Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Hverfisráð Reykjahverfis 2017-2018
Málsnúmer 201709152Vakta málsnúmer
Aðalheiður Þorgrímsdóttir úr hverfisráði Reykjahverfis kemur til fundarins og fer yfir starfsemi ráðsins.
Byggðarráð þakkar Aðalheiði fyrir komuna.
2.Hverfisráð Kelduhverfis 2017-2018
Málsnúmer 201709133Vakta málsnúmer
Daði Lange formaður hverfisráð Kelduhverfis kemur til fundarins og fer yfir starfsemi ráðsins.
Byggðarráð þakkar Daða fyrir komuna.
3.Brothættar byggðir: Öxarfjörður í sókn
Málsnúmer 201610047Vakta málsnúmer
Bryndís Sigurðardóttir nýr verkefnisstjóri kemur til fundarins og fer yfir stöðuna á verkefninu ásamt því að gera grein fyrir íbúafundi sem haldinn var 29. janúar sl. á vegum verkefnisins.
Byggðarráð þakkar Bryndísi fyrir komuna.
4.Magnavík ehf. - starfsemi
Málsnúmer 201610158Vakta málsnúmer
Guðmundur Magnússon situr í síma undir þessum lið og fer yfir rekstrarforsendur fyrirtækisins vegna ljósleiðarauppbyggingar.
Guðmundur gerði grein fyrir áhrifum ljósleiðaravæðingar í Norðurþingi á starfsemi og rekstrarumhverfi Magnavíkur.
5.Ísland ljóstengt 2018
Málsnúmer 201710129Vakta málsnúmer
Sveitarstjóri og framkvæmda- og þjónustufulltrúi fara yfir stöðu mála er snúa að uppbyggingu ljósleiðarakerfi í dreifbýli Norðurþings og fyrirhugðum framkvæmdum tengdum verkefninu í sumar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra og framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna málið áfram og leggja fyrir fund ráðsins að nýju.
6.Samþykktir Norðurþings 2018
Málsnúmer 201801010Vakta málsnúmer
Framhald á umræðu um breytingar á samþykktum Norðurþings.
Stefnt er að afgreiðslu á nýjum samþykktum um stjórn og fundarsköp sveitarstjórnar Norðurþings sem og samþykktum um kjör sveitarstjórnarfólks til sveitarstjórnar á næsta fundi byggðarráðs.
7.Ný löggjöf um persónuvernd
Málsnúmer 201706150Vakta málsnúmer
Skrifstofustjóri fer yfir stöðuna og mögulegar leiðir varðandi undirbúning vegna nýrrar löggjafar um persónuvernd.
Lagt fram til kynningar.
8.Uppbygging slökkvistöðvar
Málsnúmer 201701015Vakta málsnúmer
Opnað var fyrir tilboð í uppbygginu slökkvistöðvar og starfsstöðva hafna Norðurþings, ekkert tilboð barst.
Fundargerð vegna opnunar í tilboð var lögð fram.
9.Viljayfirlýsing um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum
Málsnúmer 201802045Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar undirrituð viljayfirlýsing um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
10.Kjördæmavika - fundur með þingmönnum
Málsnúmer 201802071Vakta málsnúmer
Fyrir liggur heimsókn þingmanna kjördæmisins hingað til Húsavíkur þriðjudaginn 13. febrúar n.k. Óskað er eftir því að fulltrúar sveitarfélagsins mæti til fundarins hvar fjallað verður um brýnustu málefni kjördæmisins.
Sveitarstjórnarfulltrúar hvattir til þess að mæta á fundinn.
11.Fundagerðir 2018 - Samband íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 201802023Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 856. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 15:15.