskað er eftir umræðum um Hafnarreglugerð fyrir hafnir Norðurþings
Málsnúmer 202008047Vakta málsnúmer
Bergur Elías Ágústsson óskar eftir umræðu um Hafnarreglugerð fyrir hafnir Norðurþings með sérstaka áherslu á 2, 3 og 4 grein reglugerðarinnar.
Lagt fram til umræðu.
4.Afsláttur af gatnagerðagjöldum í Norðurþingi.
Málsnúmer 201807070Vakta málsnúmer
Samkvæmt samþykkt 258. fundar byggðaráðs er í gildi 50% afsláttur frá gildandi gjaldskrá af gatnagerðargjöldum af lóðunum Stakkholti 7, Lyngbrekku 6, 8, 9 og 11, Lyngholti 26-32 og Lyngholti 42-52. Afsláttur er skilyrtur af því að fokheldi bygginga á lóðunum verði náð fyrir árslok 2020. Ennfremur er í gildi 100% afsláttur af lóðunum að Urðargerði 5 og Steinagerði 5 skv. samþykkt á 86. fundi sveitarstjórnar sem skilyrtur er af fokheldi fyrir árslok 2021.
Í ljósi þess að gildandi afsláttarákvæði eru að renna sitt skeið og að enn er tilefni til að hvetja til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis á Húsavík leggur ráðið til að afsláttarákvæði ofangreindra lóða verði framlengd og miðuð við að fokheldi bygginga verði náð fyrir árslok 2022.
Í ljósi þess að gildandi afsláttarákvæði eru að renna sitt skeið og að enn er tilefni til að hvetja til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis á Húsavík leggur ráðið til að afsláttarákvæði ofangreindra lóða verði framlengd og miðuð við að fokheldi bygginga verði náð fyrir árslok 2022.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að boðinn verði 50% afsláttur frá gildandi gjaldskrá af gatnagerðargjöldum eftirtalinna lóða svo fremi að fokheldisstigi bygginga verði náð fyrir árslok 2022. Lóðir sem afsláttur nái til séu: Stakkholt 7, Lyngbrekka 6, 8, 9 og 11, Lyngholt 26-32 og Lyngholt 42-52. Ennfremur verði boðinn 100% afsláttur af gatnagerðargjöldum fyrir lóðirnar að Urðargerði 5 og Steinagerði 5 svo fremi að fokheldi bygginga verði náð fyrir árslok 2022.
5.Höskuldur S. Hallgrímsson og Brynhildur Gísladóttir sækja um lóð að Stakkholti 7
Málsnúmer 202008002Vakta málsnúmer
Höskuldur Skúli Hallgrímsson og Brynhildur Gísladóttir óska eftir að fá lóðinni að Stakkholti 7 úthlutað til uppbyggingar einbýlishúss. Umsækjendur setja fyrirvara í sína umsókn varðandi þau afsláttarkjör sem í boði eru af gatnagerðargjöldum lóðarinnar í ljósi þess að óvissa er um hvenær fokheldi fyrirhugaðrar byggingar náist.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Höskuldi Skúla og Brynhildi verði úthlutað lóðinni að Stakkholti 7.
6.Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Héðinsbraut 4
Málsnúmer 202008052Vakta málsnúmer
Karl Óskar Geirsson óskar umsagnar skipulags- og framkvæmdaráðs um viðbyggingu við eign hans að Héðinsbraut 4 á Húsavík. Meðfylgjandi fyrirspurninni er rissmynd af fyrirhugaðri viðbyggingu, byggingarlýsing og skriflegt samþykki meðeigenda á lóðinni.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í fyrirhugaða viðbyggingu. Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna erindið lóðarhöfum Héðinsbrautar 2, þegar fullnægjandi gögn eru tilbúin.
7.Naustalækur ehf. óskar eftir lóðinni Útgarði 2 undir fjölbýlishús
Málsnúmer 202005136Vakta málsnúmer
Naustalækur ehf. óskar eftir vilyrði fyrir lóðinni að Útgarði 2 á Húsavík gegn því að annast gerð deiliskipulags svæðisins. Lóðin er skilgreind í þeirri skipulagstillögu sem fyrir liggur en tók ekki gildi.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst ekki á úthlutun lóðarinnar á þessu stigi en felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja vinnu við deiliskipulag svæðisins.
8.Ósk um leyfi til að byggja geymsluskýli við Sólbrekku 1
Málsnúmer 202008035Vakta málsnúmer
Óskað er eftir leyfi til að byggja 3 m² skýli við Sólbrekku 1 skv. meðfylgjandi rissmyndum. Skýlið er hugsað sem tímabundin geymsluaðstaða.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirhugaða byggingu.
Guðmundur situr hjá.
Guðmundur situr hjá.
9.Ósk um leyfi til að einangra og klæða tvo útveggi sundlaugarinnar á Raufarhöfn
Málsnúmer 202008030Vakta málsnúmer
Óskað er eftir heimild til að einangra og klæða austur- og norðurhlið sundlaugarinnar á Raufarhöfn með 50 mm steinull og steniklæðningu.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir erindið.
10.Óskað er eftir stöðuleyfi til tveggja ára fyrir gám á lóðinni að Klifagötu 14
Málsnúmer 202008045Vakta málsnúmer
Hubert Gryczewski óskar eftir stöðuleyfi fyrir 40 feta gám austan við Klifagötu 14 á Kópaskeri. Meðfylgjandi erindi er rissmynd af fyrirhugaðri staðsetningu.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst ekki á að heimila stöðuleyfi fyrir gám á þessum stað.
11.Uppskipting lóðar að Hafnarstétt 17
Málsnúmer 202008029Vakta málsnúmer
Ketill Gauti Árnason, f.h. Norðurþings, óskar eftir að gefinn verði út nýr lóðarleigusamningur fyrir Hafnarstétt 17 þannig að akstursleið milli húsa verði utan lóðarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að gefinn verði út nýr lóðarleigusamningur til samræmis við framlagða ósk.
12.Aftöppun á kælikerfum hjá PCC BakkiSilicon hf.
Málsnúmer 202008042Vakta málsnúmer
Fyrir Skipulags- og framkvæmdaráði liggur til kynningar svar Umhverfisstofnunar varðandi samþykki stofnunarinnar um leyfi til að tappa af kælikerfum verksmiðjunnar hjá PCC.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar málinu til umfjöllunar og ákvörðunar hjá Orkuveitu Húsavíkur ohf. sem hefur umsjón með uppbyggingu og rekstri fráveitukerfa í Norðurþingi.
13.Óskað er eftir að lagt verði fram yfirlit yfir samþykktar framkvæmdar samkv. framkv.áætlun, stöðu verkefna og gjaldfærslur
Málsnúmer 202008049Vakta málsnúmer
Bergur Elías Ágústsson óskar eftir að lagt verði fram yfirlit yfir samþykktar framkvæmdir samkvæmt framkvæmdaáætlun, stöðu hvers verkefnis fyrir sig og gjaldfærslur á einstaka framkvæmdaliði áætlunarinnar fram til 1 ágúst.
1. V3253118 Reykjaheiðarvegur. Farið yfir stöðu verkefnis er varðar útskipti lagna, gatnalýsingu og yfirborðsfrágang við Reykjaheiðarveg.
2. V3253120 Yfirborðsfrágangur Höfðavegur. Farið yfir stöðu verkefnis er varðar frágang lagna, gatnalýsingu og yfirborðsfrágang við Höfðaveg 6.
3. V3253115 Uppgræðsla og frágangur opinna svæða. Farið yfir stöðu verkefnis er snýr að uppgræðslu og yfirborðsfrágangi í kringum stangarbakkastíg.
4. V31501133 Útivistarsvæði við Reyðarárhnjúk. Farið yfir stöðu verkefnis er snýr að uppbyggingu vegteginga, bílastæða og annarra innviða í tengslum við útivistarsvæði við Reyðarárhnjúk.
5. Nýbyggingar Búfesti í Grundargarði, Jarðvegsskipti og yfirborðsfrágangur. Farið yfir stöðu verkefnis er snýr að byggingu íbúðarhúsnæðis í Grundargarði ásamt gatnagerð og öðrum verkefnum á vegum Norðurþings og Orkuveitu Húsavíkur ohf. á svæðinu.
6. Bygging íbúðakjarna við Stóragarð. Farið yfir stöðu verkefnis er snýr að byggingu félagslegs íbúðarkjarna við Stóragarð.
7. Sorpmóttaka að Víðimóum, niðurrif og förgun síubúnaðar sorpbrennslu. Farið yfir stöðu verkefnis er snýr að niðurrifi og förgun búnaðar sem notaður var við afgashreinsun í tengslum við brennslu sorps á tímum Sorpsamlags Húsavíkur.
8. Tjaldsvæði á Húsavík, viðhald og uppbygging innviða. Farið yfir verkefni sem snúa að uppbyggingu og rekstri tjaldsvæðis á Húsavík.
9. Sjóvörn í suðurfjöru, Grjótgarður til varnar landbroti út suðurfjöruvegi. Farið yfir stöðu verkefnis er snýr að framlengingu sjóvarnar ca. 2oo m til norðurs frá Þorvaldsstaðaá í suðurfjöru.
10. Innviðauppbygging í tengslum við lóð E1 á Bakka og úthlutun lóðar til Bakkakróks. Farið yfir stöðu verkefnis er snýr að uppbyggingu innviða s.s. veitna, tengivega ofl. í tengslum við úthlutun lóða á Bakka.
11. Leikvellir í Norðurþingi og viðhald þeirra. Farið yfir stöðu verkefna er snúa að leikvöllum í Norðurþingi, viðhaldi þeirra og öðrum þeim þáttum sem framkvæmdasvið hefur aðkomu að.
12. V3253122 Framkvæmdir við Naust, húsnæði Björgunarsveitarinnar Garðars á Húsavík. Farið yfir stöðu verkefnis er snýr að framkvæmdum við Naust og afleiddum verkefnum.
13. Röndin Kópaskeri, Vegagerð og frágangur vegna fiskeldis á Röndinni. Farið yfir stöðu verkefnis er snýr að uppbyggingu innviða á Röndinni við Kópasker í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu fiskeldis á svæðinu.
14. Íþróttamiðstöð á Raufarhöfn. Utanhússklæðning norður- og austurhliðar. Farið yfir stöðu verkefnis er snýr að utanhússviðhaldi íþróttamiðstöðvar á Raufarhöfn. Verkefnið kemur inn í beinu framhaldi af gluggaskiptum í sundlaugarrými fyrr í sumar.
15. Íþróttahöll á Húsavík. Háþrýstiþvottur og málning á þaki íþróttahúss. Farið yfir stöðu verkefnis er snýr að viðhaldi íþróttahúss á Húsavík.
16. V3253167 Sundlaug á Raufarhöfn. Útskipti á gluggum og uppsetning loftræsikerfis. Farið yfir stöðu verkefnis er snýr að viðhaldi sundlaugar á Raufarhöfn.
17. Ísland ljóstengt, Höskuldarnes. Lagning ljósleiðara frá Raufarhöfn í Höskuldarnes. Farið yfir stöðu verkefnisins "Ísland Ljóstengt" og eftirstöðvar þess innan Norðurþings.
18. Fjárfesting - Þjónustubifreið áhaldahúss á Húsavík. Farið yfir stöðuna og áætlaðan afhendingartíma þjónustubifreiðar til þjónustumiðstöðvar Norðurþings.
19. Áhaldahús á Raufarhöfn, Uppsetning varmadælubúnaðar. Farið yfir stöðu verkefnis er snýr að kaupum og uppsetningu varmadælubúnaðar í áhaldahús Norðurþings á Raufarhöfn.
20. Skrifstofa Norðurþings á Raufarhöfn, Uppsetning varmadælubúnaðar. Farið yfir stöðu verkefnis er snýr að kaupum og uppsetningu varmadælubúnaðar í skrifstofu Norðurþings á Raufarhöfn.
21. Félagsheimilið Hnitbjörg á Raufarhöfn. Uppsetning varmadælubúnaðar. Farið yfir stöðu verkefnis er snýr að kaupum og uppsetningu varmadælubúnaðar í félagsheimilið Hnitbjörg á Raufarhöfn.
2. V3253120 Yfirborðsfrágangur Höfðavegur. Farið yfir stöðu verkefnis er varðar frágang lagna, gatnalýsingu og yfirborðsfrágang við Höfðaveg 6.
3. V3253115 Uppgræðsla og frágangur opinna svæða. Farið yfir stöðu verkefnis er snýr að uppgræðslu og yfirborðsfrágangi í kringum stangarbakkastíg.
4. V31501133 Útivistarsvæði við Reyðarárhnjúk. Farið yfir stöðu verkefnis er snýr að uppbyggingu vegteginga, bílastæða og annarra innviða í tengslum við útivistarsvæði við Reyðarárhnjúk.
5. Nýbyggingar Búfesti í Grundargarði, Jarðvegsskipti og yfirborðsfrágangur. Farið yfir stöðu verkefnis er snýr að byggingu íbúðarhúsnæðis í Grundargarði ásamt gatnagerð og öðrum verkefnum á vegum Norðurþings og Orkuveitu Húsavíkur ohf. á svæðinu.
6. Bygging íbúðakjarna við Stóragarð. Farið yfir stöðu verkefnis er snýr að byggingu félagslegs íbúðarkjarna við Stóragarð.
7. Sorpmóttaka að Víðimóum, niðurrif og förgun síubúnaðar sorpbrennslu. Farið yfir stöðu verkefnis er snýr að niðurrifi og förgun búnaðar sem notaður var við afgashreinsun í tengslum við brennslu sorps á tímum Sorpsamlags Húsavíkur.
8. Tjaldsvæði á Húsavík, viðhald og uppbygging innviða. Farið yfir verkefni sem snúa að uppbyggingu og rekstri tjaldsvæðis á Húsavík.
9. Sjóvörn í suðurfjöru, Grjótgarður til varnar landbroti út suðurfjöruvegi. Farið yfir stöðu verkefnis er snýr að framlengingu sjóvarnar ca. 2oo m til norðurs frá Þorvaldsstaðaá í suðurfjöru.
10. Innviðauppbygging í tengslum við lóð E1 á Bakka og úthlutun lóðar til Bakkakróks. Farið yfir stöðu verkefnis er snýr að uppbyggingu innviða s.s. veitna, tengivega ofl. í tengslum við úthlutun lóða á Bakka.
11. Leikvellir í Norðurþingi og viðhald þeirra. Farið yfir stöðu verkefna er snúa að leikvöllum í Norðurþingi, viðhaldi þeirra og öðrum þeim þáttum sem framkvæmdasvið hefur aðkomu að.
12. V3253122 Framkvæmdir við Naust, húsnæði Björgunarsveitarinnar Garðars á Húsavík. Farið yfir stöðu verkefnis er snýr að framkvæmdum við Naust og afleiddum verkefnum.
13. Röndin Kópaskeri, Vegagerð og frágangur vegna fiskeldis á Röndinni. Farið yfir stöðu verkefnis er snýr að uppbyggingu innviða á Röndinni við Kópasker í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu fiskeldis á svæðinu.
14. Íþróttamiðstöð á Raufarhöfn. Utanhússklæðning norður- og austurhliðar. Farið yfir stöðu verkefnis er snýr að utanhússviðhaldi íþróttamiðstöðvar á Raufarhöfn. Verkefnið kemur inn í beinu framhaldi af gluggaskiptum í sundlaugarrými fyrr í sumar.
15. Íþróttahöll á Húsavík. Háþrýstiþvottur og málning á þaki íþróttahúss. Farið yfir stöðu verkefnis er snýr að viðhaldi íþróttahúss á Húsavík.
16. V3253167 Sundlaug á Raufarhöfn. Útskipti á gluggum og uppsetning loftræsikerfis. Farið yfir stöðu verkefnis er snýr að viðhaldi sundlaugar á Raufarhöfn.
17. Ísland ljóstengt, Höskuldarnes. Lagning ljósleiðara frá Raufarhöfn í Höskuldarnes. Farið yfir stöðu verkefnisins "Ísland Ljóstengt" og eftirstöðvar þess innan Norðurþings.
18. Fjárfesting - Þjónustubifreið áhaldahúss á Húsavík. Farið yfir stöðuna og áætlaðan afhendingartíma þjónustubifreiðar til þjónustumiðstöðvar Norðurþings.
19. Áhaldahús á Raufarhöfn, Uppsetning varmadælubúnaðar. Farið yfir stöðu verkefnis er snýr að kaupum og uppsetningu varmadælubúnaðar í áhaldahús Norðurþings á Raufarhöfn.
20. Skrifstofa Norðurþings á Raufarhöfn, Uppsetning varmadælubúnaðar. Farið yfir stöðu verkefnis er snýr að kaupum og uppsetningu varmadælubúnaðar í skrifstofu Norðurþings á Raufarhöfn.
21. Félagsheimilið Hnitbjörg á Raufarhöfn. Uppsetning varmadælubúnaðar. Farið yfir stöðu verkefnis er snýr að kaupum og uppsetningu varmadælubúnaðar í félagsheimilið Hnitbjörg á Raufarhöfn.
Fundi slitið - kl. 15:20.
Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi sat fundinn í fjarfundi.