Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

28. fundur 02. apríl 2019 kl. 13:00 - 16:05 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Heiðar Hrafn Halldórsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
  • Bjarni Páll Vilhjálmsson varamaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri sat fundinn undir lið 1-7.
Gaukur Hjartarson skipulaga- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir lið 1-7.
Charlotta Englund sat fundinn í síma undir lið 15.

1.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi vegna Hvalbaks

Málsnúmer 201903109Vakta málsnúmer

Óskað er umsagnar vegna rekstarleyfis til veitingasölu í flokki III í Hvalbak að Hafnarstétt 9 á Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn um erindið.

2.Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu um fyrirhugaða framleiðsluaukningu í eldisstöð N-Lax Laxamýri

Málsnúmer 201903126Vakta málsnúmer

Skipulagsstofnun tilkynnti með bréfi dags. 25. mars s.l. að stofnunin hafi komist að þeirri niðurstöðu að fyrirhuguð aukning á framleiðslu N-lax í allt að 50 tonn á ári í eldisstöð fyrirtækisins að Laxamýri sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Ákvörðun stofnunarinnar var lögð fram.

3.Ósk um að lóð verði formuð undir fasteignina Víðilund í Öxarfirði

Málsnúmer 201903024Vakta málsnúmer

Á fundi ráðsins þann 12. mars s.l. var tekin afstaða til afmörkunar lóðar undir Víðilund í Öxarfirði. Nú hafa fundist gögn sem breyta forsendum og því er lögð til breytt afmörkun lóðar undir Víðilund. Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur unnið nýja tillögu að breyttri afmörkun lóðar, sem verði 1,0 ha að flatarmáli. Ennfremur sýnir lóðarblaðið afmörkun lóðar undir gamla skóla við Lund.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðarmörk beggja lóða verði samþykkt eins og þau koma fram á lóðarteikningu.

4.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2019

Málsnúmer 201901117Vakta málsnúmer

Ársreikningar Hafnasambands Íslands 2018 lagðir fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

5.Efling raforkutenginga á Naustagarði

Málsnúmer 201904015Vakta málsnúmer

Fyrir liggur kostnaðaráætlun um bætta raforkutenginga við Naustagarð.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að fara í verkið á grunni kostnaðaráætlunar sem hljóðar uppá tæplega þrjár milljónir.

6.Samkomulag um þjónustu dráttarbáta

Málsnúmer 201902093Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggja drög að samkomulagi um þjónustu dráttarbáta á milli Hafnasamlags Norðurlands og Hafnasjóðs Norðurþings.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög með áorðnum breytingum og felur hafnastjóra að ganga frá samningi.

7.Suðurfjara - Búðará og fylling.

Málsnúmer 201810023Vakta málsnúmer

Upptaka Búðarár í neðanverðu Árgili þar sem henni er veitt inn í Suðurfjöru er liður í stærra verkefni sem snýr m.a. að uppbyggingu iðnaðarsvæðis á suðurfyllingu, yfirborðsfrágangi Stangarbakka, suðurfjöru og suðurhluta hafnarsvæðis ásamt innviðauppbyggingu veitumannvirkja Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi ásamt framkvæmdastjóra Orkuveitu Húsavíkur ohf., kynna stöðu verkefnisins m.t.t. framkvæmda og kostnaðar.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi fór yfir stöðu verkefnisins.

8.Flutningur aðstöðu Slökkviliðs Norðurþings úr Bakkagötu 4 í Bakkagötu 12, Kópaskeri

Málsnúmer 201809097Vakta málsnúmer

Skv. fyrirliggjandi ákvörðun skipulags- og framkvæmdaráðs hefur núverandi húsnæði slökkviliðs á Kópaskeri að Bakkagötu 4, verið selt í opnu söluferli og mun verða afhent nýjum eiganda í september á þessu ári.
Til hagræðingar er gert ráð fyrir nýrri aðstöðu slökkviliðs í húsnæði þjónustumiðstöðvar á Kópaskeri að Bakkagötu 12, að undangengnum nauðsynlegum breytingum á húsnæðinu.
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka ákvörðun um næstu skref varðandi verkefnið svo ljúka megi framkvæmdum við uppbyggingu nýrrar aðstöðu slökkviliðs fyrir fyrrgreind tímamörk afhendingar núverandi aðstöðu. liðsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að leita tilboða í færslu slökkviliðs á Kópaskeri í húsnæði þjónustumiðstöðvar að Bakkagötu 12 og leggja fyrir ráðið að nýju.

9.Framkvæmdaráð uppbyggingu nýs golfskála á Katlavelli Húsavík. Fundargerðir og fleiri gögn

Málsnúmer 201809105Vakta málsnúmer

Yfirferð ákvarðana um byggingu nýs golfskála á Húsavík í tölum og texta.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs leggur til að ekki verði farið af stað með verkefnið að svo stöddu þar sem að ekki liggja fyrir fullnægjandi gögn sem sýna fram á raunverulegan kostnað við byggingu nýs golfskála og vegagerðar honum tengdum. Meirihluti ráðsins leggur því til að klárað verði að hanna skálann, hann boðinn út og ákvörðun um að fara í framkvæmdir verði tekin að því loknu. Nýleg dæmi um stórar framkvæmdir á vegum Norðurþings sýna að betur þarf að standa að undirbúningi framkvæmda í svo stórum verkefnum.
Meirihluti ráðsins samþykkir tillöguna.
Hjálmar Bogi greiðir atkvæði gegn tillögunni.

10.Sundlaug Húsavíkur - vatnsrennibraut

Málsnúmer 201611099Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og þjónustufulltrúi fer yfir stöðu verkefnis.
Lagt fram til kynningar.

11.Ósk frá Sjóböðum ehf.um úrbætur á nánasta umhverfi.

Málsnúmer 201903123Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri f.h. Sjóbaða ehf., hefur óskað eftir því að tekið verði til skoðunar að setja upp tré, hugsuð sem skjólbelti sunnan við vita. Einnig til að koma í veg fyrir moldarfok að það verði skoðað að setja upp þökur á valin svæði ásamt því að sá grasfræjum.
Einnig er óskað eftir því að girðing við vita verði löguð meðfram vita eða sett upp ný girðing.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustustjóra í samráði við umhverfisstjóra að eiga samtal við Sjóböðin um frágang á svæðinu sem um ræðir.

Jafnframt samþykkir ráðið að lagfæra girðingu í kringum vitann og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að fylgja því máli eftir í sumar.

12.Hirðing opinna svæða 2019

Málsnúmer 201903003Vakta málsnúmer

Á 25. fundi skipulags og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað
"Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að skoða möguleikana á verktöku við slátt og hirðingu."
Fyrir liggur tilboð verktaka í grasslátt á opnum svæðum á Húsavík og er óskað eftir afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til þess.
Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar tilboðinu. Þar sem sveitarfélagið er nýbúið að fjárfesta í búnaði til hirðinga á opnum svæðum sér ráðið ekki ástæðu til að kaupa þjónustu sem þessa í verktöku.

13.Upptaka á fyrirkomulagi landleigusamninga 2017-2018

Málsnúmer 201702177Vakta málsnúmer

Eftir opin samráðsfund og fund með stjórnum hestamannafélagsins Grana og Fjáreigendafélagi Húsavíkur eru lögð fram ný drög að samningum um leigu á ræktarlandi úr sveitarsjóði.
Fyrir fundi liggur að auki minnisblað frá fjármálastjóra vegna leigu á ræktarlandi, til viðmiðunar fyrir gjaldtöku.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir drögin og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ganga frá málinu.

14.Ærslabelgir - Leikvellir Norðurþings

Málsnúmer 201806062Vakta málsnúmer

Fyrir liggja niðurstöður skoðunar á því hvaða reglur gilda um uppsetningu og rekstur "ærslabelgja" m.t.t. eftirlitsskyldu rekstraraðila o.fl.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ganga frá kaupum og uppsetningu á tveimur ærslabelgjum, á Húsavík og á Kópaskeri.

15.Erindi frá Öxarfjörður í sókn, stuðningur við endurvinnsluverkefni á Kópaskeri.

Málsnúmer 201903138Vakta málsnúmer

Erindi frá Charlottu Englund, starfsmanni Öxarfjarðar í sókn, liggur fyrir fundi varðandi stuðning við endurvinnsluverkefni á Kópaskeri. Það liggur fyrir ráðinu að taka afstöðu til hvort styðja eigi við verkefnið með aðgengi að tækjum og útbúnaði sveitarfélagsins. Einnig liggur fyrir að taka afstöðu til hvort og þá hvernig væri hægt að endurvinna annað plast en heimilisplast í stað urðunar. Charlotta mætir á fund í síma og kynnir þetta frekar.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að útfæra aðkomu sveitarfélagsins að verkefninu í samráði við verkefnið Öxarfjörður í sókn.

Fundi slitið - kl. 16:05.