Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
1.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2019
Málsnúmer 201901117Vakta málsnúmer
Fundargerð 413. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
2.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2019
Málsnúmer 201901117Vakta málsnúmer
Til kynningar skýrsla um aðgerðaráætlun um orkuskipti í íslenskum höfnum - með áherslu á raftengingar til skipa í höfn.
Lagt fram til kynningar.
3.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2019
Málsnúmer 201901117Vakta málsnúmer
Til kynningar fundargerð 14. fundar siglingaráðs.
Lagt fram til kynningar.
4.Ósk um stækkun lóðar að Laugarbrekku 9
Málsnúmer 201905126Vakta málsnúmer
Guðmundur Karl Sigurveigarson og Harpa Jónasdóttir óska eftir að lóð að Laugabrekku 9 verði stækkuð að gangbraut milli húsa að Laugarbrekku 7 og 9.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur mikilvægt vegna aðkomu vinnutækja að leiksvæði milli Höfðavegar og Laugarbrekku að lóðarmörk Laugarbrekku 7 og 9 fylgi gildandi deiliskipulagi.
5.Umsókn um byggingarleyfi fyrir spilliefnageymslu
Málsnúmer 201905129Vakta málsnúmer
PCC BakkiSilicon Óskar eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús merkt SB-02 innan lóðarinnar að Bakkavegi 2. Viðbygging yrði 29,6 m² að flatarmáli. Teikning er unnin af Vigfúsi Sigurðssyni hjá Mannviti.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur fyrirhugaða byggingu falla innan ramma deiliskipulags og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir viðbyggingunni þegar fullnægjandi gögn þar að lútandi hafa skilað sér.
6.Lóðarmörk Höfða 7 við land Norðurþings
Málsnúmer 201905132Vakta málsnúmer
Fyrirliggjandi er beiðni frá Val ehf. um að gengið verði frá lóðarmörkum við Höfða 7 á Húsavík.
Umtalsverður hæðarmunur er á lóðinni og aðliggjandi vegstæði sunnan lóðar sem kalla á aðgerðir við afmörkun lóðar.
Umtalsverður hæðarmunur er á lóðinni og aðliggjandi vegstæði sunnan lóðar sem kalla á aðgerðir við afmörkun lóðar.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ganga frá lóðarmörkum í samvinnu við Val ehf. Ráðið samþykkir fyrir sitt leiti að hæðarmun lóðar verði eytt út með fláa.
7.Flutningur aðstöðu Slökkviliðs Norðurþings úr Bakkagötu 4 í Bakkagötu 12, Kópaskeri
Málsnúmer 201809097Vakta málsnúmer
Húsnæði slökkviliðs á Kópaskeri hefur verið selt og þarf að búa því aðstöðu í þjónustustöð. Framkvæmda- og þjónustufulltrúi fór yfir stöðu málsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að skilgreina nauðsynlegar framkvæmdir og leggja mat á kostnað.
8.Framkvæmdaráð uppbyggingu nýs golfskála á Katlavelli Húsavík. Fundargerðir og fleiri gögn
Málsnúmer 201809105Vakta málsnúmer
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi kynnti uppfærða kostnaðaráætlun vegna verkefnisins.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til að Byggðarráð taki upp samning vegna uppbyggingar Katlavallar við Golfklúbb Húsavíkur og fresti framkvæmd ótímabundið vegna þess að fyrirliggjandi kostnaðaráætlun er ekki í samræmi við samning.
Hjálmar Bogi Hafliðason vék af fundi við umræður og afgreiðslu þessa fundarliðar.
Hjálmar Bogi Hafliðason vék af fundi við umræður og afgreiðslu þessa fundarliðar.
9.Gatnagerð að nýjum golfskála
Málsnúmer 201810006Vakta málsnúmer
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi kynnti uppfærða kostnaðaráætlun vegna gatnagerðar.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur ekki grundvöll til að fara í þessa framkvæmd þar sem forsendur uppbyggingar húss við Katlavöll eru brostnar. Ráðið ákveður að fresta framkvæmdinni að svo stöddu.
Hjálmar Bogi Hafliðason vék af fundi við umræður og afgreiðslu þessa fundarliðar.
Hjálmar Bogi Hafliðason vék af fundi við umræður og afgreiðslu þessa fundarliðar.
10.Hönnun Stangarbakkastígs.
Málsnúmer 201808065Vakta málsnúmer
Útboðsferli vegna framkvæmdar við safnlögn yfirborðsvatns og göngustígs eftir Stangarbakka á Húsavík er lokið. Fyrir liggja tilboð frá tveimur aðilum í verkið og eru þau lögð fram til kynningar fyrir skipulags- og framkvæmdaráð.
Óskað er eftir afstöðu ráðsins hvort ráðast eigi í þá framkvæmdaliði Norðurþings sem tilheyra verkinu m.v. þær forsendur sem liggja fyrir.
Óskað er eftir afstöðu ráðsins hvort ráðast eigi í þá framkvæmdaliði Norðurþings sem tilheyra verkinu m.v. þær forsendur sem liggja fyrir.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda.
11.Reykjaheiðarvegur - Yfirborðsfrágangur
Málsnúmer 201807037Vakta málsnúmer
Fyrir liggja drög að hönnun og kostnaðaráætlun vegna gatnagerðar við Reykjaheiðarveg.
Ekki er gert ráð fyrir kostnaði við áhættugreiningu sem fara þarf fram, í meðfylgjandi kostnaðaráætlun.
Ekki er gert ráð fyrir kostnaði við áhættugreiningu sem fara þarf fram, í meðfylgjandi kostnaðaráætlun.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að hefja útboðsferli að lokinni áhættugreiningu.
12.Sundlaug Húsavíkur - Skápalæsingar í fataklefum
Málsnúmer 201902097Vakta málsnúmer
Skv. fyrri afgreiðslu skipulags- og framkvæmdaráðs var óskað eftir kostnaðaráætlunum, annars vegar í lyklalaust skápaaðgengi, en hins vegar tilboði frá öðrum aðila til samanburðar.
Fyrir liggja þær kostnaðartölur sem kallað hefur verið eftir, annars vegar frá Nortek og hins vegar frá Securitas og er óskað eftir því að ráðið taki afstöðu til málsins.
Fyrir liggja þær kostnaðartölur sem kallað hefur verið eftir, annars vegar frá Nortek og hins vegar frá Securitas og er óskað eftir því að ráðið taki afstöðu til málsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að semja við Nortek um lyklalaust skápaaðgengi.
13.Skipulagsbreytingar hjá Norðurþingi
Málsnúmer 201905131Vakta málsnúmer
Kynning skipulagsbreytinga hjá Norðurþingi.
Lagt fram til kynningar og vísað til byggðaráðs til kynningar.
14.Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál.
Málsnúmer 201905103Vakta málsnúmer
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti á 868. fundi sínum að sambandið kannaði áhuga sveitarfélaga á stofnun samstarfsvettvangs fyrir heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur Silju Jóhannesdóttur að fara á stofnafundinn.
15.Ástand Breiðabliks á Raufarhöfn
Málsnúmer 201905137Vakta málsnúmer
Húsið Breiðablik á Raufarhöfn hýsir í dag starfsemi félags eldri borgara á staðnum. Taka þarf út ástand hússins til að taka afstöðu til notkunar hússins.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa og skipulags- og byggingarfulltrúa að taka út ástand hússins Breiðabliks á Raufarhöfn.
Fundi slitið - kl. 16:40.
Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónsutufulltrúi sat fundinn undir liðum 1-14
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undið liðum 4-15
Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri sat fundinn undir lið 12-15
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 12