Naustalækur ehf. óskar eftir lóðinni Útgarði 2 undir fjölbýlishús
Málsnúmer 202005136
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 69. fundur - 02.06.2020
Naustalækur ehf óskar eftir að fá lóðinni að Útgarði 2 úthlutað undir sex íbúða fjölbýlishús fyrir íbúa 55 ára og eldri. Meðfylgjandi erindi eru teikningar af mögulegu húsi á lóðina.
Skipulags- og framkvæmdaráð fagnar hugmyndum um nýtingu lóðarinnar og telur framlagðar teikningar álitlegar. Ráðið telur sveitarfélagið þó ekki í stöðu til að ráðstafa lóðinni að svo komnu máli en felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leggja mat á kostnað við deiliskipulagningu svæðisins.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 75. fundur - 18.08.2020
Naustalækur ehf. óskar eftir vilyrði fyrir lóðinni að Útgarði 2 á Húsavík gegn því að annast gerð deiliskipulags svæðisins. Lóðin er skilgreind í þeirri skipulagstillögu sem fyrir liggur en tók ekki gildi.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst ekki á úthlutun lóðarinnar á þessu stigi en felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja vinnu við deiliskipulag svæðisins.