Losun garðaúrgangs.
Málsnúmer 201812045
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 19. fundur - 08.01.2019
Tillaga frá Heiðari Hrafni, Hjálmari Boga og Kristjáni Friðrik.
Garðaúrgangur skuli vera notaður til uppgræðslu frá og með árinu 2019. Gefin verði út ákveðin forgangssvæði hvar sveitarfélagið og íbúar skuli dreifa garðaúrgangi til uppgræðslu.
Garðaúrgangur skuli vera notaður til uppgræðslu frá og með árinu 2019. Gefin verði út ákveðin forgangssvæði hvar sveitarfélagið og íbúar skuli dreifa garðaúrgangi til uppgræðslu.
Skipulags- og framkvæmdarráð samþykkir tillöguna og felur umhverfisstjóra að útfæra hugmyndina til kynningar fyrir ráðinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 27. fundur - 26.03.2019
Á 19. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var umhverfisstjóra falið að útfæra hugmyndir að losun garðaúrgangs til uppgræðslu. Fyrir fundinum liggur kynning á þeirri útfærslu.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa í samráði við umhverfisstjóra að velja stað hvar slegnu grasi verður dreift til uppgræðslu. Svæðið skuli vera háð eftirliti sveitarfélagsins og auglýst sérstaklega bæði í miðlum sem og á staðnum.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 48. fundur - 22.10.2019
Umhverfisstjóri kynnir framkvæmd losunar garðaúrgangs sumarið 2019.
Umhverfisstjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir verkefninu sem hefur tekist vel. Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að leggja fyrir ráðið drög að fyrirkomulagi fyrir árið 2020.