Óskað er eftir að lagt verði fram yfirlit yfir samþykktar framkvæmdar samkv. framkv.áætlun, stöðu verkefna og gjaldfærslur
Málsnúmer 202008049
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 75. fundur - 18.08.2020
Bergur Elías Ágústsson óskar eftir að lagt verði fram yfirlit yfir samþykktar framkvæmdir samkvæmt framkvæmdaáætlun, stöðu hvers verkefnis fyrir sig og gjaldfærslur á einstaka framkvæmdaliði áætlunarinnar fram til 1 ágúst.
2. V3253120 Yfirborðsfrágangur Höfðavegur. Farið yfir stöðu verkefnis er varðar frágang lagna, gatnalýsingu og yfirborðsfrágang við Höfðaveg 6.
3. V3253115 Uppgræðsla og frágangur opinna svæða. Farið yfir stöðu verkefnis er snýr að uppgræðslu og yfirborðsfrágangi í kringum stangarbakkastíg.
4. V31501133 Útivistarsvæði við Reyðarárhnjúk. Farið yfir stöðu verkefnis er snýr að uppbyggingu vegteginga, bílastæða og annarra innviða í tengslum við útivistarsvæði við Reyðarárhnjúk.
5. Nýbyggingar Búfesti í Grundargarði, Jarðvegsskipti og yfirborðsfrágangur. Farið yfir stöðu verkefnis er snýr að byggingu íbúðarhúsnæðis í Grundargarði ásamt gatnagerð og öðrum verkefnum á vegum Norðurþings og Orkuveitu Húsavíkur ohf. á svæðinu.
6. Bygging íbúðakjarna við Stóragarð. Farið yfir stöðu verkefnis er snýr að byggingu félagslegs íbúðarkjarna við Stóragarð.
7. Sorpmóttaka að Víðimóum, niðurrif og förgun síubúnaðar sorpbrennslu. Farið yfir stöðu verkefnis er snýr að niðurrifi og förgun búnaðar sem notaður var við afgashreinsun í tengslum við brennslu sorps á tímum Sorpsamlags Húsavíkur.
8. Tjaldsvæði á Húsavík, viðhald og uppbygging innviða. Farið yfir verkefni sem snúa að uppbyggingu og rekstri tjaldsvæðis á Húsavík.
9. Sjóvörn í suðurfjöru, Grjótgarður til varnar landbroti út suðurfjöruvegi. Farið yfir stöðu verkefnis er snýr að framlengingu sjóvarnar ca. 2oo m til norðurs frá Þorvaldsstaðaá í suðurfjöru.
10. Innviðauppbygging í tengslum við lóð E1 á Bakka og úthlutun lóðar til Bakkakróks. Farið yfir stöðu verkefnis er snýr að uppbyggingu innviða s.s. veitna, tengivega ofl. í tengslum við úthlutun lóða á Bakka.
11. Leikvellir í Norðurþingi og viðhald þeirra. Farið yfir stöðu verkefna er snúa að leikvöllum í Norðurþingi, viðhaldi þeirra og öðrum þeim þáttum sem framkvæmdasvið hefur aðkomu að.
12. V3253122 Framkvæmdir við Naust, húsnæði Björgunarsveitarinnar Garðars á Húsavík. Farið yfir stöðu verkefnis er snýr að framkvæmdum við Naust og afleiddum verkefnum.
13. Röndin Kópaskeri, Vegagerð og frágangur vegna fiskeldis á Röndinni. Farið yfir stöðu verkefnis er snýr að uppbyggingu innviða á Röndinni við Kópasker í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu fiskeldis á svæðinu.
14. Íþróttamiðstöð á Raufarhöfn. Utanhússklæðning norður- og austurhliðar. Farið yfir stöðu verkefnis er snýr að utanhússviðhaldi íþróttamiðstöðvar á Raufarhöfn. Verkefnið kemur inn í beinu framhaldi af gluggaskiptum í sundlaugarrými fyrr í sumar.
15. Íþróttahöll á Húsavík. Háþrýstiþvottur og málning á þaki íþróttahúss. Farið yfir stöðu verkefnis er snýr að viðhaldi íþróttahúss á Húsavík.
16. V3253167 Sundlaug á Raufarhöfn. Útskipti á gluggum og uppsetning loftræsikerfis. Farið yfir stöðu verkefnis er snýr að viðhaldi sundlaugar á Raufarhöfn.
17. Ísland ljóstengt, Höskuldarnes. Lagning ljósleiðara frá Raufarhöfn í Höskuldarnes. Farið yfir stöðu verkefnisins "Ísland Ljóstengt" og eftirstöðvar þess innan Norðurþings.
18. Fjárfesting - Þjónustubifreið áhaldahúss á Húsavík. Farið yfir stöðuna og áætlaðan afhendingartíma þjónustubifreiðar til þjónustumiðstöðvar Norðurþings.
19. Áhaldahús á Raufarhöfn, Uppsetning varmadælubúnaðar. Farið yfir stöðu verkefnis er snýr að kaupum og uppsetningu varmadælubúnaðar í áhaldahús Norðurþings á Raufarhöfn.
20. Skrifstofa Norðurþings á Raufarhöfn, Uppsetning varmadælubúnaðar. Farið yfir stöðu verkefnis er snýr að kaupum og uppsetningu varmadælubúnaðar í skrifstofu Norðurþings á Raufarhöfn.
21. Félagsheimilið Hnitbjörg á Raufarhöfn. Uppsetning varmadælubúnaðar. Farið yfir stöðu verkefnis er snýr að kaupum og uppsetningu varmadælubúnaðar í félagsheimilið Hnitbjörg á Raufarhöfn.