Hverfisráð Kelduhverfis 2017
Málsnúmer 201709133
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 232. fundur - 30.10.2017
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fyrsta fundargerð hverfisráðs Kelduhverfis.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð Norðurþings - 236. fundur - 08.12.2017
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar önnur fundargerð hverfisráðs Kelduhverfis ásamt fundargerð frá íbúafundi ráðsins í október.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð Norðurþings - 242. fundur - 09.02.2018
Daði Lange formaður hverfisráð Kelduhverfis kemur til fundarins og fer yfir starfsemi ráðsins.
Byggðarráð þakkar Daða fyrir komuna.
Byggðarráð Norðurþings - 243. fundur - 15.02.2018
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 4. fundar Hverfisráðs Kelduhverfis frá 12. febrúar s.l.
Byggðarráð vísar fundargerðinni til umfjöllunar í Fræðslunefnd og Framkvæmdanefnd.
Framkvæmdanefnd - 26. fundur - 14.03.2018
Á fjórða fundi hverfisráðs Kelduhverfis komu fram fyrirspurnir vegna eftirfarandi mála sem heyra undir framkvæmdanefnd.
1. Flokkun sorps í Kelduhverfi. Hver er staðan á þeim málum og hverfisráð hvetur íbúa til að íhuga moltugerð.
2. Staða ljósleiðaramála í Kelduhverfi.
3. Vatnsveitur í Kelduhverfi. Óskað er eftir úttekt á ástandi og heilnæmi neysluvatns í Kelduhverfi.
1. Flokkun sorps í Kelduhverfi. Hver er staðan á þeim málum og hverfisráð hvetur íbúa til að íhuga moltugerð.
2. Staða ljósleiðaramála í Kelduhverfi.
3. Vatnsveitur í Kelduhverfi. Óskað er eftir úttekt á ástandi og heilnæmi neysluvatns í Kelduhverfi.
Framkvæmdanefnd fagnar áhuga hverfisráðs Kelduhverfis á umræddum málum.
1. Málefni sorpflokkunar og sorpmál almennt á þessu svæði er í endurskoðun og vonast er til að þeirri vinnu ljúki fljótlega.
Í kjölfarið mun liggja fyrir hvaða leið verður farin til þess að mæta auknum kröfum um flokkun sorps og hvernig framkvæmdinni verður háttað.
2. Undirbúningsvinna vegna lagningar ljósleiðara um austursvæði Norðurþings er í fullum gangi, en í ljósi kostnaðar er ljóst að verkefninu verður skipt upp í smærri verkhluta.
Stefnt er að því að hefja vinnu við verkefnið í sumar og líklega mun því ljúka haustið 2019 ef allt gengur eftir.
3. Varðandi málefni neysluvatns í Kelduhverfi, þá heyra þau mál ekki undir sveitarfélagið.
1. Málefni sorpflokkunar og sorpmál almennt á þessu svæði er í endurskoðun og vonast er til að þeirri vinnu ljúki fljótlega.
Í kjölfarið mun liggja fyrir hvaða leið verður farin til þess að mæta auknum kröfum um flokkun sorps og hvernig framkvæmdinni verður háttað.
2. Undirbúningsvinna vegna lagningar ljósleiðara um austursvæði Norðurþings er í fullum gangi, en í ljósi kostnaðar er ljóst að verkefninu verður skipt upp í smærri verkhluta.
Stefnt er að því að hefja vinnu við verkefnið í sumar og líklega mun því ljúka haustið 2019 ef allt gengur eftir.
3. Varðandi málefni neysluvatns í Kelduhverfi, þá heyra þau mál ekki undir sveitarfélagið.
Byggðarráð Norðurþings - 273. fundur - 29.11.2018
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 5. fundar hverfisráðs Kelduhverfis frá 22. nóvember sl.
Málum númer 6 og 10 er vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 19. fundur - 08.01.2019
Á fundi hverfisráðs Kelduhverfis 22.11.2018 var óskað eftir niðurstöðum endurskoðunar á sorpmálum:
Á fundi byggðarráðs 29.11.2018 er þessum liðum vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Á fundi byggðarráðs 29.11.2018 er þessum liðum vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Stefnt er á að hefja söfnun á endurvinnsluefnum frá heimilum fyrir júnílok.
Byggðarráð Norðurþings - 279. fundur - 31.01.2019
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 6. fundar hverfisráðs Kelduhverfis frá 21. janúar 2019.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð Norðurþings - 300. fundur - 05.09.2019
Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir 7. og 8. funda hverfisráðs Kelduhverfis frá 27. maí og 27. ágúst.
Byggðarráð vísar erindum hverfisráðsins um flokkun sorps til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Byggðarráð þakkar tilnefningar í stjórn hverfisráðs Kelduhverfis.
Byggðarráð þakkar tilnefningar í stjórn hverfisráðs Kelduhverfis.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 43. fundur - 11.09.2019
Á 300. fundi byggðarráðs var eftirfarandið vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs:
7. fundur hverfisráðs Kelduhverfis 27. maí 2019.
Flokkun lífræns sorps í Kelduhverfi.
Þar sem ekki er fyrirhugað að taka við lífrænum úrgangi frá heimilum skv. núverandi skipulagi sorphirðu, óskar hverfisráð eftir því við sveitarstjórn að hún verði íbúum dreifbýlis innan handar með heimajarðgerð, til hagsbóta fyrir bæði íbúa og sveitarfélagið. Það getur t.d. verið í formi fræðslu og magninnkaupa á jarðgerðarílátum.
8. fundur hverfisráðs Kelduhverfis 27. ágúst 2019.
Sorphirða í Kelduhverfi.
Hverfisráð Kelduhverfis ítrekar ósk sína sem kom fram í fundargerð hverfisráðs 27. maí s.l., um lífrænan úrgang og heimajarðgerð. Enn fremur viljum við benda sveitarstjórn á að flokkunartunnur, sem í allra síðasta lagi áttu að koma í júní s.l., eru ekki enn komnar. Hvetur hverfisráð sveitarfélagið á að hrinda þessu í framkvæmd sem allra fyrst.
7. fundur hverfisráðs Kelduhverfis 27. maí 2019.
Flokkun lífræns sorps í Kelduhverfi.
Þar sem ekki er fyrirhugað að taka við lífrænum úrgangi frá heimilum skv. núverandi skipulagi sorphirðu, óskar hverfisráð eftir því við sveitarstjórn að hún verði íbúum dreifbýlis innan handar með heimajarðgerð, til hagsbóta fyrir bæði íbúa og sveitarfélagið. Það getur t.d. verið í formi fræðslu og magninnkaupa á jarðgerðarílátum.
8. fundur hverfisráðs Kelduhverfis 27. ágúst 2019.
Sorphirða í Kelduhverfi.
Hverfisráð Kelduhverfis ítrekar ósk sína sem kom fram í fundargerð hverfisráðs 27. maí s.l., um lífrænan úrgang og heimajarðgerð. Enn fremur viljum við benda sveitarstjórn á að flokkunartunnur, sem í allra síðasta lagi áttu að koma í júní s.l., eru ekki enn komnar. Hvetur hverfisráð sveitarfélagið á að hrinda þessu í framkvæmd sem allra fyrst.
Skipulags- og framkvæmdaráðs felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að tryggja að flokkunartunnum verði komið inná hvert heimili í Kelduhverfi. Ráðið hvetur íbúa til að láta umhverfisstjóra vita ef svo er ekki. Ráðið vísar moltu umræðu til Umhverfisstefnu og aðgerðaáætlunar.