Erindi frá Öxarfjörður í sókn, stuðningur við endurvinnsluverkefni á Kópaskeri.
Málsnúmer 201903138
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 28. fundur - 02.04.2019
Erindi frá Charlottu Englund, starfsmanni Öxarfjarðar í sókn, liggur fyrir fundi varðandi stuðning við endurvinnsluverkefni á Kópaskeri. Það liggur fyrir ráðinu að taka afstöðu til hvort styðja eigi við verkefnið með aðgengi að tækjum og útbúnaði sveitarfélagsins. Einnig liggur fyrir að taka afstöðu til hvort og þá hvernig væri hægt að endurvinna annað plast en heimilisplast í stað urðunar. Charlotta mætir á fund í síma og kynnir þetta frekar.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að útfæra aðkomu sveitarfélagsins að verkefninu í samráði við verkefnið Öxarfjörður í sókn.