Aðrennslissvæði vatnsbóla Húsavíkur.
Málsnúmer 201812048
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 18. fundur - 18.12.2018
Verkfræðistofan Vatnaskil hefur lokið vinnu við greiningu og kortlagningu aðrennslissvæða í tengslum við vatnsverndarsvæði vatnsbóla Húsavíkur. Ágúst Guðmundsson frá Vatnaskilum kynnir niðurstöður þeirrar vinnu og fer yfir hver væru næstu skref að þeirra mati.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Ágústi fyrir kynninguna.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 29. fundur - 11.04.2019
Fyrir liggur tilboð verkfræðistofunnar Vatnskila í vinnu við afmörkun vatnsverndarsvæðis við Húsavík og mögulegar mótvægisaðgerðir vegna umferðar um svæðið.
Taka þarf ákvörðun um framhald þessarar grunnvinnu svo hægt verði að leggja fram tillögu til Heilbrigðisnefndar Norðurþings að afmörkun vatnsverndar í uppfærðu Aðalskipulagi Norðurþings.
Taka þarf ákvörðun um framhald þessarar grunnvinnu svo hægt verði að leggja fram tillögu til Heilbrigðisnefndar Norðurþings að afmörkun vatnsverndar í uppfærðu Aðalskipulagi Norðurþings.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar tilboðið en hyggst ekki fara í þessa vinnu að svo stöddu.