Fara í efni

Flutningur aðstöðu Slökkviliðs Norðurþings úr Bakkagötu 4 í Bakkagötu 12, Kópaskeri

Málsnúmer 201809097

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 9. fundur - 25.09.2018

Komið hefur fram sú hugmynd að hagkvæmt geti verið að flytja slökkvistöðina á Kópaskeri úr núverandi húsnæði að Bakkagötu 4, í húsnæði þjónustumiðstöðvar á Kópaskeri að Bakkagötu 12.
Með því móti væri mögulegt að lækka rekstrarkostnað sveitarfélagsins, án þess þó að rýra svo nokkru nemi aðstöðu þjónustumiðstöðvar sveitarfélagsins þar.
Þetta byggist þó á því að hagstætt verð fáist fyrir núverandi aðstöðu slökkviliðs á staðnum og að kostnaður við þær breytingar sem ráðast þarf í á húsnæði þjónustumiðstöðvar, fari ekki yfir söluverðmæti Bakkagötu 4.
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka ákvörðun um hvort stefna skuli að þessum flutningi á aðstöðu slökkviliðs á Kópaskeri.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir flutning slökkvistöðvar og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að undirbúa sölu á núverandi húsnæði slökkviliðs að Bakkagötu 4.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 15. fundur - 13.11.2018

Fyrir liggur hugmynd til hagræðingar á rekstri bæði slökkviliðs og þjónustumiðstöðvar Norðurþings með sameiningu þessara tveggja eininga undir sama þaki að Bakkagötu 12 á Kópaskeri.
Væntanlegur kaupandi slökkvistöðvar er tilbúinn til þess að leggja fram vinnu og efni við nauðsynlegar breytingar á þjónustumiðstöð svo hægt verði að hýsa slökkviliðið á staðnum.
Taka þarf afstöðu til þess hvort halda eigi áfram með verkefnið á þessum forsendum.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að klára málið á þeim forsendum sem koma fram í inngangi og leggja fyrir ráðið drög að samningi til samþykktar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 17. fundur - 04.12.2018

Á undanförnum vikum hefur verið skoðað hvort hagkvæmt sé fyrir sveitarfélagið að sameina þjónustumiðstöð og slökkvistöð á Kópaskeri undir sama þaki að Bakkagötu 10.
Niðurstaða þeirrar vinnu gefur tilefni til þess að ætla að hægt sé að ná fram töluverðri hagræðingu í rekstri eigna Norðurþings með því að selja húsnæðið að Bakkagötu 4.

Komið hafa fram athugasemdir frá aðilum á svæðinu þar sem lýst er yfir áhyggjum af því að ferlið sé ekki opið og það muni hafa verðmyndandi áhrif á svæðinu. Fyrir liggur hjá ráðinu að taka afstöðu til erindisins.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar erindið og mun bíða með að taka afstöðu þar til liggur fyrir verðmat sem sveitarfélagið er að leita eftir. Frestað til næsta fundar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 18. fundur - 18.12.2018

Fyrir liggur verðmat fasteignasölu á húsnæði slökkviliðs á Kópaskeri að Bakkagötu 4.
Taka þarf afstöðu til þess hvort halda skuli áfram áformum um sameiningu slökkvistöðvar og þjónustumiðstöðvar á Kópaskeri m.v. þær forsendur sem fyrir liggja og á hvaða grunni verði gengið frá sölu eignarinnar, komi til þess.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að auglýsa Bakkagötu 4 til sölu og vísar málinu til byggðarráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 28. fundur - 02.04.2019

Skv. fyrirliggjandi ákvörðun skipulags- og framkvæmdaráðs hefur núverandi húsnæði slökkviliðs á Kópaskeri að Bakkagötu 4, verið selt í opnu söluferli og mun verða afhent nýjum eiganda í september á þessu ári.
Til hagræðingar er gert ráð fyrir nýrri aðstöðu slökkviliðs í húsnæði þjónustumiðstöðvar á Kópaskeri að Bakkagötu 12, að undangengnum nauðsynlegum breytingum á húsnæðinu.
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka ákvörðun um næstu skref varðandi verkefnið svo ljúka megi framkvæmdum við uppbyggingu nýrrar aðstöðu slökkviliðs fyrir fyrrgreind tímamörk afhendingar núverandi aðstöðu. liðsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að leita tilboða í færslu slökkviliðs á Kópaskeri í húsnæði þjónustumiðstöðvar að Bakkagötu 12 og leggja fyrir ráðið að nýju.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 33. fundur - 28.05.2019

Húsnæði slökkviliðs á Kópaskeri hefur verið selt og þarf að búa því aðstöðu í þjónustustöð. Framkvæmda- og þjónustufulltrúi fór yfir stöðu málsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að skilgreina nauðsynlegar framkvæmdir og leggja mat á kostnað.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 36. fundur - 25.06.2019

Umsjónamaður eignasjóðs gerir grein fyrir stöðu fyrirhugaðra breytinga á húsnæði þjónustumiðstöðvar á Kópaskeri svo hýsa megi aðstöðu slökkviliðs þar.
Lagt fram til kynningar.