Sveitarstjórn Norðurþings
1.Fundur sveitarstjórnar í desember
Málsnúmer 201912007Vakta málsnúmer
2.Skipun í fulltrúaráð Eyþings og fulltrúa á aðalfundum Eyþings
Málsnúmer 201806072Vakta málsnúmer
Aðalmenn:
Kristján Þór Magnússon
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Silja Jóhannesdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Hafrún Olgeirsdóttir
Varamenn:
Birna Ásgeirsdóttir
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir
Benóný Valur Jakobsson
Bergur Elías Ágústsson
Hrund Ásgeirsdóttir
Samþykkt samhljóða.
3.Rekstraráætlanir HNÞ bs og MMÞ 2020
Málsnúmer 201911050Vakta málsnúmer
"Byggðarráð staðfestir framlagðar áætlanir og áætluð framlög Norðurþings og vísar til afgreiðslu í sveitarstjórn."
Samþykkt samhljóða.
4.Brunavarnaáætlun Norðurþings 2020-2025
Málsnúmer 201909011Vakta málsnúmer
"Byggðarráð vísar brunavarnaáætlun 2020-2025 til afgreiðslu í sveitarstjórn."
Samþykkt samhljóða.
5.Heimild til lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga
Málsnúmer 201911106Vakta málsnúmer
Staðgengill sveitarstjóra, í fjarveru sveitarstjóra, óskar eftir heimild byggðarráðs og í framhaldinu heimild sveitarstjórnar til lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga fyrir allt að 100 milljónum til að mæta kostnaði við framkvæmdir á árinu 2019, til að mynda byggingu nýrrar slökkvistöðvar í Norðurþingi. Í samþykktri fjárhagsáætlun ársins 2019 er gert ráð fyrir að teknar verði allt að 250 milljónir að láni til að mæta kostnaði við framkvæmdir ársins, en engin lán hafa verið tekin á árinu og ekki er gert ráð fyrir frekari lántökum á árinu.
Samþykkt samhljóða.
6.Beiðni um afhendingu á jafnréttisáætlun ásamt framkvæmdaáætlun.
Málsnúmer 201903082Vakta málsnúmer
Samþykkt samhljóða.
7.Umhverfis- og samgöngunefnd: Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlögum (forsendur úthlutana úr Jöfnunarsjóði), 391. mál.
Málsnúmer 201911119Vakta málsnúmer
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 9. desember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/150/s/0524.html
Vakin er athygli á því að nefndastarf fastanefnda Alþingis er rafrænt. Óskað er eftir að umsagnir og erindi verði send á rafrænu formi.
Bent skal á að umsagnir og gögn um málið birtast á vef Alþingis undir fyrirsögninni Innsend erindi á síðu viðkomandi þingmáls.
Leiðbeiningar um ritun umsagna er að finna á vef Alþingis á slóðinni www.althingi.is/vefur/nefndaumsagnir.html
Kristján leggur fram eftirfarandi tillögu að umsögn sveitarfélagsins;
Norðurþing vill koma á framfæri athugasemd við ofangreint frumvarp. Sveitarstjórn telur mikilvægt að fjárhagslega verði stutt við sameiningar sveitarfélaga, en að sá fjárhagslegi stuðningur verði að fjármagna með sérstöku framlagi úr ríkissjóði sem ekki skerði getu Jöfnunarsjóðs til að standa undir sínu almenna hlutverki. Því tekur Norðurþing undir umsögn Akureyrarbæjar og fleiri með að það sé með öllu óforsvaranlegt að ríkið ætli ekki að koma að fjármögnun sameininganna beint, vegna þess nýja verkefnis, sem sjóðnum er ætlað að styðja. Verði ekki af sérstöku framlagi ríkisins er verið að skerða framlög Jöfnunarsjóðs sem ætlað er að jafna aðstöðu sveitarfélaga með tekju- og útgjaldajöfnunarframlagi. Líkt og Akureyrarbær hefur bent á hefur þetta í för með sér að þau sveitarfélög sem ekki munu sameinast verða ekki aðeins af tekjum heldur er þeim gert að greiða fyrir sameiningu annarra sveitarfélaga.
Tillagan borin undir atkvæði, samþykkt samhljóða.
8.Reglur um félagslegt leiguhúsnæði
Málsnúmer 201911036Vakta málsnúmer
Samþykkt samhljóða.
9.Launað námsleyfi
Málsnúmer 201905152Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi reglur um stuðning til fjarnáms í menntavísindum fyrir Norðurþing og vísar þeim til samþykktar í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
10.Gjaldskrá sorphirðu 2020
Málsnúmer 201910030Vakta málsnúmer
11.Íþróttamannvirki Norðurþings - Gjaldskrár 2020
Málsnúmer 201910062Vakta málsnúmer
Íþróttahöll Húsavíkur:
1/1 salur pr. klst.
7.200 kr.
2/3 salur pr. klst.
4.800 kr.
1/3 salur pr. klst.
3.550 kr.
Litli salur/þreksalur pr. klst.
3.550 kr.
Leigugjald fyrir allan salinn í sólarhring
155.800 kr.
Leiga á stólum út úr húsi, kr stk: 460 kr.
Leiga á sal utan hefðbundins opnunartíma (morguntímar)
1/1 salur pr. klst.
12.200 kr.
2/3 salur pr. klst.
9.800 kr.
1/3 salur pr. klst.
8.700 kr.
Litli salur/þreksalur pr. klst. 8.700 kr.
Íþróttamannvirki Raufarhöfn/Lundur/Kópasker:
Salur til útleigu
1/1 salur = pr. klst. 4.850 kr.
Íþróttahús Kópaskeri/Lundur:
Stakt skipti einstaklingur
600 kr.
Hópatími/salur (1 klst)
4.220 kr.
Sundlaugar Norðurþings (Húsavík/Lundur/Raufarhöfn):
Fullorðnir
Stakir miðar 800 kr.
Afsláttarmiðar 10 stk.
5.100 kr.
Afsláttarmiðar 30 stk.
12.800 kr.
Árskort
33.800 kr.
Fjölskyldukort
22.000 kr.
Eldri borgarar (67 ára og eldri)
Stakir miðar
360 kr.
Afsláttarmiðar
2.150 kr.
Árskort 16.400 kr.
Fjölskyldukort
8.200 kr.
Frítt fyrir 75% öryrkja*
0 kr.
Börn 6-17 ára
Stakur miði
350 kr.
Afsláttarmiðar 10 stk.
2.100 kr.
Frístundakort 1.barn
3.000 kr.
2.barn kr.
2.050 kr.
3.barn kr.
0 kr.
Sundföt/Handklæði
Sundföt 770 kr.
Handklæði 770 kr.
Handklæði sundföt sundferð 1.600 kr.
Útleiga á Sundlaug með vaktmanni utan opnunartíma(klst) 12.300 kr.
útleiga á Sundlaug á opnunartíma (klst) 7.200 kr.
*Sé þess krafist í afgreiðslu gætu gestir þurft að framvísa viðeigandi skírteinum
Samþykkt samhljóða.
12.Skólamötuneyti - Gjaldskrár 2020
Málsnúmer 201910059Vakta málsnúmer
Borgarhólsskóli: 499 kr.
Grunnskóli Raufarhafnar: 450 kr.
Öxarfjarðarskóli:
Nemendur grunnskóla - 636 kr.
Nemendur leikskóla - 498 kr.
Fæðisgjöld í Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla eru
reiknuð út frá hráefniskostnaði hverju sinni.
Í Borgarhólsskóla fá nemendur morgunverð, ávaxtastund og
hádegisverð.
Í Grunnskóla Raufarhafnar fá nemendur morgun- og hádegisverð.
Í Öxarfjarðarskóla fá nemendur morgun- og hádegisverð og
síðdegishressingu.
Samþykkt með atkvæðum Kolbrúnar Ödu, Silju, Helenu Eydísar, Heiðbjartar Þóru, Hafrúnar, Bylgju, Hrundar og Kristjáns Þórs.
Hjálmar Bogi sat hjá.
13.Tónlistarskóli Húsavíkur - Gjaldskrá 2020
Málsnúmer 201910060Vakta málsnúmer
Einkatímar (fullt gjald):
60mín.
48.265 kr.
50mín.
44.817 kr.
40mín.
36.774 kr.
30mín.
31.027 kr.
20mín.
25.282 kr.
Einkatímar (fjölsk. afsl. 25%):
60mín.
36.199 kr.
50mín.
33.613 kr.
40mín.
27.580 kr.
30mín.
23.270 kr.
20mín.
18.961 kr.
Tveir eða fleiri (fullt gjald):
60mín.
28.730 kr.
50mín.
25.856 kr.
40mín.
22.984 kr.
30mín.
20.685 kr.
20mín.
17.238 kr.
Tveir eða fleiri (fjölsk. afsl. 25%):
60mín.
21.547 kr.
50mín.
19.392 kr.
40mín.
17.238 kr.
30mín.
15.513 kr.
20mín.
12.929 kr.
Einkatímar 21. árs og eldri (fullt gjald):
60mín.
63.167 kr.
50mín.
51.138 kr.
40mín.
48.265 kr.
30mín.
41.370 kr.
20mín.
36.774 kr.
Einkatímar 21. árs og eldri (fjölsk. afsl. 25%):
60mín.
47.375 kr.
50mín.
38.354 kr.
40mín.
36.199 kr.
30mín.
31.028 kr.
20mín.
27.580 kr.
Tveir eða fleiri 21.árs og eldri (fullt gjald):
60mín.
37.348 kr.
50mín.
33.901 kr.
40mín.
29.878 kr.
30mín.
26.432 kr.
20mín.
22.410 kr.
Tveir eða fleiri 21.árs og eldri (fjölsk. afsl. 25%):
60mín.
28.011 kr.
50mín.
25.426 kr.
40mín.
22.408 kr.
30mín.
19.824 kr.
20mín.
16.807 kr.
Undirleikur:
60
72.972 kr.
50
63.779 kr.
40
54.471 kr.
30
48.839 kr.
20
35.624 kr.
Kór
13.215 kr.
Marimba
8.446 kr.
Hljóðfæraleiga
6.665 kr.
14.Gjaldskrá Þjónustan heim 2020
Málsnúmer 201909066Vakta málsnúmer
15.Gjaldskrá hunda- og kattahalds 2020
Málsnúmer 201910031Vakta málsnúmer
Kristján leggur til eftirfarandi breytingartillögu;
Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald verði óbreytt árið 2020 frá fyrra ári eða 15349 kr fyrir nýskráningu hunda og 3835 kr fyrir ketti.
Samþykkt samhljóða.
16.Leikskólar - Gjaldskrá 2020
Málsnúmer 201910058Vakta málsnúmer
"Fjölskylduráð samþykkir að hækka leikskólagjöld um 2.5% frá fyrri gjaldskrá en að halda fæðisgjaldi óbreyttu og vísar gjaldskrá til staðfestingar til sveitarstjórnar.
Vistun mánaðargjöld:
Klst.
Almennt Einstæðir
1-
3.507 kr.
2.520 kr.
4-
14.028 kr.
10.080 kr.
5-
17.535 kr.
12.600 kr.
6-
21.042 kr.
15.120 kr.
7-
24.549 kr.
17.640 kr.
8-
28.056 kr.
20.160 kr.
8 1/2-
31.563 kr.
22.680 kr.
Fæði mánaðargjöld:
Morgunverður á Grænuvöllum: 2.455 kr.
Hádegisverður á Grænuvöllum: 5.846 kr.
Síðdegishressing á Grænuvöllum:
2.455 kr.
Mjólkurgjald í Lundi og á Raufarhöfn: 640 kr.
Gjald ef barn er sótt eftir umsaminn tíma kr. 1000.-
Systkinaafsláttur
með 2. barni 50%
með 3. barni 100%
Námsmenn sem stunda fullt lánshæft nám samkvæmt reglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna fá 20% afslátt af vistunargjöldum samkvæmt nánari reglum þar um. Umsóknum skal skila til Fræðslufulltrúa fyrir upphaf námsannar."
Samþykkt með atkvæðum; Kristjáns Þórs, Ödu, Silju, Helenu Eydísar og Heiðbjartar.
Hafrún greiðir atkvæði á móti. Hjálmar Bogi, Hrund og Bylgja sitja hjá.
17.Gjaldskrá Hafnasjóðs 2020
Málsnúmer 201910069Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá.
18.Gjaldskrá Slökkviliðs Norðurþings 2020
Málsnúmer 201911113Vakta málsnúmer
Samþykkt samhljóða.
19.Álagning gjalda 2020
Málsnúmer 201910130Vakta málsnúmer
Hafrún og Hjálmar Bogi leggja til eftirfarandi breytingu á álagningu gjalda;
Undirrituð leggja til að álagningaprósenta fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði lækki í 0,475% í stað 0,500% eins og gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun fyrir árið 2020.
Greinargerð:
Í ljósi þess að fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði hefur hækkað um 72% á tveimur árum eins og fram kom á fundi sveitarstjórnar í desember 2018 þarf sveitarfélagið að bregðast við með lækkun á álagningaprósentunni. En þessi hækkun hefur haft í för með sér aukin útgjöld fyrir íbúa sveitarfélagsins.
Virðingafyllst
Hafrún Olgeirsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Hjálmar Bogi og Helena greiða atkvæði með tillögunni, Silja situr hjá.
Helena óskar bókað;
Undirrituð samþykkir tillöguna með fyrirvara um að útfæra þarf hvaða liði fjárhagsáætlunar þarf að lækka til að mæta þeim tekjum sem sveitarélagið verður af með lækkun á fasteignaskattsprósentunni.
Ákvörðun um álagningu gjalda er vísað til sveitarstjórnar.
Helena leggur fram eftirfarandi tillögu; Ekki hefur komið fram tillaga að hálfu minnihlutans um með hvaða hætti lækkun á fasteignaskattstekjum sveitarfélagsins og tekjum frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga skuli mætt í rekstri sveitarfélagsins á árinu 2020 og í þriggja ára áætlun fyrir árin 2021 til 2023. Undirrituð leggur því til að horfið verði til baka til fyrri tillögu sem felur í sér að fasteignaskattsprósenta verði lækkuð úr 0,525% í 0,5%, en það er sú tillaga sem legið hefur til grundvallar fjárhagsáætlunar ársins 2020 og þriggja ára áætlana frá því í haust.
Tillaga Helenu borin undir atkvæði.
Tillagan er samþykkt með atkvæðum Kristjáns, Silju, Helenu, Heiðbjartar og Ödu.
Hjálmar, Hafrún, Hrund og Bylgja greiða atkvæði á móti tillögunni.
Aðrar álögur, tillaga;
Forsendur fjárhagsáætlunar 2020 og þriggja ára áætlunar 2021-2023
2018
2019
2020
2021
2022
2023
Útsvar
14,52%
14,52%
14,52%
14,52%
14,52%
14,52%
Fasteignaskattur:
A flokkur
0,575%
0,525%
0,500%
0,500%
0,500%
0,500%
B flokkur
1,32%
1,32%
1,32%
1,32%
1,32%
1,32%
C flokkur
1,65%
1,65%
1,60%
1,60%
1,60%
1,60%
Lóðaleiga 1
1,50%
1,50%
1,50%
1,50%
1,50%
1,50%
Lóðaleiga 2
2,50%
2,50%
2,50%
2,50%
2,50%
2,50%
Vatnsgjald:
A flokkur
0,100%
0,100%
0,100%
0,100%
0,100%
0,100%
B flokkur
0,450%
0,450%
0,450%
0,450%
0,450%
0,450%
C flokkur
0,450%
0,450%
0,450%
0,450%
0,450%
0,450%
Holræsagjald:
A flokkur
0,100%
0,100%
0,100%
0,100%
0,100%
0,100%
B flokkur
0,275%
0,275%
0,275%
0,275%
0,275%
0,275%
C flokkur
0,275%
0,275%
0,275%
0,275%
0,275%
0,275%
Sorphirðugjald
Þjónustugjald A
Heimili
46.117 46.117
47.270
47.270
47.270
47.270
Þjónustugjald B
Sumarhús
23.019
23.019
23.594
23.594
23.594
23.594
Tillagan borin undir atkvæði.
Tillagan samþykkt með atkvæðum Kristjáns, Ödu, Heiðbjartar, Helenu og Silju.
Hjálmar Bogi, Hafrún, Hrund og Bylgja sátu hjá.
20.Framkvæmda-, fjárhags- og viðhaldsáætlun framkvæmdasviðs 2020
Málsnúmer 201908041Vakta málsnúmer
Bíla- og tækjakaup
15 mkr.
Malbikun og gatnagerð
75 mkr.
Göngustígar og gangstéttir
20 mkr.
Fasteignir- Kaup/Nýbyggingar
0
Fasteignir - Viðhald
60 mkr.
Annað
52 mkr.
Á 310. fundi byggðarráðs var ofangreind framkvæmda-, fjárhags- og viðhaldsáætlun framkvæmdasviðs 2020 lögð fram til kynningar. Á þeim fundi var bókað:
"Byggðarráð bendir á að ekki er gert ráð fyrir fjármagni til uppbyggingar hjúkrunarheimilis á Húsavík í upptalningu ráðsins undir liðnum "fasteignir - kaup/nýbyggingar". Áætlað framlag til byggingarinnar rúmast þó innan heildarfjárhæðar sem áætluð er til framkvæmda á árinu 2020.
Byggðarráð vísar framkvæmda- og fjárfestingaáætlun 2020 til sveitarstjórnar."
Samþykkt með atkvæðum Ödu, Kristjáns Þórs, Helenu, Heiðbjartar og Silju.
Hjálmar, Hafrún og Bylgja greiða atkvæði á móti tillögunni, Hrund situr hjá.
21.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2020
Málsnúmer 201906029Vakta málsnúmer
Minnihlutinn leggur fram eftirfarandi bókun;
Senn lýkur einu mesta hagvaxtarskeiði á Íslandi undanfarin ár. Tekjur sveitarfélagsins hafa verið mikilar samhliða uppbyggingu orkufreks iðnaðar á Bakka. Það eru því vonbrigði að enn skuli viðhaldið hækkunum álaga á samfélagið og samhliða því að þjónusta verði skert. Nú virðist það raungerast sem minnihlutinn bókaði við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019; framlegðarhlutfall fer enn lækkandi, þensla í rekstri sveitarfélagsins og auknar tekjur sóttar í vasa íbúa og fyrirtækja til að standa undir rekstri sveitarfélagsins.
Sveitarfélagið hefur ráðist í ýmsar jákvæðar framkvæmdir sem er mikilvægt að ljúka. Við teljum skynsamlegt að ljúka framkvæmdum sem byrjað er á, t.d. Stangarbakkastíg og frágangi í Hraunholti. Auk þess að sinna nauðsynlegu viðhaldi á eignum sveitarfélagins. Að því sögðu teljum við óskynsamlegt að hefja bæði áhættusamar og dýrar framkvæmdir.
Fjárhagsáætlun 2020 gerir ráð fyrir sölu eigna að upphæð 227 milljónir króna sem er alls óvíst að nái fram að ganga og er þá um einskiptis aðgerðir að ræða. Sömuleiðis er gert ráð fyrir aukinni skuldasöfnun sem lýsir agaleysi í rekstri sveitarfélagsins, framúrkeyslu í verklegum framkvæmdum og óhófi í fjárfestingum. Það þýðir að öllu óbreyttu að enn þarf að sækja fjármagn í auknum mæli til íbúa og lögaðila samfélagsins með hækkun skatta og þjónustugjalda.
Í fjáhagsáætlun fyrir árið 2020 má sjá hvar dregur úr framkvæmdagetu og tekjustofnar einir og sér standa ekki undir markmiðum meirihlutans um uppbyggingu. Því þarf að forgangsraða í rekstri sveitarfélagsins með áherslu á grunnþjónustu við börn og ungmenni. Það vekur jafnframt athygli að svæði utan Húsavíkur bera skarðan hlut frá borði í stefnu meirihlutans.
Í síðustu þjónustukönnun Gallup kom í ljós að óánægja eykst meðal barnafjölskyldna og hvernig sveitarfélagið sinnir menningarmálum. Sömuleiðis dregur úr ánægju fólks með aðstöðu til íþrótta- og tómstundaiðkunar. Miðað við áherslur meirihlutans sem birtast í fjárhagsáætlun stendur ekki til að bregðast við þeirri óánægju.
Þrátt fyrir að vinna við fjárhagsáætlun hafi hafist fyrir mitt árið 2019 hefur skort alla heildarsýn við fjárhagsáætlunargerðina. Stefna meirihluta sveitarstjórnar birtist í niðurskurði í þjónustu eins og skólum og annarri grunnþjónustu en það er vilji fulltrúa minnihluta sveitarstjórnar að standa vörð um grunnþjónustu og forðast íþyngjandi álögur. Minnihluti sveitarstjórnar Norðurþings getur því ekki samþykkt framlagðar fjárhagsáætlanir.
Virðingarfyllts
Bylgja Steingrímsdóttir
Hafrún Olgeirsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Hrund Ásgeirsdóttir
Meirihlutinn setur fram eftirfarandi bókun;
Eftir mikinn viðsnúning í rekstri sveitarfélagsins á undanförnum árum uppbyggingar og eflingar atvinnulífs á svæðinu er ljóst að hægst hefur á hagvextinum og tekjuáætlun ársins 2019 er undir væntingum. Útkomuspá ársins 2019 gerir ráð fyrir halla uppá liðlega 100 mkr. Það er lykilatriði að ná sem mestu hlutfalli þess halla upp strax á næsta ári þrátt fyrir að búast megi við því að tekjur aukist aðeins lítillega og að lækka verði álögur á íbúa hvað snertir fasteignagjöld sérstaklega. Þessi staða er leiðarstef í fjárhagsáætlun Norðurþings 2020. Gert ert ráð fyrir 64 mkr afgangi í samstæðu Norðurþings í lok árs 2020, gert er ráð fyrir að rekstrarjöfnuður til þriggja ára sé jákvæður og að skuldaviðmið lækki til næstu þriggja ára.
Líkt og undanfarin ár hefur áætlunin í raun verið unnin í góðri samvinnu kjörinna fulltrúa og nefndarfólks í nefndum og byggðarráði þó vissulega hafi komið upp áherslumunur þegar útfærslur áætlunarinnar hafa verið ræddar. Áskorunin við að ná markmiðum áætlunarinnar er á okkur, kjörna fulltrúa, embættismenn, stjórnendur og stofnanir sveitarfélagsins, nefndir og ráð, að vinna til samræmis við það sem hér er lagt upp með. Rétt er að árétta það að fjárhagsáætlunin er bindandi rammi á þær fjárheimildir sem til staðar verða á næsta ári og til þriggja ára. Gæta þarf þess að þær fjárheimilidir til rekstrarins sem hér hafa verið samþykktar verði virtar við úrlausn þeirra verkefna sem við blasa á næsta ári.
Undirrituð vilja koma á framfæri þakklæti til starfsfólks sveitarfélagsins fyrir góða vinnu við gerð áætlunarinnar og fulltrúum allra stjórnmálaflokka fyrir samstarfið á meðan vinnslu fjárhagsáætlunar hefur staðið.
Fjárhagsáætlun 2020 borin undir atkvæði og samþykkt með atkvæðum, Ödu, Silju, Kristjáns Þórs, Heiðbjartar og Helenu.
Hjálmar Hafrún, Hrund og Bylgja sitja hjá.
Þriggja ára áætlun 2021 - 2023 borin undir atkvæði,samþykkt með atkvæðum, Ödu, Silju, Kristjáns Þórs, Heiðbjartar og Helenu.
Hjálmar Hafrún, Hrund og Bylgja sitja hjá.
22.Erindi frá Búfesti hsf. Ósk um samþykki fyrir fráviki frá gildandi deiliskipulagi að Grundargarði 2 og Ásgarðsvegi 27
Málsnúmer 201911066Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð telur breytingar skipulagsins það óverulegar að ekki sé tilefni til fullrar kynningar þeirra skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Ráðið leggur því til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Grennd í því samhengi telur ráðið hæfilega ákvarðaða sem lóðir að Grundargarði 1-3, 4, 6 og 13-15 auk Ásgarðsvegar 21, 22, 25 og 26.
23.Deiliskipulag fyrir verslunar- og þjónustusvæði V3 við golfvöll
Málsnúmer 201811120Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með þeim lagfæringum sem gerðar hafa verið.
24.Bakkakrókur ehf óskar eftir byggingarlóð merkt E1 á deiliskipulagi á Bakka
Málsnúmer 201911099Vakta málsnúmer
Friðrik Sigurðsson mætti til fundarins og gerði grein fyrir fyrirhugaðri uppbyggingu lóðarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Bakkakrók ehf verði úthlutað lóðinni. Minnt er á að ekki er komin vegtenging fyrir lóðina til samræmis við skipulag. Ennfremur eru skráðar fornleifar innan lóðarinnar sem ekki má raska nema að höfðu samráði við Minjastofnun Íslands.
Samþykkt samhljóða.
25.Stefnumótun fyrir Orkuveitu Húsavíkur ohf
Málsnúmer 201809043Vakta málsnúmer
Stefnurnar lagðar fram til atkvæðagreiðslu.
Samþykkt samhljóða.
26.Skipulags- og framkvæmdaráð - 49
Málsnúmer 1910011FVakta málsnúmer
27.Skipulags- og framkvæmdaráð - 50
Málsnúmer 1911001FVakta málsnúmer
28.Skipulags- og framkvæmdaráð - 51
Málsnúmer 1911005FVakta málsnúmer
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
29.Skipulags- og framkvæmdaráð - 52
Málsnúmer 1911009FVakta málsnúmer
30.Fjölskylduráð - 47
Málsnúmer 1910015FVakta málsnúmer
Hrund tók til máls undir lið nr. 3
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
31.Fjölskylduráð - 48
Málsnúmer 1911003FVakta málsnúmer
32.Fjölskylduráð - 49
Málsnúmer 1911006FVakta málsnúmer
Til máls tóku undir lið nr. 3. Hjálmar Bogi og Kolbrún Ada.
Til máls tóku undir lið nr. 4. Hafrún og Heiðbjört Þóra.
33.Fjölskylduráð - 50
Málsnúmer 1911008FVakta málsnúmer
34.Byggðarráð Norðurþings - 307
Málsnúmer 1910012FVakta málsnúmer
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
35.Byggðarráð Norðurþings - 308
Málsnúmer 1911002FVakta málsnúmer
36.Byggðarráð Norðurþings - 309
Málsnúmer 1911007FVakta málsnúmer
37.Byggðarráð Norðurþings - 310
Málsnúmer 1911010FVakta málsnúmer
38.Orkuveita Húsavíkur ohf - 198
Málsnúmer 1910014FVakta málsnúmer
39.Orkuveita Húsavíkur ohf - 199
Málsnúmer 1911004FVakta málsnúmer
40.Frístundaheimilið Tún - Gjaldskrá 2020
Málsnúmer 201910063Vakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 17:48.