Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

76. fundur 01. september 2020 kl. 13:00 - 15:05 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Silja Jóhannesdóttir formaður
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson aðalmaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Smári Jónas Lúðvíksson starfsmaður í stjórnsýslu
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
  • Jónas Hreiðar Einarsson starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá

1.Styrkir

Málsnúmer 202008124Vakta málsnúmer

Silja leggur til að hafin verði vinna hjá Norðurþingi við að skoða möguleika á styrkjum til framkvæmda eða annarra verkefna í ljósi þess að fé til framkvæmda verður takmarkað á næsta ári enda stór verkefni í farvatninu nú þegar svo sem hjúkrunarheimili og íbúðakjarni.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tillöguna og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að setja þá vinnu af stað og leggja tillögur fyrir ráðið að nýju í lok september. Ráðið bendir starfsmanni á að vera í samstarfi við SSNE sem hefur reynslu í styrkjaumsóknum.

2.Hverfisráð Raufarhafnar 2019 - 2021

Málsnúmer 201908035Vakta málsnúmer

Byggðarráð vísar liðum 3 og 5 til skipulags- og framkvæmdaráðs.
3. Framkvæmdir í sundlaugarrými. Hverfisráð gerir athugasemdir varðandi glugga sem settir voru upp í vor.
5. Hafnarmannvirki: Hverfisráð vekur athygli á því að viðhald á bryggjum á Raufarhöfn er verulega ábótarvant og þarf nauðsynlega að koma endurbótum í farveg sem fyrst.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar hverfisráði Raufarhafnar fyrir ábendingarnar. Ekki stendur til að skipta um nýja glugga í sundlaugarrými og ekki stendur til að fara að vinna í hljóðvistun árið 2020. Reynt er að viðhalda hafnamannvirkjun eftir bestu getu.

3.Ósk um að sveitarfélagið heimili og komi að verki er viðkemur uppsetningu minningarreits í gamla kirkjugarðinum.

Málsnúmer 202007036Vakta málsnúmer

Á 73. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs sem haldinn var þann 14. júlí sl. var lagt fram erindi frá Helgu Kristinsdóttur fh. Kirkjugarða Húsavíkur þar sem óskað var heimildar og aðkomu Norðurþings að uppsetningu minningarreits í gamla kirkjugarðinum á Húsavík. Skipulags- og framkvæmdaráð frestaði ákvarðanatöku í málinu og kallaði eftir nauðsynlegum gögnum frá Sóknarnefnd s.s. upplýsingum um kostnaðarhlut Norðurþings og efnisgerð.
Málið er lagt fyrir skipulags- og framkvæmdaráð að nýju þar sem framlögð eru umbeðin gögn frá Sóknarnefnd varðandi verkefnið.
Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar erindinu en bendir á að hægt er að sækja um styrki til byggðarráðs.

4.Umsókn um breytingar á gangstétt vegna aðkomu að bílaplani

Málsnúmer 202008116Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá íbúum í Laugarbrekku 18 á Húsavík varðandi mögulegar breytingar á gangstétt sveitarfélagsins fyrir framan húsið vegna ástæðna sem raktar eru í erindinu. Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til erindisins.

Skipulags- og framkvæmdaráð frestar erindinu og óskar eftir frekari útfærslu á efnisgerð, lokafrágangi og fyrirhuguðum halla gangstéttar.

5.Útboð snjómoksturs í Reykjahverfi 2020-2022

Málsnúmer 202008117Vakta málsnúmer

Óskað er heimildar skipulags- og framkvæmdaráðs til þess að setja í útboðsferli, verksamning um snjómokstur í Reykjahverfi fyrir tímabilið 2020-2022.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að bjóða út verkið. Ráðið vísar gögnunum til kynningar hjá hverfisráði Reykjahverfis.

6.Yfirlit verkefna þjónustumiðstöðvar á Húsavík.

Málsnúmer 202008121Vakta málsnúmer

Fyrir liggur yfirlit verkefna sem voru inn á borði þjónustumiðstöðvar líðandi sumars. Ráðnir voru inn sex einstaklingar í sumarstörf og mikilvægt að rýna hvernig verkefnum var fylgt eftir.
Yfirlitið nær til viðhalds grænna svæða í Norðurþingi, göngustíga og öðrum viðhaldsverkefnum. Starfsfólk var sérstaklega ráðið inn í viðhald á Skrúðgarði, golfvelli og girðinga.
Lagt fram til kynningar.

7.Hjólreiðastígar í landi Norðurþings - framhald.

Málsnúmer 202008133Vakta málsnúmer

Erindi um hjólreiðastíga í þremur liðum.
1.Tengistígur frá Botnsvatni að bílaplani við Reykjaheiði
2.Uppbygging stíga frá Botnsvatni niður að Hóli
3.Skilti við bílastæði á Reykjaheiði
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar uppsetningu skilta og gerð stígs frá Botnsvatni niður að Hóli í samráði við umhverfisstjóra Norðurþings. Tengistíg frá Botnsvatni að bílaplani við Reykjaheiði er vísað til umræðu við framkvæmdaáætlun 2021.

8.Hraðatakmarkanir á Húsavík og annarra þéttbýlisstaða innan Norðurþings

Málsnúmer 201709113Vakta málsnúmer

Komnar eru umsagnir um umferðamerkingar á Húsavík frá ökukennara og lögreglu.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fyrir umsögn frá lögreglu og ökukennara en frestar erindinu þar sem ekki er komin umsögn frá Vegagerðinni.

9.Óskað er eftir rekstraryfirliti fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2020 og áætlun fyrir seinni hluta árs

Málsnúmer 202008048Vakta málsnúmer

Á 75. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Í ljósi verulegs samdráttar hjá höfnum Norðurþings felur skipulags- og framkvæmdaráð hafnastjóra að fara yfir rekstur hafna, koma með tillögur að hagræðingu, leita allra leiða til að lækka kostnað og leggja fyrir ráðið að tveimur vikum liðnum.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar málinu.
Bergur Elías óskar bókað að fyrir næsta fundi verði lögð fyrir upphafleg og samþykkt fjárhagsáætlun hafnasjóðs fyrir árið 2020. Óskað er eftir sundurliðun lykla.

10.Framkvæmdaáætlun hafna 2020

Málsnúmer 201908059Vakta málsnúmer

Taka þarf afstöðu til þeirra framkvæmda sem áætlaðar voru á árinu 2020
Fyrir liggur tilllaga að endurskoðaðri framkvæmdaáætlun hafnasjóðs.

1. Gatnakerfi hafnar, viðhald og malbik. Áætlað fjármagn 5 mkr.

2. Þvergarður endurbyggður og lengdur. Áætlað fjármagn 63,3 mkr. Fresta framkvæmd en leggja í hönnunarkostnað, í samráði við Vegagerðarinnar.

3. Bökugarður, viðgerð á þekju. Áætlað fjármagn 13 mkr.

4. Norðurhafnarsvæði, undirlag, malbik og girðingar. Áætlað fjármagn 26 mkr.- frestað, en leggja í hönnunarkostnað 2-3 milljónir.

5. Framkvæmdir vegna færslu fiskivigtar 3-4 milljónir.

6. Dýpkun við Þvergarð, beðið er kostnaðaráætlunar.

11.Rifós hf. óskar eftir heimild til að breyta deiliskipulagi fyrir eldisstöð Rifós

Málsnúmer 202008107Vakta málsnúmer

Ómar Ívarsson, f.h. Rifóss hf, óskar heimildar til að vinna tillögu að breytingu deiliskipulags fyrir eldisstöð Rifóss í Kelduhverfi. Fyrirhuguð breyting fælist í að stækka byggingareiti A, B og F eins og nánar kemur fram í erindi.
Skipulags- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemdir við að Rifós láti vinna tillögu að breytingu deiliskipulags m.v. fyrirliggjandi hugmyndir til að leggja fyrir ráðið.

12.Höskuldur S. Hallgrímsson og Brynhildur Gísladóttir sækja um lóðina Hraunholt 5

Málsnúmer 202008078Vakta málsnúmer

Höskuldur Skúli Hallgrímsson og Brynhildur Gísladóttir óska eftir að fá lóðinni að Hraunholti 5 úthlutað til byggingar einbýlishúss. Skipulags- og framkvæmdaráð var áður búið að leggja til við sveitarstjórn að þeim yrði úthlutað lóðinni að Lyngholti 7, en þau telja nú að Hraunholt 5 henti betur undir þá húsbyggingu sem þau hafa í huga.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Höskuldi Skúla og Brynhildi verði úthlutað lóðinni að Hraunholti 5. Ennfremur er fyrri tillaga ráðsins að úthlutun Stakkholts 7 til sömu aðila dregin til baka.

Fundi slitið - kl. 15:05.