Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
1.Aðrennslissvæði vatnsbóla Húsavíkur.
Málsnúmer 201812048Vakta málsnúmer
Verkfræðistofan Vatnaskil hefur lokið vinnu við greiningu og kortlagningu aðrennslissvæða í tengslum við vatnsverndarsvæði vatnsbóla Húsavíkur. Ágúst Guðmundsson frá Vatnaskilum kynnir niðurstöður þeirrar vinnu og fer yfir hver væru næstu skref að þeirra mati.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Ágústi fyrir kynninguna.
2.Framkvæmdaáætlun framkvæmdasviðs 2019.
Málsnúmer 201809162Vakta málsnúmer
Framkvæmdaáætlun 2019 lögð fram. Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs samþykkir áætlunina.
Hjálmar Bogi samþykkir ekki framkvæmdaáætlun 2019 þar sem upphaf að fyrirhugaðri uppbyggingu útivistarsvæðis við Reyðarárhnjúk er ekki á áætlun.
Undirrituð benda á að deiliskipulag fyrir útivistarsvæðið við Reyðarárhnjúk er inn á áætlun ársins 2019. Jafnframt eru 5 milljónir á framkvæmdaáætlun 2019 ætlaðar til að hefja vinnu við flutning á skíðalyftu.
Sif, Silja og Örlygur Hnefill.
Hjálmar Bogi samþykkir ekki framkvæmdaáætlun 2019 þar sem upphaf að fyrirhugaðri uppbyggingu útivistarsvæðis við Reyðarárhnjúk er ekki á áætlun.
Undirrituð benda á að deiliskipulag fyrir útivistarsvæðið við Reyðarárhnjúk er inn á áætlun ársins 2019. Jafnframt eru 5 milljónir á framkvæmdaáætlun 2019 ætlaðar til að hefja vinnu við flutning á skíðalyftu.
Sif, Silja og Örlygur Hnefill.
3.Flutningur aðstöðu Slökkviliðs Norðurþings úr Bakkagötu 4 í Bakkagötu 12, Kópaskeri
Málsnúmer 201809097Vakta málsnúmer
Fyrir liggur verðmat fasteignasölu á húsnæði slökkviliðs á Kópaskeri að Bakkagötu 4.
Taka þarf afstöðu til þess hvort halda skuli áfram áformum um sameiningu slökkvistöðvar og þjónustumiðstöðvar á Kópaskeri m.v. þær forsendur sem fyrir liggja og á hvaða grunni verði gengið frá sölu eignarinnar, komi til þess.
Taka þarf afstöðu til þess hvort halda skuli áfram áformum um sameiningu slökkvistöðvar og þjónustumiðstöðvar á Kópaskeri m.v. þær forsendur sem fyrir liggja og á hvaða grunni verði gengið frá sölu eignarinnar, komi til þess.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að auglýsa Bakkagötu 4 til sölu og vísar málinu til byggðarráðs.
4.Raufarhöfn Varmadæla - íþróttamiðstöð/skóli
Málsnúmer 201608149Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur greinargerð verkfræðistofunnar Eflu um kostnað og ávinning við fjárfestingu í varmadælum í húsnæði íþróttamiðstöðvar og grunnskóla á Raufarhöfn.
Veitt hefur verið vilyrði fyrir 12,5 m.kr. styrk frá Orkusjóði til verkefnisins.
Taka þarf ákvörðun um næstu skref til þess að koma málinu áfram.
Veitt hefur verið vilyrði fyrir 12,5 m.kr. styrk frá Orkusjóði til verkefnisins.
Taka þarf ákvörðun um næstu skref til þess að koma málinu áfram.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar málinu til skoðunar hjá stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf.
5.Umsjónarmaður Hvamms óskar eftir að skoðaður sé sá möguleiki að laga og setja hita í gangstétt frá Litlahvammi 3 að sambýlinu við Pálsgarð.
Málsnúmer 201812049Vakta málsnúmer
Fyrir liggur erindi frá umsjónarmanni Hvamms þar sem óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins að endurnýjun og upphitun gangstíga á svæðinu við Pálsgarð.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar erindið en það rúmast ekki innan framkvæmdaáætlunar 2019.
6.Upptaka á fyrirkomulagi landleigusamninga 2017-2018
Málsnúmer 201702177Vakta málsnúmer
Fyrir liggja hugmyndir að breyttu fyrirkomulagi varðandi landleigusamninga sem gerðir eru í tengslum við leigu á beitarhólfum og aðra leigu lands í eigu Norðurþings.
Umræða hefur farið fram við forsvarsmenn Grana, hestamannafélagsins á Húsavík og þeim kynntar hugmyndirnar, en þær eru fyrst og fremst settar fram í því skyni að bæta umhirðu, utanumhald og eftirfylgni varðandi þessi mál.
Umræða hefur farið fram við forsvarsmenn Grana, hestamannafélagsins á Húsavík og þeim kynntar hugmyndirnar, en þær eru fyrst og fremst settar fram í því skyni að bæta umhirðu, utanumhald og eftirfylgni varðandi þessi mál.
Lagt fram til kynningar.
7.Beiðni um styrk vegna samstarfsverkefnis Bændur græða landið og annarra uppgræðsluverkefna í Norðurþingi á árinu 2018
Málsnúmer 201811104Vakta málsnúmer
Landgræðsla ríkisins óskar eftir styrk að upphæð kr. 450.000 vegna uppgræðsluverkefna ársins 2018.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að veita styrkinn.
8.Umhverfisvænt sveitarfélag.
Málsnúmer 201804105Vakta málsnúmer
Erindi barst frá Kolviði, sjóði, 12.04.2018, um samstarf við Norðurþing. Bókun framkvæmdanefndar 9. maí 2018: Framkvæmdanefnd samþykkir að ganga til samstarfs við Kolvið um að gera Norðurþing að kolefnisjöfnuðu sveitarfélagi.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til vinnu við nýtt aðalskipulag sveitarfélagsins.
9.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu á Núpskötluvegi, nr. 8952 af vegskrá.
Málsnúmer 201810119Vakta málsnúmer
Fyrir liggur tilkynning frá Vegagerðinni varðandi niðurfellingu Núpskötluvegar nr. 8952-01 af vegaskrá.
Lagt fram til kynningar.
10.Ósk um að leigja húsnæðið Bakkagötu 15b (Útskálar vestur), Kópasker.
Málsnúmer 201812039Vakta málsnúmer
Fyrir liggur ósk frá Samherja fiskeldi ehf. um áframhaldandi leigu húsnæðis í eigu Norðurþings að Bakkagötu 15b.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir áframhaldandi leigu.
11.Beiðni um verklag við snjómokstur og hálkuvarnir.
Málsnúmer 201812028Vakta málsnúmer
Erindi barst frá Ágústi Sigurði Óskarssyni á Húsavík sem óskar eftir skýrum svörum varðandi verklag við snjómokstur og hálkuvarnir.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar erindið. Tíðin framan af vetri var óvenju góð. Um mánaðarmótin nóvember-desember gerði óhemju mikla snjókomu. Þar sem von var á hláku í kjölfarið var lögð megináhersla á að koma sem mestum snjó úr bænum og hreinsa í kringum niðurföll og hálkuvarið strax í kjölfarið.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að birta snjómoksturs- og hálkuvarnarplan á heimasíðu sveitarfélagsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að birta snjómoksturs- og hálkuvarnarplan á heimasíðu sveitarfélagsins.
12.Kerfisáætlun Landsnets 2019-2028 - Verkefnis og matslýsing
Málsnúmer 201811113Vakta málsnúmer
Landsnet vinnur að undirbúningi við mótun kerfisáætlunar fyrir tímabilið 2019-2028, sem er ætlað að gefa heildarsýn yfir þróun flutningskerfis raforku á næstu árum. Landsnet mun vinna umhverfismat fyrir kerfisáætlun í samræmi við lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Landsnet kynnir nú verkefnis- og matslýsingu áætlunarinnar. Í verkefnis- og matslýsingu er m.a. gerð grein fyrir:
- Meginforsendum kerfisáætlunar.
- Efnistökum umhverfisskýrslu.
- Hverjir eru helstu áhrifaþættir áætlunarinnar.
- Hverjir eru helstu umhverfisþættir sem kunna að verða fyrir áhrifum.
- Valkostum til skoðunar.
- Gögnum sem lögð verða til grundvallar.
- Matsspurningum og viðmiðum við mat á
vægi og umfangi umhverfisáhrifa.
Verkefnis- og matslýsingin er aðgengileg á heimasíðu Landsnets www.landsnet.is.
Frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar við matslýsinguna er til og með 19. desember 2018.
- Meginforsendum kerfisáætlunar.
- Efnistökum umhverfisskýrslu.
- Hverjir eru helstu áhrifaþættir áætlunarinnar.
- Hverjir eru helstu umhverfisþættir sem kunna að verða fyrir áhrifum.
- Valkostum til skoðunar.
- Gögnum sem lögð verða til grundvallar.
- Matsspurningum og viðmiðum við mat á
vægi og umfangi umhverfisáhrifa.
Verkefnis- og matslýsingin er aðgengileg á heimasíðu Landsnets www.landsnet.is.
Frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar við matslýsinguna er til og með 19. desember 2018.
Skipulags- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemdir við verkefnis- og matslýsingu kerfisáætlunarinnar.
13.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi fyrir Húsavík Öl, Héðinsbraut 4
Málsnúmer 201812017Vakta málsnúmer
Óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi til handa Húsavik Öl fyrir umfangslitlum áfengisveitingastað að Héðinsbraut 4. Unnið er að breytingum húsnæðis og gerð útipalls til samræmis við samþykktar teikningar.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn um erindið.
14.Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhús í Reistarnesi
Málsnúmer 201812046Vakta málsnúmer
Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir 92 m² viðbyggingu við íbúðarhúsið í Reistarnesi á Melrakkasléttu. Viðbygging er úr timbri og klædd Steni klæðningu eða sambærilegu. Teikning er unnin af Marínó Eggertssyni.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir viðbyggingunni þegar fullnægjandi gögnum hefur verið skilað.
15.Kæra Gentle Giants hvalaferða ehf. vegna framkvæmda við Hafnarstétt 13
Málsnúmer 201809090Vakta málsnúmer
Nú liggur fyrir úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna kæru Gentle Giants - Hvalaferða ehf. á ákvörðun skipulags- og byggingarfulltrúa Norðurþings um að fjarlægja skuli óleyfisframkvæmdir að Hafnarstétt 13. Málið var tekið til endanlegs úrskurðar hjá úrskurðarnefndinni.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti úrskurðinn.
Úrskurðarnefndin hafnar kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúa um að óleyfisframkvæmdir utan lóðarmarka Hafnarstéttar 13 skuli fjarlægðar.
Skipulags- og byggingarfulltrúi vinnur nú að framgangi málsins til samræmis við fyrri ákvarðanir.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti úrskurðinn.
Úrskurðarnefndin hafnar kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúa um að óleyfisframkvæmdir utan lóðarmarka Hafnarstéttar 13 skuli fjarlægðar.
Skipulags- og byggingarfulltrúi vinnur nú að framgangi málsins til samræmis við fyrri ákvarðanir.
Lagt fram.
16.Ósk um breytingar á húsnæði að Hafnarstétt 7
Málsnúmer 201812035Vakta málsnúmer
Eigendur Hafnarstéttar 7 óska eftir byggingarleyfi fyrir breytingum á húsinu. Breytingar fela í sér nokkra stækkun húsnæðisins og endurnýjun á iðnaðarhurðum. Teikningar af fyrirhuguðum breytingum eru unnar af Almari Eggertssyni hjá Faglausn. Þær voru samþykktar af byggingarfulltrúa 11. desember 2018.
Skipulags- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemdir við þessa afgreiðslu skipulags- og byggingarfulltrúa.
Fundi slitið.
Gunnar Hrafn Gunnarsson sat fundinn undir lið 1-12.
Smári Jónas Lúðvíksson sat fundinn undir lið 6-8.