Tillaga að breyttri nefndarskipan
Málsnúmer 201811079
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Norðurþings - 86. fundur - 20.11.2018
Fulltrúar B lista leggja fram tillögu um breytta nefndarskipan. Lagt er til að skipuð verði þriggja manna nefnd um starfsemi og rekstur hafna Norðurþings sem bera muni vera stjórn Hafnasjóðs Norðurþings. Lagt er til að nefndin taki til starfa í janúar 2019.
Starfsemi hafna sveitarfélagsins þ.e. á Raufarhöfn, Kópaskeri og Húsavík er vistuð undir Skipulags- og framkvæmdaráði sveitarfélagsins. Hafnir Norðurþings eru B-hluta fyrirtæki með sjálfstæðan rekstur og efnahag og á þar af leiðandi að vera sjálfstætt starfandi fyrirtæki. Í ljósi verulegrar aukningar á umsvifum á hafnartengdri starfsemi í sveitarfélaginu telja undirrituð skynsamlegt að gera breytingar á þessum málaflokki. Starfsemi hafnarsjóðs er mjög sérhæfð og krefst þekkingar á sviði fjárfestinga, hafnarverndar, öryggismála hafna og sjófaranda sem og þjónustu við útgerð og farþega-og flutningskip.
Bergur Elías Ágústsson
Hjálmar Bogi Hafliðason
Hrund Ásgeirsdóttir
Starfsemi hafna sveitarfélagsins þ.e. á Raufarhöfn, Kópaskeri og Húsavík er vistuð undir Skipulags- og framkvæmdaráði sveitarfélagsins. Hafnir Norðurþings eru B-hluta fyrirtæki með sjálfstæðan rekstur og efnahag og á þar af leiðandi að vera sjálfstætt starfandi fyrirtæki. Í ljósi verulegrar aukningar á umsvifum á hafnartengdri starfsemi í sveitarfélaginu telja undirrituð skynsamlegt að gera breytingar á þessum málaflokki. Starfsemi hafnarsjóðs er mjög sérhæfð og krefst þekkingar á sviði fjárfestinga, hafnarverndar, öryggismála hafna og sjófaranda sem og þjónustu við útgerð og farþega-og flutningskip.
Bergur Elías Ágústsson
Hjálmar Bogi Hafliðason
Hrund Ásgeirsdóttir
Bergur leggur fram eftirfarandi tillögu:
Afgreiðsla tillögunnar verði frestað og tekið upp á síðari stigum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Bergs.