Fara í efni

Upptaka á fyrirkomulagi landleigusamninga 2017

Málsnúmer 201702177

Vakta málsnúmer

Framkvæmdanefnd - 20. fundur - 23.08.2017

Fyrir liggur að skipuleggja umgjörð á leigu beitarhólfa á landi í eigu Norðurþings og koma þeim málum í fastar skorður sem auðvelt verður fyrir sveitarfélagið að hafa umsjón með.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að vinna áfram að málinu í samráði við hagsmunaaðila og leggja fyrir fundinn að nýju.

Framkvæmdanefnd - 22. fundur - 25.10.2017

Smári Jónas Lúðvíksson fer yfir mögulegar breytingar á tilhögun landleigusamninga við endurnýjun þeirra um næstu áramót.
Mælst er til þess að samningarnir verði endurnýjaðir til eins árs svo svigrúm gefist til þess að móta þá í samvinnu við hestamenn og aðra mótaðila sem nýta sér beitarlönd og beitarhólf í eigu sveitarfélagsins.
Framkvæmdanefnd samþykkir að landleigusamningar verði framlengdir til eins árs og sá tími verði nýttur til þess að undirbúa formbreytingar á samningum í samráði við RML og annarra hlutaðeigandi aðila.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 18. fundur - 18.12.2018

Fyrir liggja hugmyndir að breyttu fyrirkomulagi varðandi landleigusamninga sem gerðir eru í tengslum við leigu á beitarhólfum og aðra leigu lands í eigu Norðurþings.
Umræða hefur farið fram við forsvarsmenn Grana, hestamannafélagsins á Húsavík og þeim kynntar hugmyndirnar, en þær eru fyrst og fremst settar fram í því skyni að bæta umhirðu, utanumhald og eftirfylgni varðandi þessi mál.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 19. fundur - 08.01.2019

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja tillögur að breyttu fyrirkomulagi varðandi leigu á beitarhólfum og eftirfylgni með umhirðu þeirra.
Bjarni Páll vék af fundi undir þessum lið.
Umhverfisstjóri fór yfir vinnu vegna fyrirkomulags landleigusamninga. Ráðið þakkar umhverfisstjóra yfirferðina og felur honum leggja fram drög að nýju fyrirkomulagi fyrir ráðið í febrúar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 22. fundur - 05.02.2019

Fyrir fundi liggja drög að grunnsamningum fyrir land í leigu úr sveitarsjóði og almennar úthlutunarreglur og viðmið í útleigu á landi til nýrra leigjenda.

Næstu skref er kynning á nýrri uppsetningu á opnum fundi með hagsmunaaðilum.
Málinu frestað.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 23. fundur - 12.02.2019

Endurupptaka á máli "upptaka á fyrirkomulagi Landleigusamninga 2017-2018" frá síðasta fundi.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kynna drögin að landleigusamningum og fyrirkomulagi fyrir hagsmunaaðilum.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 28. fundur - 02.04.2019

Eftir opin samráðsfund og fund með stjórnum hestamannafélagsins Grana og Fjáreigendafélagi Húsavíkur eru lögð fram ný drög að samningum um leigu á ræktarlandi úr sveitarsjóði.
Fyrir fundi liggur að auki minnisblað frá fjármálastjóra vegna leigu á ræktarlandi, til viðmiðunar fyrir gjaldtöku.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir drögin og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ganga frá málinu.

Sveitarstjórn Norðurþings - 91. fundur - 16.04.2019

Eftir opin samráðsfund og fund með stjórnum hestamannafélagsins Grana og Fjáreigendafélagi Húsavíkur eru lögð fram ný drög að samningum um leigu á ræktarlandi úr sveitarsjóði.
Fyrir fundi liggur að auki minnisblað frá fjármálastjóra vegna leigu á ræktarlandi, til viðmiðunar fyrir gjaldtöku.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir drögin og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ganga frá málinu.
Bergur Elías gerði grein fyrir drögum að samningi um leigu á ræktarlandi úr sveitarsjóði.
Til máls tók; Silja, Hjálmar og Bergur.
Tillaga Bergs borin undir atkvæði;
Samþykkt samhljóða.
Drögin að samningum í heild sinni samþykkt samhljóða.