Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

17. fundur 04. desember 2018 kl. 13:30 - 15:55 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Silja Jóhannesdóttir formaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson varaformaður
  • Heiðar Hrafn Halldórsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Röðull Reyr Kárason varamaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Smári Jónas Lúðvíksson starfsmaður í stjórnsýslu
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Þórir Gunnarsson, hafnastjóri sat fundinn undir lið 1-4.
Gaukur Hjartarson, skipulags- og byggingarstjóri sat fundinn undir lið 1-7 og 10.
Smári J. Lúðvíksson sat fundinn undir lið 10.
Ketill Gauti Árnason sat fundinn undir lið 11-12.

1.Öxarfjörður í sókn - kynning á stöðu mála

Málsnúmer 201811026Vakta málsnúmer

Charlotta Englund verkefnastjóri Öxarfjarðar í sókn kemur og kynnir stöðu verkefnis.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Charlottu Englund fyrir kynninguna.

2.Hafnasambandsþing 25.-26. október 2018.

Málsnúmer 201809021Vakta málsnúmer

Þinggerð Hafnasambandsþings 2018 og ályktun 41. Hafnasambandsþings um öryggi í höfnum og að unnið verði áhættumat. Einnig fylgir minnisblað frá Gísla Gíslasyni formanni Hafnasambandsins um stöðu landtenginga.
Skipulags- og framkvæmdaráð fór yfir þinggerð Hafnasambandsins.

3.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2018

Málsnúmer 201801115Vakta málsnúmer

Fundargerð 408. fundar Hafnasambandssins lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

4.Breyting á Aðalskipulagi Norðurþings vegna efnistökusvæða

Málsnúmer 201806114Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu á breytingum aðalskipulags Norðurþings vegna efnistökusvæða. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni (bréf dags. 29. nóvember), Minjastofnun Íslands (bréf dags. 20. nóvember), Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra (bréf dags. 13. nóvember) og Skipulagsstofnun (bréf dags. 25. október).

Vegagerðin gerir ekki athugasemd við skipulagsbreytinguna.
Minjastofnun Íslands gerir ekki athugasemd við skipulagsbreytinguna.
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra (HNE) gerir ekki athugasemd við skipulagsbreytinguna sem slíka. HNE minnir hinsvegar á að lágmarka beri sjónræn áhrif af efnisvinnslunni sem kostur er. Minnt er á vefsíðu "namur.is" þar sem er að finna leiðbeiningar um efnistöku og frágang efnistökusvæða. Minnt er á reglugerð nr. 785/199 vegna starfsleyfis fyrir efnistöku sem getur haft í för með sér mengun.
Skipulagsstofnun minnir á að senda þarf stofnuninni afrit af umsögnum ásamt viðbrögðum við þeim ef það á við. Lagfæra þarf í greinargerð að Kjalarásnáma á Melrakkasléttu er á svæði Nv7 en ekki Nv5 í náttúruminjaskrá. Í því samhengi er bent á að náttúruminjaskrá skv. eldri lögum heldur gildi sínu þar til ný náttúruminjaskrá skv. náttúrurverndarlögum nr. 60/2013 hefur verið gefin út. Loks þarf að gera ráð fyrir undirritunartexta vegna samþykktar og staðfestingar skipulagsbreytingarinnar á kortblaðinu.
Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að láta lagfæra skipulagstillöguna til samræmis við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt með þeim breytingum sem tilgreindar eru hér á undan.

5.Deiliskipulag fyrir verslunar- og þjónustusvæði V3 við golfvöll

Málsnúmer 201811120Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga Arnhildar Pálmadóttur arkitekts að skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag verslunar- og þjónustusvæðis V3 við golfvöllinn á Húsavik.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eins og hún var lögð fyrir.

6.Rifós hf óskar eftir umfjöllun á breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 201811121Vakta málsnúmer

Rifós hf óskar eftir að tillaga að breytingu deiliskipulags fiskeldis að Lóni í Kelduhverfi verði tekin fyrir í sveitarstjórn Norðurþings. Tillagan er unnin af Landslagi ehf. Breytingin felst í því að hámarksvegghæð kerja innan byggingarreits C verði 5,0 m frá botni í stað 4,0 m skv. núgildandi deiliskipulagi. Einnig verði heimilt að byggja skýli eða hús yfir öll ker innan byggingarreits, eitt eða fleiri í senn. Hámarksmænishæð húsa verði 9,0 m yfir botni kerjanna. Gildandi deiliskipulag heimilar byggingu skýla með allt að 6,5 m mænishæð yfir botni. Ákvæði eru um að þak- og veggfletir húsa/skýla innan byggingarreits C verði í náttúrulegum litatónum.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir sjónarmið greinargerðar um að umhverfisáhrif deiliskipulagsbreytingarinnar verði f.o.f. sjónræn og ekki verulega neikvæð. Ráðið telur að breyting deiliskipulags falli innan ramma gildandi aðalskipulags.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu deiliskipulags verði kynnt til samræmis við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

7.Umsókn um leyfi til að útbúa íbúð í norðurenda neðri hæðar Garðarsbrautar 62

Málsnúmer 201809094Vakta málsnúmer

Óskað er leyfis til að útbúa sjálfstæða íbúð á neðri hæð í norðurenda Garðarsbrautar 62 á Husavik. Teikningar eru unnar af Vigfúsi Sigurðssyni hjá Mannviti. Fyrir liggur samþykki annara eigenda í húsinu. Einnig liggur fyrir umsögn slökkviliðsstjóra.
Í aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 kafla 24.3.6 segir m.a. "Þar sem aðstæður leyfa má gera ráð fyrir íbúðum á verslunar- og þjónustusvæðum, sérstaklega á efri hæðum bygginga". Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á að innréttuð verði íbúð skv. framlögðum teikningum og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn þar að lútandi hafa borist.

8.Flutningur aðstöðu Slökkviliðs Norðurþings úr Bakkagötu 4 í Bakkagötu 12, Kópaskeri

Málsnúmer 201809097Vakta málsnúmer

Á undanförnum vikum hefur verið skoðað hvort hagkvæmt sé fyrir sveitarfélagið að sameina þjónustumiðstöð og slökkvistöð á Kópaskeri undir sama þaki að Bakkagötu 10.
Niðurstaða þeirrar vinnu gefur tilefni til þess að ætla að hægt sé að ná fram töluverðri hagræðingu í rekstri eigna Norðurþings með því að selja húsnæðið að Bakkagötu 4.

Komið hafa fram athugasemdir frá aðilum á svæðinu þar sem lýst er yfir áhyggjum af því að ferlið sé ekki opið og það muni hafa verðmyndandi áhrif á svæðinu. Fyrir liggur hjá ráðinu að taka afstöðu til erindisins.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar erindið og mun bíða með að taka afstöðu þar til liggur fyrir verðmat sem sveitarfélagið er að leita eftir. Frestað til næsta fundar.

9.Reykjaheiðarvegur - Yfirborðsfrágangur

Málsnúmer 201807037Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá íbúum við Reykjaheiðarveg þar sem farið er fram á að lokið verði við yfirborðsfrágang svæðisins.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar íbúum við Reykjaheiðarveg erindið.
Beðið er niðurstöðu dómskvadds matsmanns varðandi áhrif framkvæmda við Reykjaheiðarveg og meðan svo er, þá verður ekki tekin afstaða í málinu.

10.Aðgerðaáætlun um lúpínu í landi Húsavíkur, samstarfs-og tilraunaverkefni

Málsnúmer 201803142Vakta málsnúmer

Elke Wald mætti til fundarins og kynnti greinargerð sína um aðgerðir gegn útbreiðslu lúpínu í landi Húsavíkur. Hún óskar eftir aðgangi að allt að 40 ha landi í Skjólbrekku til prufuverkefnis varðandi eyðingu lúpínu með sauðfjárbeit.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Elke fyrir skýrsluna. Á stórum svæðum sem Elke leggur til að beitt verði er ungskógur í uppvexti, þar af mikið af birki og reynivið sem þola illa sauðfjárbeit. Dæmin sýna að sauðfjárbeit er mun líklegri til að spilla fyrir öðrum gróðri en lúpínu og þá einkum og sérílagi trjágróðri. Allt það land sem Elke leggur til að verði beitt er land sem er samningsbundið Landgræðsluskógasvæði. Búið er að fjárfesta í landgræðslu og skógrækt á svæðinu fyrir verulegar fjárhæðir og umtalsverður árangur að nást.
Ráðið hafnar því erindinu.


11.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2019

Málsnúmer 201805247Vakta málsnúmer

Umræða í ráðinu um fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir rekstrarárið 2019.
Lagt fram til kynningar.

12.Framkvæmdaáætlun framkvæmdasviðs 2019.

Málsnúmer 201809162Vakta málsnúmer

Umræða í skipulags- og framkvæmdaráði um framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins fyrir rekstrarárið 2019.
Nú liggur fyrir að sveitarfélagið hyggst taka hátt í 300 milljón króna lán samkvæmt fjárhagsáætlun 2019. Undirritaður leggur til að búinn verði til einn listi yfir framkvæmdir og lagður fyrir skipulags- og framkvæmdaráð til afgreiðslu. Verkefni verði kostnaðargreind og flokkuð meðal annars m.t.t. kvaða á hendur sveitarfélaginu eins og skuldbindandi samninga og verkefna annarra fyrirtækja/sjóða sveitarfélagsins.

Hjálmar Bogi Hafliðason

Ráðið samþykkir tillögu Hjálmars Boga.

Fundi slitið - kl. 15:55.