Óskað er eftir rekstraryfirliti fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2020 og áætlun fyrir seinni hluta árs
Málsnúmer 202008048
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 75. fundur - 18.08.2020
Bergur Elías Ágústsson óskar eftir rekstraryfirliti (tekjur og helstu gjaldaliði) fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2020 og áætlaða tekjur fyrir seinni hluta ársins. Jafnframt er æskilegt að tekin sé umræða um rekstrarhagræðingu hjá Hafnarsjóði Norðurþings
Í ljósi verulegs samdráttar hjá höfnum Norðurþings felur skipulags- og framkvæmdaráð hafnastjóra að fara yfir rekstur hafna, koma með tillögur að hagræðingu, leita allra leiða til að lækka kostnað og leggja fyrir ráðið að tveimur vikum liðnum.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 76. fundur - 01.09.2020
Á 75. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Í ljósi verulegs samdráttar hjá höfnum Norðurþings felur skipulags- og framkvæmdaráð hafnastjóra að fara yfir rekstur hafna, koma með tillögur að hagræðingu, leita allra leiða til að lækka kostnað og leggja fyrir ráðið að tveimur vikum liðnum.
Í ljósi verulegs samdráttar hjá höfnum Norðurþings felur skipulags- og framkvæmdaráð hafnastjóra að fara yfir rekstur hafna, koma með tillögur að hagræðingu, leita allra leiða til að lækka kostnað og leggja fyrir ráðið að tveimur vikum liðnum.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar málinu.
Bergur Elías óskar bókað að fyrir næsta fundi verði lögð fyrir upphafleg og samþykkt fjárhagsáætlun hafnasjóðs fyrir árið 2020. Óskað er eftir sundurliðun lykla.
Bergur Elías óskar bókað að fyrir næsta fundi verði lögð fyrir upphafleg og samþykkt fjárhagsáætlun hafnasjóðs fyrir árið 2020. Óskað er eftir sundurliðun lykla.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 78. fundur - 15.09.2020
Á 75. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað: Í ljósi verulegs samdráttar hjá höfnum Norðurþings felur skipulags- og framkvæmdaráð hafnastjóra að fara yfir rekstur hafna, koma með tillögur að hagræðingu, leita allra leiða til að lækka kostnað og leggja fyrir ráðið að tveimur vikum liðnum.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur hafnastjóra að draga úr bakvöktum á höfn og skerða þjónustu í samræmi við það.
Bergur Elías óskar bókað:
Rétt er að benda á að þessi ráðstöfun/þjónustuskerðing dugar ekki til, allt sem gert verður stærra eins og viðhald, fjárfesting og afborganir lána þarf að fjármagna með lántöku. Það er von mín að þjónustuskerðingin muni ekki hafa áhrif á tekjur hafna Norðurþings.
Bergur Elías óskar bókað:
Rétt er að benda á að þessi ráðstöfun/þjónustuskerðing dugar ekki til, allt sem gert verður stærra eins og viðhald, fjárfesting og afborganir lána þarf að fjármagna með lántöku. Það er von mín að þjónustuskerðingin muni ekki hafa áhrif á tekjur hafna Norðurþings.