Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
1.Deiliskipulag að íbúðasvæði Í1 á Húsavíkurhöfða
Málsnúmer 201901017Vakta málsnúmer
Búfesti hsf., í samstarfi við Faktabygg AS, óskar eftir heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagi íbúðarbyggðar á svæði Í1 norðan Lyngbrekku. Ennfremur er þess óskað að gerður verði samningur milli hagsmunaðila um nýtingu svæðisins á grunni skipulagshugmynda.
Einnig er minnt á það markmið umsóknar Norðurþings, í samstarfi við Búfesti hsf. og Faktabygg AS, að hafist verði handa við að reisa tiltekinn fjölda íbúða á skipulögðu svæði á Húsavik á árinu 2019.
Einnig er minnt á það markmið umsóknar Norðurþings, í samstarfi við Búfesti hsf. og Faktabygg AS, að hafist verði handa við að reisa tiltekinn fjölda íbúða á skipulögðu svæði á Húsavik á árinu 2019.
Skipulags- og framkvæmdaráð fagnar frumkvæði Búfestis að deiliskipulagi íbúðarbyggðar norðan Lyngbrekku og fellst á að Búfesti hsf. láti vinna tillögu að skipulagi svæðisins í samráði við ráðið.
Varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir á árinu 2019 bendir ráðið á lausar lóðir á deiliskipulögðum svæðum sem kynnu að henta vel fyrir þá uppbyggingu.
Varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir á árinu 2019 bendir ráðið á lausar lóðir á deiliskipulögðum svæðum sem kynnu að henta vel fyrir þá uppbyggingu.
2.Heimabakarí óskar eftir leyfi til að reisa skýli yfir inngang að Garðarsbraut 18
Málsnúmer 201812071Vakta málsnúmer
Heimabakarí óskar eftir heimild til að reisa dyraskýli yfir inngang í bakaríið að Garðarsbraut 18. Fyrir liggur rissmynd af fyrirhuguðu skýli sem ætlað er að tryggja öryggi gesta gagnvart snjóskriði af þaki hússins. Meðfylgjandi umsókn er undirritað samþykki meðeigenda í húsinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir erindið.
3.Umsókn um byggingarleyfi fyrir hestaskýli í landi Presthóla
Málsnúmer 201812093Vakta málsnúmer
Sigurður Árnason óskar eftir byggingarleyfi fyrir hestaskýli vestan þjóðvegar í landi Presthóla. Fyrirhuguð bygging er 197,0 m² að flatarmáli og teikningar vann Marinó Eggertsson.
Fyrirhuguð bygging flokkast sem landbúnaðarbygging á landbúnaðarsvæði. Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á byggingu skýlisins á tilgreindum stað.
4.Arctic Edge Consulting ehf sækir um lóð að Urðargerði 5
Málsnúmer 201811080Vakta málsnúmer
Arctic Edge Consulting ehf. óskar eftir að fá úthlutað byggingarlóð að Urðargerði 5.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Arctic Edge Consulting ehf. verði boðin lóðin að Urðargerði 5.
5.Arctic Edge Consulting ehf. sækir um lóð að Steinagerði 5
Málsnúmer 201812057Vakta málsnúmer
Arctic Edge Consulting ehf. óskar eftir að fá úthlutað byggingarlóð að Steinagerði 5.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Arctic Edge Consulting ehf. verði boðin lóðin að Steinagerði 5.
6.Lindarholt 6, Raufarhöfn - Staða fasteignar
Málsnúmer 201901012Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur minnisblað um ástand fasteigna Norðurþings á Lindarholti, Raufarhöfn. Taka þarf ákvörðun um framtíð þessara eigna.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar afgreiðslu málsins.
Ráðið felur framkvæmdafulltrúa að óska eftir áliti hverfisráðs Raufarhafnar um sölu íbúðahúsnæðis í eigu sveitarfélagsins á Raufarhöfn.
Ráðið felur framkvæmdafulltrúa að óska eftir áliti hverfisráðs Raufarhafnar um sölu íbúðahúsnæðis í eigu sveitarfélagsins á Raufarhöfn.
7.Viðhald á íbúð Norðurþings í Grundargarði 15
Málsnúmer 201901006Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka ákvörðun um hvort fara eigi í umfangsmikið viðhald á félagslegri íbúð í eigu Norðurþings staðsett í Grundargarði 15.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að ráðast í viðhald á íbúðinni miðað við fyrirliggjandi kostnaðaráætlun.
8.Losun garðaúrgangs.
Málsnúmer 201812045Vakta málsnúmer
Tillaga frá Heiðari Hrafni, Hjálmari Boga og Kristjáni Friðrik.
Garðaúrgangur skuli vera notaður til uppgræðslu frá og með árinu 2019. Gefin verði út ákveðin forgangssvæði hvar sveitarfélagið og íbúar skuli dreifa garðaúrgangi til uppgræðslu.
Garðaúrgangur skuli vera notaður til uppgræðslu frá og með árinu 2019. Gefin verði út ákveðin forgangssvæði hvar sveitarfélagið og íbúar skuli dreifa garðaúrgangi til uppgræðslu.
Skipulags- og framkvæmdarráð samþykkir tillöguna og felur umhverfisstjóra að útfæra hugmyndina til kynningar fyrir ráðinu.
9.Upptaka á fyrirkomulagi landleigusamninga 2017-2018
Málsnúmer 201702177Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja tillögur að breyttu fyrirkomulagi varðandi leigu á beitarhólfum og eftirfylgni með umhirðu þeirra.
Bjarni Páll vék af fundi undir þessum lið.
Umhverfisstjóri fór yfir vinnu vegna fyrirkomulags landleigusamninga. Ráðið þakkar umhverfisstjóra yfirferðina og felur honum leggja fram drög að nýju fyrirkomulagi fyrir ráðið í febrúar.
Umhverfisstjóri fór yfir vinnu vegna fyrirkomulags landleigusamninga. Ráðið þakkar umhverfisstjóra yfirferðina og felur honum leggja fram drög að nýju fyrirkomulagi fyrir ráðið í febrúar.
10.Hverfisráð Reykjahverfis 2017-2019
Málsnúmer 201709152Vakta málsnúmer
Á fundi hverfisráðs 21.11.2018 var eftirfarandi bókað undir lið 5, umhverfismál, skógrækt, stígagerð við Hrísateig og víðar: Hverfisráð bendir sveitarstjórn á að víða í Reykjahverfi eru svæði sem henta vel til kolefnisjöfnunar, með t.d. aukinni skógrækt ásamt landgræðslu. Liður í því er að gera stíga um svæðin svo auðvelt sé að komast um til að vinna þar og um leið gera þau aðgengileg fyrir íbúa til útivistar. Í þessu samhengi er hvatt til samstarfs við Skógræktarfélag Reykhverfinga. Friðaða svæðið við Hrísateig er dæmi um land þar sem hefur verið plantað undanfarin ár og Rúnar Óskarsson hefur verið að vinna þar mjóa vegslóða til að bæta aðgengi.
Á fundi byggðarráðs 29.11.2018 er lið 5 vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Á fundi byggðarráðs 29.11.2018 er lið 5 vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar hverfisráði Reykjahverfis ábendinguna.
11.Hverfisráð Kelduhverfis 2017-2019
Málsnúmer 201709133Vakta málsnúmer
Á fundi hverfisráðs Kelduhverfis 22.11.2018 var óskað eftir niðurstöðum endurskoðunar á sorpmálum:
Á fundi byggðarráðs 29.11.2018 er þessum liðum vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Á fundi byggðarráðs 29.11.2018 er þessum liðum vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Stefnt er á að hefja söfnun á endurvinnsluefnum frá heimilum fyrir júnílok.
12.Hverfisráð Raufarhafnar 2017-2019
Málsnúmer 201709131Vakta málsnúmer
Á fundi byggðarráðs 11.12.2018 var eftirfarandi erindum af fundum hverfisráðs Raufarhafnar vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Á fundi hverfisráðs 7.11.2018:
1) Hverfisráð óskar eftir því að lýsing verði bætt í bænum. Sumstaðar þarf bara að skipta um perur, en þrír staðir eru algjörlega óupplýstir og telur hverfisráð að skoða þurfi það sérstaklega. Þessir staðir eru: Nýtt ruslaport, Víkurbraut, gistiheimilið Sólsetur stendur við Víkurbraut og skapar það óþægindi og hættu sérstaklega þegar ókunnungt fólk er að keyra og ganga um götuna, Tjarnarholt þar sem engin byggð er hefur aldrei verið upplýst, þetta getur skapað hættu.
2) Einungis er til eitt hjartastuðtæki fyrir utan það sem er á vegum heilbrigðiskerfisins, það tæki er staðsett í sundlauginni. Hverfisráð óskar eftir því að keypt verði hjartastuðtæki í skólann árið 2019 og í félagsheimilið árið 2020.
Á fundi hverfisráðs 19.11.2018:
3) Hverfisráð vill beina því til skipulags- og framkvæmdaráðs að fram fari skoðun á húsnæði eldri borgara á Raufarhöfn, Breiðabliki. Þörf er á úrbótum fyrir varanlegt húsnæði fyrir starfsemi eldri borgara á Raufarhöfn.
Á fundi hverfisráðs 7.11.2018:
1) Hverfisráð óskar eftir því að lýsing verði bætt í bænum. Sumstaðar þarf bara að skipta um perur, en þrír staðir eru algjörlega óupplýstir og telur hverfisráð að skoða þurfi það sérstaklega. Þessir staðir eru: Nýtt ruslaport, Víkurbraut, gistiheimilið Sólsetur stendur við Víkurbraut og skapar það óþægindi og hættu sérstaklega þegar ókunnungt fólk er að keyra og ganga um götuna, Tjarnarholt þar sem engin byggð er hefur aldrei verið upplýst, þetta getur skapað hættu.
2) Einungis er til eitt hjartastuðtæki fyrir utan það sem er á vegum heilbrigðiskerfisins, það tæki er staðsett í sundlauginni. Hverfisráð óskar eftir því að keypt verði hjartastuðtæki í skólann árið 2019 og í félagsheimilið árið 2020.
Á fundi hverfisráðs 19.11.2018:
3) Hverfisráð vill beina því til skipulags- og framkvæmdaráðs að fram fari skoðun á húsnæði eldri borgara á Raufarhöfn, Breiðabliki. Þörf er á úrbótum fyrir varanlegt húsnæði fyrir starfsemi eldri borgara á Raufarhöfn.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar ábendingarnar.
1) Ráðið felur framkvæmdafulltrúa að gera úttekt á lýsingu í bænum og gera nauðsynlegar úrbætur.
2) Ráðið vísar kaupum á hjartastuðtæki fyrir grunnskólann til fjölskylduráðs.
3) Ráðið telur ástand núverandi húsnæðis að Ásgötu 1 (Breiðablik) óviðunandi og hvetur félag eldri borgara á Raufarhöfn til að taka upp samtal við fjölskylduráð Norðurþings um hentugt húsnæði fyrir félagsstarf sitt.
1) Ráðið felur framkvæmdafulltrúa að gera úttekt á lýsingu í bænum og gera nauðsynlegar úrbætur.
2) Ráðið vísar kaupum á hjartastuðtæki fyrir grunnskólann til fjölskylduráðs.
3) Ráðið telur ástand núverandi húsnæðis að Ásgötu 1 (Breiðablik) óviðunandi og hvetur félag eldri borgara á Raufarhöfn til að taka upp samtal við fjölskylduráð Norðurþings um hentugt húsnæði fyrir félagsstarf sitt.
13.Rafveita á Húsavík 100 ára
Málsnúmer 201812067Vakta málsnúmer
Þar sem 100 ár eru nú liðin frá stofnun rafveitu á Húsavík og í því felast ákveðin tímamót, er rétt að skoða hvort Orkuveita Húsavíkur setji upp minnisvarða um fyrstu rafveitu svæðisins í tilefni þessara merku tímamóta. Ákaflega miklvægt er að viðhalda sögunni og upphafi þeirrar frumkvöðlastarfsemi sem skapað hefur velmegun okkar tíma.
Lagt er til að skipulags- og framkvæmdanefnd tilnefni staðsetningu fyrir minnismerkið.
Einnig er samþykkt að Orkuveita Húsavíkur leggi eina milljón króna til fegrunnar skrúðgarðsins við Búðará sumarið 2019.
Lagt er til að skipulags- og framkvæmdanefnd tilnefni staðsetningu fyrir minnismerkið.
Einnig er samþykkt að Orkuveita Húsavíkur leggi eina milljón króna til fegrunnar skrúðgarðsins við Búðará sumarið 2019.
Skipulags- og framkvæmdaráð fagnar hugmyndinni og leggur til að minnismerkið verði staðsett á steyptum undirstöðum þar sem áður voru lýsistankar við Stangarbakkafjöru.
Fundi slitið - kl. 16:00.
Jónas H. Einarsson verkefnastjóri sat fundinn undir lið 6-13.
Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri sat fundinn undir lið 6-13.
Smári Jónas Lúðvíksson umhverfisstjóri sat fundinn undir lið 8-13.