Framkvæmdaráð uppbyggingu nýs golfskála á Katlavelli Húsavík. Fundargerðir og fleiri gögn
Málsnúmer 201809105
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 28. fundur - 02.04.2019
Yfirferð ákvarðana um byggingu nýs golfskála á Húsavík í tölum og texta.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 33. fundur - 28.05.2019
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi kynnti uppfærða kostnaðaráætlun vegna verkefnisins.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til að Byggðarráð taki upp samning vegna uppbyggingar Katlavallar við Golfklúbb Húsavíkur og fresti framkvæmd ótímabundið vegna þess að fyrirliggjandi kostnaðaráætlun er ekki í samræmi við samning.
Hjálmar Bogi Hafliðason vék af fundi við umræður og afgreiðslu þessa fundarliðar.
Hjálmar Bogi Hafliðason vék af fundi við umræður og afgreiðslu þessa fundarliðar.
Byggðarráð Norðurþings - 292. fundur - 06.06.2019
Á 33. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs, 28. maí 2019, var lagt til að byggðarráð taki upp samning vegna uppbyggingar Katlavallar við Golfklúbb Húsavíkur og fresti framkvæmd ótímabundið vegna þess að fyrirliggjandi kostnaðaráætlun er ekki í samræmi við samning.
Byggðarráð samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs um að fresta byggingu nýs golfskála við Katlavöll og taka upp samninginn við Golfklúbb Húsavíkur. Byggðarráð tekur málið upp við gerð fjárhagsáætlunar.
Meirihluti ráðsins samþykkir tillöguna.
Hjálmar Bogi greiðir atkvæði gegn tillögunni.